Heimsmynd - 01.09.1989, Qupperneq 100

Heimsmynd - 01.09.1989, Qupperneq 100
tókst ekki að afla neinna upplýsinga um þá sögu. Smásögur Smásagan virðist vera að öðlast aukn- ar vinsældir. Á tímabili heyrðust raddir sem héldu því fram að smásögur væru æfingar ljóðskálda sem væru að undirbúa sig undir skrif skáldsagna, en nú virðist smásagnaformið aftur farið að njóta sannmælis sem sjálfstætt listform. Hrafn Gunnlaugsson gerist æ at- kvæðameiri á ritvellinum, sendi frá sér ljóðabók í fyrra og er nú með smásagna- safn sem nefnist Þegar það gerist, stuttar myndrænar sögur í knöppu formi. Stórir brúnir vœngir nefnist smásagna- safn eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. En hann hlaut, sem kunnugt er fyrstu verð- laun í smásagnasamkeppni Listahátíðar fyrir nokkrum árum. Ljóð- og leikskáldið Kristín Omars- dóttir sendir nú frá sér safn smásagna og heyrst hefur að ísak Harðarson og Svava Jakobsdóttir muni einnig eiga smásagna- söfn á markaði í haust, en útgefendur vildu hvorki játa því né neita. Ljóð Til skamms tíma voru ljóðabækur nán- ast einu bækurnar sem gefnar voru út á öðrum árstímum en haustin, en útgáfa þeirra hefur í æ ríkari mæli færst yfir á hinn hefðbundna útgáfutíma. I haust koma út ljóðabækur eftir Stefán Hörð Grímsson, Sigfús Bjartmarsson, Gyrði Elíasson, Ingibjörgu Haraldsdóttur, Jón- as Friðbjarnarson, Sigmund Erni Rúnar- sson, Birgittu Jónsdóttur og Steinunni Ásmundsdóttur. Auk þess verður heild- arsafn ljóða Dags Sigurðarsonar gefið út í einu bindi, kærkomin búbót fyrir aðdá- endur Dags, sem hafa átt í erfiðleikum með að verða sér úti um allar bækur hans. Ævisögur og viðtalsbækur Seinustu ár hafa viðtalsbækur ýmis konar og ævisögur verið með allra vin- sælustu bókum og ekki að efa að margir bíða spenntir eftir að sjá hverjir opinberi leyndardóma lífs síns á þessari vertíð. Útgefendur voru þó alltregir að upplýsa hverjir það væru og báru við óvissu um hvort takast mætti að koma ýmsum bók- um sem eru í vinnslu út fyrir þessi jól. Það er þó ljóst að Jakinn, ævisaga Guðmundar J. Guðmundssonar mun koma út í skrásetningu Ómars Valdi- marssonar. Og segir Guðmundur þar frá baráttu sinni í verkalýðshreyfingunni og stjórnmálaferli og segir margar sögur af samferðarfólki sínu, lífs og liðnu. Ragnheiður Davíðsdóttir hefur skráð lífshlaup Laufeyjar Jakobsdóttur, ömm- unnar í Grjótaþorpinu og Indriði G. Por- steinsson mun vera að skrifa ævisögu Sverris Hermannssonar. Eiríkur Jónsson hefur skrifað ævisögu Davíðs Oddssonar, í óþökk Davíðs og leikur eflaust mörgum forvitni á að sjá hvað það er sem borgarstjórinn kærir sig ekki um að opinbera. Sandgreifarnir er heiti bernskuminn- inga Björns Th. Björnssonar, þar sem hann lýsir uppvaxtarárum sínum í Eyj- um. Von er á öðru bindi æskuminninga Stefáns Jónssonar og Ingólfur Guð- brandsson mun vera að skrá lífssögu sína með aðstoð Sveins Guðjónssonar, en ekki fékkst staðfest að hún kæmi út í haust. Ferðabækur og fróðleikur Landhelgismálið er þjóðinni væntan- Iega í fersku minni, en fæstir vita hvað gerðist að tjaldabaki. Nú hefur Lúðvík Jósepsson skrifað bók, sem ber undirtit- ilinn Landhelgismálið bak við tjöldin, þar sem hann upplýsir menn um gang mála. Forvitnileg bók sem vafalítið á eft- ir að gera fólk fróðara um það sem ligg- ur að baki milliríkjasamningum. Ferðalög heilla Islendinga flestum þjóðum meira og í haust koma út tvær reisubækur þar sem höfundar segja frá ferðalögum sínum í fjarlægum löndum. Jóhanna Kristjónsdóttir er þekktur ferðagarpur og sendir nú frá sér aðra bók sfna í flokknum Á ferð með augna- blikinu um fjarlœg lönd. I þessari bók eru níu þættir, hver frá sínu landinu: Máritíus, írak, Rúanda, Malavíu, Kú- væt, Túnis, Marokkó, Japan og Israel. Þorbjörn Magnússon og Unnur Jök- ulsdóttir segja í sinni bók frá þriggja ára heimsreisu þar sem þau fóru tvö ein á skútu frá Evrópu til Afríku, Suður-Am- eríku og Ástralíu. Fróðleikur um liðna afreksmenn er alltaf vel þeginn og má benda á þrjár slíkar bækur í yfirvofandi flóði. Fórunn Valdimarsdóttir sagnfræðingur skrifar um Snorra á Húsafelli, þjóðsagnaper- sónu frá átjándu öld og leitast Þórunn við að láta sögu aldarinnar endurspeglast í sögu Snorra sem einstaklings. Doktor Bragi Jósepsson fjallar um al- þýðufræðarann Guðmund Hjaltason í bók sem nefnist Um uppeldi. Guðmund- ur var einn helsti baráttumaður fyrir fræðslu alþýðunnar í kringum aldamótin síðustu og ruddi að mörgu leyti brautina fyrir alþýðufræðslu á Islandi. Elín Pálmadóttir hefur skrifað bók um frönsku Islandssjómennina og nefnist bókin: Fransí biskví. Þýðingar Þýddar skáldsögur eru kærkomin við- bót við fjölskrúðuga flóru íslenskra skáldrita. Á seinustu árum hefur átt sér stað mikil endurvakning í þýðingum er- lendra öndvegisbókmennta og er það sannarlega vel. Svo vel halda útgefendur vöku sinni á þessu sviði að jafnvel bækur sem út komu á frummálinu fyrr á þessu ári verða fáanlegar í íslenskum þýðing- um í haust. Það er ekki ætlunin í þessu yfirliti að leggja mat á óséðar bækur, en óneitan- lega er ein forvitnilegasta þýdda skáld- sagan Börn Arabats eftir rússneska rit- höfundinn Rybakov. Bók sem bönnuð var í aldarfjórðung í Sovétríkjunum og kom ekki út fyrr en slakað var á klónni í ritskoðuninni í kjölfar Glasnostsins. Þessi bók, sem segir af ungu fólki í Moskvu á fjórða áratugnum á valdatíma Stalíns, hefur vakið mikla athygli og þeg- ar verið þýdd á mörg tungumál. Það er Ingibjörg Haraldsdóttir sem þýðir. Isabelle Allende skrifaði sig beint inn í hjörtu íslenskra lesenda með Húsi and- anna og nú kemur út þriðja skáldsaga hennar Eva Lutia í þýðingu Tómasar Einarssonar. Möltufálkinn eftir Dashiel Hammet er löngu orðinn klassísk sem einkaspæjara- saga og nú hefur Olafur Gunnarsson snúið henni á íslensku. Fleiri þýddar spennusögur verða á mark- aðnum, meðal annarra nýjasta saga Johns Le Carré: Rússneska húsið, og sögur eftir Stephen King og Jeffrey Archer. Hannes Sigfússon þýðir aðra bókina í þrennu Herbjargar Wassmo um Þýskara- barnið Þóru og nefnist hún Þögla her- bergið. Guðbergur Bergsson er að þýða nýjustu bókina eftir Gabriel Garcia Marquez, en óvíst er hvort hún kemur út. Hér hefur verið stiklað á stóru í því sem fyrir liggur um bókaútgáfu hausts- ins. Ýmis kurl munu ókomin til grafar og er bara að sperra augu og eyru næstu vikurnar til að missa ekki af neinu. Af því sem komið hefur fram hér á und- an er þó ljóst að margt forvitnilegra bóka verður í boði og liggur við að mað- ur óski þess að veturinn verði sem lengstur og dimmastur svo tími gefist til að lesa sem flestar. Hvernig væri að framlengja jólin um nokkra mánuði, gefa sjónvarpinu frí, hreiðra um sig í stofusófanum, meðan myrkrið málar rúðurnar, og lesa og lesa og lesa?D 100 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.