Heimsmynd - 01.09.1989, Page 105

Heimsmynd - 01.09.1989, Page 105
Páfadæmið . . . framhald af bls 56 staðið nokkuð í skugganum af Jóhannesi út á við á íslandi en hefur engu síður verið áhrifamikill á sínu sviði og er síst minna þekktur erlendis. Hann er tón- skáld og skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, hámenntaður maður, og hef- ur hróður hans sem tónskálds farið víða enda hafa verk hans verið flutt austan hafs sem vestan. Jón lauk prófi í píanó- leik og tónsmíðum við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði síðan framhalds- nám hjá W. Burkhard í Zurich og enn- fremur í París og Róm. Þegar hann kom heim frá námi kom hann með nýja strauma inn í íslenskt tónlistarlíf og hafði mikil áhrif á yngri kynslóð tónskálda. Tónverk hans þykja vönduð og hann vinnur vel úr hugmyndum sínum en er ekki afkastamikill sem tónskáld enda hefur hann verið skólastjóri Tónlistar- skólans í Reykjavík nú þrjá áratugi og mun það ærið starf. Skólinn hefur orðið móðurstofnun fyrir allt tónlistarlíf lands- ins undir stjórn Jóns og nánast stórveldi á íslenskan mælikvarða. Flest tónverk Jóns eru samin fyrir hljómsveit og meðal þeirra helstu eru Sinfonietta seriosa (1956), Píanókonsert (1956), Brotaspil (1962), Adagio (1965), Stiklur (1970), Leiðsla (1973), Tvísöngur (1979), Choralis (1982) og Sellókonsert (1983). Svo mikils álits nýtur Jón Nordal erlendis að fyrir fáeinum árum var hann kjörinn félagi Konunglegu sænsku aka- demíunnar en þann heiður veita Svíar aðeins fáum útlendingum. Mesta viður- kenningu hlaut hann þó ef til vill árið 1982 þegar snillingurinn Mstislav Rostr- opowich fól honum að semja verk sem flutt yrði undir hans stjórn í tengslum við norrænu menningarkynninguna Scand- inavia Today. Þetta var Choralis sem frumflutt var undir stjórn Rostropowich í Washington í nóvember þetta ár en síð- an endurtekið að viðstöddum höfundi í Carnegie Hall í New York. Inn í verkið var ofið brotum út gömlum íslenskum þjóðlögum, einkum Liljulagi, og luku gagnrýnendur í Bandaríkjunum miklu lofsorði á það. Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari, samstarfsmaður og vinur Jóns, segir hann eitt af albestu tónskáldum landsins og hann hafi haft mikil áhrif á öllum sviðum tónlistar. í viðkynningu sé hann einstæður persónuleiki og afskaplega heillandi. Þar kippir honum í hið nor- dælska kyn en ekki mun hann þó vera allra svo sem sumir móðurfrændur hans. Mörg erfið úrlausnarefni koma jafnan upp í jafn stórum skóla og Tónlistarskól- anum í Reykjavík en fátt mun koma Jóni úr jafnvægi og þykir hann hafa gott lag á að jafna ágreiningsmál. Kona hans er Solveig, dóttir annars stórmeistara í íslenskum fræðum. Faðir hennar var Jón Helgason prófessor og skáld í Kaupmannahöfn. Börn þeirra eru Hjálmur Nordal viðskiptafræðingur, gift- ur Svövu Árnadóttur, Olöf Nordal myndlistarkona og Sigurður Nordal nemi. |-| Annaud ... framhald af bls 62 ógnvekjandi hann gat verið og hversu lít- ils við máttum okkar ef hann reyndi afl sitt. Er Annaud var spurður hvort hann væri trúaður svaraði hann: „ Nei. Trúarbrögð koma ekki heim og saman við þá þekkingu sem menn búa yfir nú til dags og hafa öðlast í aldanna rás. Að trúa á guð er eins og að reyna að gefa náttúrunni sál. Fólk lítur á náttúr- una eins og mann. Ég neita ekki að til eru kraftar í náttúrunni ef þeir eru kall- aðir guð þá trúi ég á guð. Við verðum að Veljum Islenska úrvalssokka í skólann! tricc Kalmannsvöllum 3 300 Akranesi. Sími: 93 -12930
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.