Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 8

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 8
SEXÍ SAMNINGALEIKIR? elstu dálkahöfundar erlendra stórblaða hamast nú við að gera upp þær hræringar sem eiga sér stað í heiminum. Straum- hvörfin í Austur-Evrópu, hrun sovéska heimsveldisins og sú ógn sem steðjar að Sovétríkjunum innan frá um þessar mund- ir þegar þau standa frammi fyrir innbyrðis upplausn - hafa einnig orðið til þess að beina athyglinni að þeirri þróun sem átt hefur sér stað í vestrænum ríkjum. Fólk veltir ekki aðeins vöngum yfir hruni komm- únismans heldur einnig framtíð kapítalismans. I Newsweek fjallar Robert J. Samuelson um þann dóm sem þegar er farið að leggja á níunda áratuginn: Ár græðgi, aukins fjárlagahalla og minnkandi samkenndar. Peter Drucker, sem nefndur er gúrú bandarískra stjómunarhátta, gerir græðgi að umfjöllunarefni í viðtali við TIME nýlega. Drucker segir að öld nýs hugsunarháttar sé gengin í garð. Fjöldi fólks sé afar óánægður með ríkjandi stjóm- og efna- hagskerfi hvort sem er í Bandaríkjunum, Japan, Vestur- Þýskalandi, Englandi eða Austur-Evrópu. Einhvern veginn gangi þetta ekki upp. Drucker kallar nýju öldina eftir-við- skiptasamfélagið. Hann segir að græðgi sé enn almenn og við- skipti enn mikilvæg en önnur gildi vegi samt þyngra hjá fólki, nefnilega fagmennska. Á meðan múrar hrynja í austri beinir fólk sjónum sínum að þeim sem risið hafa í vestri. í Bandaríkjunum hefur sú þróun einkennt viðskiptalífið undanfarinn áratug, sem Drucker bendir á, að stórfyrirtæki hafa gleypt önnur í þeim tilgangi að reka þau með skammtímahagnaði og selja aftur. í leiðinni hefur fjöldinn allur búið við mikið atvinnuóöryggi: „Stjórn- endur fyrirtækja hafa verið að byggja upp veldi án fjárhags- legrar réttlætingar, í þeim tilgangi einum að verða stórir og að hluta til vegna samningaleikjanna sem eiga sér stað. Það er miklu skemmtilegra að standa í samningaviðræðum en hvers- dagslegri vinnu. Samningar eru skemmtilegir og spennandi en vinnan er leiðinleg. Rekstur fyrirtækis krefst óhemju vinnu og nákvæmni. Samningaviðræður eru aftur á móti svolítið róm- antískar og sexí. Þess vegna verða samningar oft svona óraun- sæir. Svo er það reglan sem segir að ef þú getur ekki rekið eitt fyrirtæki þá ferðu og kaupir annað . . .“ Auðvitað er margt ólíkt með íslensku viðskiptalífi og því bandaríska, meðal annars það að eðlilegur fylgifisk- ur kapítalismans er gjaldþrot. Bæði stór og lítil fyrir- tæki fara á hausinn án þess að Bush og hans menn blandi sér í málin. Á íslandi er því þannig farið, eins og Jónas Kristjánsson ritstjóri benti á í leiðara í DV, að stórhvelin sitja í öryggisnetinu á meðan smáseið- in fylgja markaðslögmálunum. Stórbokkarnir í ríkisstjórn og þeir í einkageiran- um sem á þá treysta þegar allt þrýtur nenna ekki að hanga yfir leiðinlegri hversdagsvinnu og smáatrið- um, taka bara tæplega helming úr umslögum laun- þeganna um hver mánaðamót og snúa sér að næstu framkvæmd. Einn daginn er það loðdýrarækt og hvað eru þeir að pæla í því hvort markaður sé fyrir pelsa um leið og dýravernd vex fiskur um hrygg? Næst er það fiskeldið og þar blæðir smáseiðunum helst og svo eru það fjölmiðlarnir. En eins og fram kemur í athyglisverðri grein um Stöð 2 eftir Ólaf Hannibalsson sátu erindrekar ráðherranna næturlangt á fundi á einkaheimili vegna einkafyrirtækis í kröggum. Þar sátu aðstoðarmenn ráðherranna og léku sér að því að ráðstafa hundruðum milljóna úr launaumslögum skattborgaranna. Samkvæmt kenningu Druckers hafa þeir verið mjög sexí þessa nótt. Það er allt í lagi fyrir íslenska stráka í jakkafötum að ímynda sér að þeir séu eitthvað í ætt við Gordon Gekko, hetj- una úr kvikmyndinni Wall Street. En á þeirri frægu götu brýst stundum út hrikaleg örvænting og birtast þá myndir á sjón- varpsskjám um allan heim af náfölum andlitum starandi á skjái með svitaperlur á enni yfir verðhruni á hlutabréfamörk- uðum. Þar getur stórveldisdraumur breyst í hreina martröð á svipstundu. í þeim frumskógi verða fyrirtæki gjaldþrota. Á ís- landi er það öll þjóðin sem verður gjaldþrota um leið og hún fylgist með óráðsíu og afskiptum stjórnarherra sem halda að þeir séu eigendur stórfyrirtækja. FRAMLAG Ragnhildur Erla Bjarnadóttir framkvæmdastjóri og Ása Ragnarsdóttir t auglýsingastjóri (standandi) á skrifstofunni í Aðalstræti. Ragnhildur á þriggja ára starfsafmæli hjá HEIMSMYND um þessar mundir og hefur staðið sem klettur í ólgusjó undangenginna ára. Tímaritið var stofnað í janúar 1986 og hefur vegur þess vaxið jafnt og þétt síðan á meðan önnur tímarit hafa skipt um eigendur og ritstjóra. „Auglýsendur eru greinilega mjög ánægðir með blaðið og er áberandi meira auglýsingamagn í þessu tímariti en öðrum,“ segir Ragnhildur. „En það eru fyrst og fremst lesendurnir sem eru okkar kjölfesta en helsta tekjulind blaðsins er lausasalan um land allt. Útbreiðsla HEIMSMYNDAR á íslenskum markaði er sambærileg við útbreiddasta blað Bandaríkjanna, TV Guide, sem er í ellefu milljónum eintaka miðað við 240 milljóna markað. HEIMSMYND er prentað í 10 þúsund eintökum miðað við 240 þúsund manna markað og má því ætla að Ólafur Hannibalsson leggur síðustu hönd á verk sitt um Stöð 2 - söguna alla. Hann hefur fylgst grannt með gangi máli frá því í desember, aflað upplýsinga hjá tugum einstaklinga sem tengjast þessu ævintýralega máli og komist að ýmsu sem fáir vita. Hann lauk hinn norskættaði ljósmyndari HEIMSMYNDAR er menntaður í Frakklandi og hefur verið aðalljósmyndari blaðsins frá því vorið 1989. um 50 þúsund manns lesi blaðið í hvert sinn sem það kemur út.“ greininni um Stöð 2 rétt áður en blaðið fór í prentun og er myndin tekin snemma morguns áður en Ólafi gafst ráðrúm til að hreinsa skrifborðið og bretta upp ermarnar til að taka á næsta máli sem kemur í marsblaðinu. Odd Stefán 8 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.