Heimsmynd - 15.01.1990, Side 13
eftir ÓLAF HANNIBALSSON
Þeir voru frumherjar, eldhugar sem lögðu út í ævintýri sem
engan óraði fyrir að tækist. Þeir gerðu draum sinn að veru-
leika með því að stofna sjónvarpsstöð, fyrstu einkastöðina á
íslandi, stöð sem varð stórveldi, áhrifamikill fjölmiðill með 45
þúsund áskrifendur. Jón Óttar, sonur Ragnars í Smára, var
tæplega fertugur doktor í matvælafræði, menntaður í Banda-
ríkjunum, dósent við háskólann og þegar þekktur fyrir skrif
sín í fjölmiðla og þætti í sjónvarpi. Minna hafði farið fyrir
Hans Kristjáni Árnasyni sem var rétt yngri, viðskiptafræðing-
ur og menntaður erlendis. Hann hafði áður verið hátt settur
hjá Sambandinu en þá snúið
sér að öðrum starfa áður en
Stöð 2 varð að veruleika.
Þótt fáir tryðu því að þetta
tækist fór fyrsta útsending
þeirra fram á sama tíma og
heimssögulegur viðburður átti
sér stað á Islandi með leiðtoga-
fundinum. Jón Óttar Ragnars-
son sat fyrir framan skjáinn,
tilbúinn að flytja sitt fyrsta
ávarp sem sjónvarpsstjóri hinn-
ar nýju stöðvar. Útsendingin
klikkaði, Jón Óttar bærði var-
irnar en ekkert hljóð heyrðist.
Á eftir sagði Páll Magnússon
að fall væri fararheill. Þeir
höfðu keypt einn vinsælasta
fréttamann ríkissjónvarpsins
og gert hann að fréttastjóra. I
kjölfarið áttu þeir eftir að
kaupa fleiri þaðan, yfirbjóða
og sigra risann í ýmsum smáor-
ustum. Ein þeirra var frétta-
tengdi þátturinn 19:19 og dag-
skrárstjóri ríkissjónvarps sendi
þeim heillaskeyti. Þetta var
eitthvað sem ríkissjónvarpið
hafði alltaf dreymt um að gera en aldrei hrundið af stað. Sam-
keppnin bætti ríkissjónvarpið.
Fyrsta árið leið og í viðskiptalífinu veltu menn því fyrir sér
hvort Stöð 2 væri gullnáma. Annað árið leið og öll þjóðin
fylgdist með. Jón Óttar Ragnarsson var orðinn household-
name, ástamál hans og glæsilegra samstarfskvenna voru á
hvers manns vörum. Fá voru þau samkvæmi, þjóðhöfðingja-
veislur eða frumsýningar að forkólfar Stöðvarinnar væru ekki
mættir. Umsvif þeirra uxu með degi hverjum sem og áhrif.
Helstu menn þjóðarinnar heiðruðu einkasamkvæmi Jóns Ótt-
ars, forsætisráðherra, seðlabankastjóri og borgarstjóri.
Á þriðja ári fór að brydda á fjárhagsþrengingum Stöðvar-
innar í almennri umræðu. Auðvitað voru menn í viðskiptalíf-
inu sem fylgdust með ævintýrinu allan tímann, tilbúnir að
stökkva á bráðina og helst þegar hún væri að niðurlotum kom-
in. Slyngir peningamenn sem þóttust geta rekið fyrirtækið bet-
ur þótt þeir gerðu sér á sama tíma grein fyrir því að það væri
ekki á allra færi að stofna sjónvarpsstöð.
Þegar kom fram á haust 1989 fóru hlutirnir að gerast hraðar
og með meiri spennu en í
nokkrum Dallasþætti. Sala
hlutabréfa og væntanlegir
kaupendur voru orðin að æsi-
spennandi framhaldssögu í
blöðunum síðustu vikur ársins
1989. Um líkt leyti er Jón Ótt-
ar sæmdur heiðurstitlinum
Markaðsmaður ársins á Norð-
urlöndum. í viðtali við frétta-
mann Sjónvarps sagði hann að
þetta sýndi að Stöð 2 væri
komin til að vera - enginn ver-
aldlegur né andlegur máttur
gæti grandað Stöðinni.
Nokkrum vikum síðar situr
Jón Óttar Ragnarsson heima
hjá sér í íbúð sinni við Skafta-
hlíð og blákaldur veruleikinn
blasir við. Þegar hann fer upp
á Krókháls þann sama dag
mæta honum nýir eigendur.
Stöðin er ekki lengur hans.
Frumherjamir eru tómhentir,
svo að segja eignalausir og
framtíð þeirra óviss. Væri
þetta ekki á íslandi væru aðrar
sjónvarpsstöðvar jafnvel búnar
að bjóða í þá - en á íslandi er erfitt að falla úr háum söðli.
Hið ævintýralega fyrirtæki þeirra er nú komið í annarra
hendur. Ár glæstra sigra, spennu og leiks eru að baki. Skulda-
staða stöðvarinnar er hrikaleg en gætu þeir hafa bjargað mál-
um með því að kippa í taumana fyrr? Er saga frumherjanna
Jóns Óttars Ragnarssonar og Flans Kristjáns Árnasonar
mannleg tragedía eða var þetta farsi frá upphafi til enda? Og
hver verður framtíð Stöðvar 2 í höndum nýrra eigenda af allt
öðrum bakgrunni en frumherjanna?
Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri í desember 1989, Markaösmaður
ársins á Norðuriöndum og skömmu síðar búinn að missa öll ítök í Stöð 2.
HEIMSMYND 13