Heimsmynd - 15.01.1990, Qupperneq 16

Heimsmynd - 15.01.1990, Qupperneq 16
hurðarás um öxl. Þær voru kveðnar niður jafnóðum. Rúmu ári eftir að Stöðin fór í loftið lýsti Jón Óttar því yfir í viðtali við HEIMSMYND að break even punktinum hefði verið náð. Stöðin sé fjárhagslega skotheld. „Næsti áfangi er að borga skuldir,“ sagði hann, „þegar fer að vora (1988) getum við gert upp fortíðina.“ Þetta voru uppgangstímar. Alls staðar var þensla. Þjóðar- búskapurinn var að rétta við eftir mikla lægð undanfarinna ára. Greiðslukort voru að ryðja sér til rúms meðal almennings og juku mönnum bjartsýni á að kaupa mætti strax og fresta skuldadögum. Uppsveiflan í sölu sjávarafurða var að hefjast. 1987 var skattleysisár og allir tilbúnir að vinna eins og þrekið leyfði. Flugstöðin og Kringlan voru í byggingu samtímis. Eft- irspurnin eftir vinnuafli var slík, að kauptaxtar voru almennt yfirboðnir og uppi voru ráðagerðir um stórfelldan innflutning á erlendu vinnuafli. Fjármögnunarleigur spruttu upp með að- ild erlendra fjármagnsfyrirtækja og kepptust við að lána með litlum veðum eða ábyrgðum í öðru en tækjunum sjálfum. „Þessi stöð hefði aldrei orðið til án kaupleigu,“ sagði Ólafur H. Jónsson. Til þess að ná þaulæfðum mannskap, frétta-, dagskrár- gerðar- og tæknimönnum frá nkisfjölmiðlunum, öðrum fjöl- miðlum og auglýsingastofum, voru ævintýraleg kjör í boði. Stöðin hafði líka alls staðar viðskiptavild, samið var við helstu fataverslanir um 50 pró- sent afslátt á fatnaði fyrir þá starfsmenn sem þurftu að koma fram á skjánum og þeir fengu sérstaka fatapeninga sem nýlega voru 50 þúsund á ári. Þau takmörk giltu þó áreiðanlega ekki fyrir eigendur og ýmsa í æðstu stöðum. Full- yrt hefur verið að bein laun þeirra nýlega hafi verið 400 þúsund krónur á mánuði, Þar á ofan hafi bæst fríðindi, sem gátu numið öðru eins, bifreið keypt og rekin af fyrirtækinu og fram að komu Jóns Sigurðs- sonar hafi ekkert eftirlit verið með aðskilnaði einkaneyslu og launa, greiðslukortum og bein- um úttektum í verslunum. Starfsfólkið var áberandi í samkvæmislífi borgarinnar. Það var ævintýrabragur á öllu og öllum í sambandi við Stöðina. Yfirmennirnir voru jafnframt á þönum erlendis í samningaviðræðum við kvikmyndaleigur og tækjaleigur. Þegar innkaupastjórar komu eitt sinn til samn- ingagerðar í Cannes, var þeim sagt að forstjórinn væri nýbúinn að ganga frá þeim málum. Hann hafði átt leið um og ekki munað um að gera þetta í leiðinni, en gleymt að láta vita! Um tíma voru þeir með íbúð í London. Islenskur kaupsýslu- maður sem þar var á ferð rakst á Jón Óttar, sem bauðst til að skutla honum út á flugvöll í veglegri Rolls Royce limúsínu. Heima fyrir voru þeir áberandi, vöktu öfund og aðdáun, um- tal og baktal. Erlendis héldu þeir til jafns, ef ekki við olíusj- eika, þá að minnsta kosti við viðsemjendur sína í hundrað sinnum stærri fyrirtækjum á þúsund sinnum stærri mörkuðum. Jóni Óttari er rausn og höfðingsskapur í blóð borinn. En af dósentslaunum með þrotlausum aukastörfum eru ekki miklir möguleikar til að veita þessum eiginleikum útrás. Þótt öllum beri saman um að hann hafi unnið í skorpum eins og hestur, ekki síst við dagskrárgerð; stjórnunarstörf urðu að sitja á hak- anum, hafði hann inn á milli tíma fyrir hið ljúfa líf. Hann bauð fólki út að borða eða heim til sín við minnsta tilefni - en gleymdi stundum að mæta sjálfur, ef annað hafði kallað að eða hugur hans fanginn af nýjum verkefnum. Oft olli þetta sárindum og móðgunum, sem ekki gleymdust strax. „Akaf- lega óskipulagður," segir einn samstarfsmanna hans. „Enginn maður í heimi hefði getað komið þessari stöð á fót með sama glæsibrag og hann - en um leið síðasti maður sem ætti að treysta fyrir að reka svona fyrirtæki.“ „Hann er mikill samkvæmismaður", segir kona sem lengi hefur fylgst með honum. „Frjór í hugsun, frumlegur, stundum leiftrandi snjall. En umfram allt er það krafturinn, sem ein- kennir hann. Hann getur fengið hugdettu og hrifið viðmæl- anda sinn með sér í að útfæra möguleikana á að hrinda henni framkvæmd. Stundum gleymist hún jafnóðum þótt hún virtist næstum vera orðin áþreifanleg og raunveruleg í tali hans. Stundum grípur eldmóðurinn hann og hann gengur eld og brennistein til að koma henni fram, þegar hversdagurinn rennur upp.“ Hann gekk þess heldur ekki dulinn að sam- kvæmislífið má nýta til að skapa tengsl og sambönd, koma hugmyndum á framfæri, vekja áhuga og velvilja. Allir vildu njóta hylli Stöðvarstjór- ans, vera í náðinni. Stöðinni kom líka vel að njóta hylli ráðamanna í stjómmálum og viðskiptalífi. Oft olli þetta metingi. „Þetta er stassjón Davíðs og Þorsteins,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra nýlega. „Þarna hafa Steingrímur, Ólafur Ragnar og - til skamms tíma - Jón Bald- vin fengið að vaða uppi og baða sig í sviðsljósinu næstum að vild,“ sagði aftur á móti sjálfstæðisþingmaður. Þegar erlenda stórlaxa til samningaviðræðna um kaup á hlut í Stöðinni bar að garði var heldur ekki amalegt að eiga hauk í horni þar sem sjálfur forsætisráðherrann Steingrím- ur Hermannsson var til að fara með þeim í laxveiðiár og kenna þeim handtökin. Hann var hins vegar ekki mættur í hinu fræga „brúðkaupi aldar- innar“, sem haldið var uppi í Skíðaskála síðastliðið vor, en þar voru hins vegar Davíð borgarstjóri sem hélt ræðu og Ól- afur Ragnar fjármálaráðherra, en veislustjóri Bryndís Schram, gamall og nýr starfsmaður Stöðvarinnar, enda ekki fyrr en seinna sem slettist upp á vinskapinn við fréttastofuna. ÓVENJULEGAR VIÐSKIPTAAÐFERÐIR Það var hins vegar engan veginn hömlulítil einkaneysla eig- endanna og annarra toppa á Stöðinni sem skipti sköpum um framtíð þeirra og hennar. Hins vegar fóru svokallaðir „dílar“ illa með álit hennar út á við og grófu verulega undan annarri aðaltekjulind hennar, auglýsingunum. Dílamir byggðust á því að auglýsingar á Stöðinni voru notaðar sem gjaldmiðill. Ef eitthvað vantaði til dagskrárgerðar var reynt að semja við verslanir um kaup á hlutnum og borga með auglýsingatíma á Stöð 2. Þetta gátu verið fullkomlega eðlileg viðskipti, meðan Stöðin var að fara af stað og skorti rekstrarfé. Þegar fram í sótti fóru þessi viðskipti verulega úr böndunum og allt of margir gátu skuldbundið Stöðina og jafnvel fjármagnað hluti til persónulegrar neyslu með þessum hætti. Þannig gat orðið til svartur auglýsingamarkaður, þar sem auglýsingaloforð Hans Kristján Árnason, áður einn af aðaleigendum Stöðvar 2, í janúar 1990 þegar nýir eigendur höfðu tekið við. 16 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.