Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 31

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 31
sýnir að hann er feiminn en karmað hans bendir til þess að hann sé að upp- skera mikinn árangur frá iðju sinni í fyrri lífum.“ James Braha er 38 ára, af gyðinga- ættum, fráskilinn og bamlaus, búsettur í Flórída. Hann nam stjömuspeki á Indlandi og hafði þá um árabil kennt hugleiðslu í anda Maharishi sem hann lærði hjá í Sviss á áttunda áratugnum. „Ég var tuttugu og sjö ára þegar ég fór fyrst að velta stjörnuspeki fyrir mér. Þá bjó ég í Boston ásamt eigin- konu minni sem var leikkona. Einn daginn kom hún heim og sagðist hafa hitt konu sem túlkaði stjörnukort af mikilli snilld. Ég fór og hitti þessa konu en hafði þá um árabil verið á kafi í hugleiðslu og dulspeki. Ég greiddi konunni sextíu dollara fyrir tveggja tíma lestur sem hún byggði alfarið á af- stöðu stjamanna við fæðingu mína. Af mikilli nákvæmni lýsti hún fyrir mér persónulegri upplif- un minni, allslags sálarflækjum og kringumstæðum bemsku minnar með þeim afleiðingum að ég starði á hana. Hún las þetta af blaði með ótal merkingum og tákn- um af reynslu og þekkingu en ekki eins og hún væri skyggn að lesa hug minn. Hún lýsti feimni minni og erf- iðu sambandi mínu við móður mína frá upphafi. Hún sagði mér að undanfarna mánuði hefði ég verið að ganga í gegn- um erfitt tímabil en á lífsafstöðu minni yrðu miklar breytingar á komandi mánuðum. Hún sá fyrir þjáningu og jafnvel breytingar á hjónabandinu. Nokkrum mánuðum síðar eða í jan- úar 1980 kom Anna konan mín heim og sagðist vera ástfangin af leikstjóran- um sínum. Vikumar í kjölfarið voru hinar einkennilegustu í lífi mínu. Með hugleiðslunni og nýrri vitneskju stjörnuspekinnar upplifði ég dýpri skilning, kraft og ást en ég hafði áður gert. Ég ákvað að leita til frægs stjörnuspekings, Isabel Hickey, sem er að auki mjög dulræn og höfundur eins af grunnritum í vestrænni stjörnuspeki. Auðvitað hafði ég mínar efasemdir um gildi stjörnuspekinnar. Þegar hún hafði litið á kortið sagði hún strax: Almátt- ugur, Uranus er kominn í sjöunda hús. Þú hefur enga stjórn á þessu lengur og verður að leyfa konunni þinni að fara. Hún leit á kort konunnar minnar og sagði að samband hennar við hinn manninn myndi ekki endast, Anna kæmi aftur að sex mánuðum liðnum og þá væri framhald hjónabandsins undir mér komið. Hún sagði einnig að á þeim tíma yrði sálarástand mitt orðið allt annað. Isabel Hickey sagði mér að komandi ár yrði mikil andleg upplifun fyrir mig. Hún sagði mér að nýjar vitundarvíddir myndu opnast fyrir mér og ég hlustaði af ákafa. Með hugleiðslunni undanfar- in ár hafði ég eðli málsins samkvæmt stefnt að uppljómun, sem er hámark andlegs þroska, en slíkt er takmark allra sem stunda íhugun af alvöru og auðvitað ná því fæstir í þessari jarðvist. Á árunum milli 1970 og 1980 fór ég nokkrum sinnum til Sviss á námskeið á vegum Maharishi og hafði stundað hatha-jóga árum saman samfara fá- brotnum lifnaðarháttum. Hjá Isabel Hickey kynntist ég í fyrsta sinn alvöru stjörnuspeki. Hvorki þá né nú hefur mér fundist akkur í að fá sönnun fyrir því að stjörnurnar hafi áhrif á líf fólks. Það sem er mikilvægast er að góðir stjörnuspekingar geti leið- beint fólki með upplýsingum um af- stöðu plánetanna í fæðingarkorti þess. Annaðhvort skilur maður mál stjarn- anna eða ekki. Fólk segir stundum að það trúi eða trúi ekki á stjörnuspeki og það er stjörnuspekingum að kenna. Stjörnuspekin hefur verið notuð um langan aldur án þess að ná almennri lýðhylli. Isabel Hickey benti mér á bækur um dulspeki áður en ég kvaddi hana. Ég hafði kynnst mörgu dul- rænu fólki, gúrúum og öðrum, en kynni mín af þessari konu ollu kaflaskiptum í lífi mínu. Ég fór að lesa bækur ætlaðar stjörnu- spekingum og notaði mitt eigið kort til samanburðar. Smátt og smátt fór ég að skoða kort vina og vanda- manna og mér miðaði fljótt áfram. Af- staða stjarnanna í lífi mínu á þessu tímabili olli því og sterkt innsæi sem á sér ef til vill aðrar orsakir. Ég sótti námskeið hjá þekktum stjörnuspeking- um, þar á meðal Isabel Hickey. Ég æfði mig á því að lesa úr stjörnukortum fólks og lét það vita að ég styddist að miklu leyti við bækur og væri bytjandi. Þannig lærði ég líka. Einhver atvik í upphafi ferlis míns þegar vinir leituðu ráða út frá kortum sínum reyndust hár- rétt og hlægilega nákvæm. Það styrkti mig í trúnni að ég væri á réttri leið. Isabel Hickey hafði spáð því að Anna kæmi aftur til mín að sex mán- uðum liðnum. Þegar fór að líða að þeim tíma fór ég að efast um að Hickey reyndist sannspá. Eitt kvöldið grandskoðaði ég fæðingarkort Önnu en sá engin merki þess að hún væri á leið- inni til mín. Eftir það lagðist ég til hvílu og í svefninum fékk ég þau skila- boð að athuga áhrif bogmannsins. Þetta var eitt af dulrænu atvikunum sem ég upplifði á þessu tímabili. Ég vaknaði og leit aftur á fæðingarkort Önnu og komst að nýjum niður- stöðum. Þarna voru vísbendingar um erfiðleika á heimavígstöðvum. Ég hafði hvorki séð hana né heyrt síðan við skildum sex mánuðum áður. En viti menn, fyrstu vikuna í ágúst kemur lítill miði inn um dyralúguna. Anna vildi ræða málin. Spá Isabel Hickey var að rætast. Enda kom á daginn að Anna vildi taka upp þráðinn aftur og eins og Hickey hafði séð fyrir var ég orðinn breyttur maður. Ándleg hugðarefni sátu í fyrirrúmi en Anna var leikkona og ekki tilbúin að lifa því lífi sem fyrir mér lá.“ Hann fór sína fyrstu ferð til Indlands árið 1980, staðráðinn í að læra allt um austræna stjörnuspeki hindúa. Ólíkt vestrænni stjörnuspeki, sem gerir ráð fyrir frjálsum vilja, segja hindúar að ör- lög manns séu skráð í stjörnurnar. Hindúatrú gengur einnig út frá karma og endurfæðingu þar sem lögmálið er að kringumstæður manns séu afleiðing- ar athafna í fyrri lífum. Þetta karma- lögmál á sér einnig rætur í samfélags- mynstri hindúa þar sem menn fæðast inn í ákveðið hlutskipti og eiga enga möguleika á því að flytja sig á milli • MARYLIN MONROE VAR ÆTLAÐ LANGT LÍF • JOHN F. KENNEDY VAR MYRTUR AF VINUM SÍNUM • JOHN LENNON VAR í LÍFSHÆTTU EN HEFÐI GETAÐ FORÐAÐ SÉR • JOHNSON VAR LYGARI • FRÆGT FÓLK HEFUR GOTT KARMA • LÍKAMLEG FEGURÐ HEFUR KOSTAÐ MIKLA VINNU í FYRRI LÍFUM • ÖLL GÖMUL KERFI RIÐA NÚ TIL FALLS • 1993 ER GOTT ÁR í ÍSLANDSSÖGUNNI • EKKERT HLUTSKIPTI ER TILKOMIÐ FYRIR SLYSNI • VIÐ FÆÐINGU ER SAGAN SÖGÐ HEIMSMYND 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.