Heimsmynd - 15.01.1990, Page 32

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 32
Benares við Gangesfljótið þar sem lík eru brennd. R. Santhanam, fyrsti kennari Braha í stjörnuspeki hindúa. P.M. Padia, kennari Braha í Bombay (ljósmynd: Porsteinn Porgeirsson) laga í samfélaginu nema það sé skráð í stjörnurnar. Peir sem fæðast í lágstétt eyða lífi sínu þar nema annað sé skráð í stjörnurnar. Persónulegt atgervi dugir ekki eitt sér til að brjóta mönnum leið út úr þeim farvegi sem þeir fæðast í. Þessu er alveg öfugt farið í vestrænni stjörnuspeki. Þar er sú forsenda lögð til grundvallar að persónuleikinn sem skráður er í stjörnurnar ráði ferðinni að miklu leyti og afstaða plánetanna í kortinu segi til um möguleikana og þannig geti einstaklingur breytt nei- kvæðum þáttum í lífi sínu út frá vitn- eskju í kortinu. Hindúa-stjörnuspekin lítur hins vegar svo á að flest sé óum- flýjanlegt, skráð í stjörnurnar, gott og vont. Hindúa-stjörnuspekingar geta sumir sagt nákvæmlega fyrir um það hve mörg börn maður eignast, hversu lengi maður lifir og fleira í þeim dúr. Þessi fræði eru orðin sex þúsund ára gömul. Túlkun kortsins er hins vegar æði flókin og þar ræður hæfni stjörnu- spekingsins mestu um. Eitthvað virðist augljóst í fyrstu en við nánari athugun getur útkoman orðið öll önnur. Báðar aðferðirnar hafa nokkuð til síns ágætis og því kýs ég að nota þær samtímis. Indverska stjörnukortið er kallað chakra og er dregið upp í ferhyrninga. Fyrsti stjörnuspekingurinn sem varð á vegi mínum á Indlandi í janúar 1980 út- bjó chakra úr vestræna kortinu mínu. Hann lýsti lífi mínu undanfarna áratugi af mikilli nákvæmni. Hann sagði að á árunum 1973 til 1980 hefði ég verið mjög andlega sinnaður en frá 1980 tæki við tímabil veraldlegs frama sem myndi vara til ársins 1998. Þarna var Rakesh, en svo hét maðurinn, að nota tækni hindúa í að skipta stjörnukortinu niður í tímabil, dasa. tímabil í lífi manns sem stjórnast af ákveðnum tengslum ríkj- andi himintungla við afstöðu plánet- anna á fæðingarkorti manns. Arið 1980 tók Rahu-tímabiliö við í lífi mínu. Rahu varir í átján ár og er nær undan- tekningarlaust erfitt tímabil þar sem einstaklingar eru oft sviptir hugarró. Rahu tímabilið byrjar oft eða endar á erfiðleikum eins og ástvinamissi. Þarna var ég nýskilinn og faðir minn nýlátinn. Dasatímabilin eru alltaf í sömu röð, fólk getur fæðst inn í mitt tímabil og veltur það á stöðu tungls við fæðingu en tímabilin koma í þessari röð: Sól í sex ár, Tungl í tíu ár, Mars í sjö ár, Rahu í átján ár, Júpíter í sextán ár, Satúrnus í nítján ár, Merkúr í sautján ár, Ketu í sjö ár og Venus í tuttugu ár. Dasatímabilin sjálf skiptast síðan í und- irflokka, bhukti, þar sem aðrar plánet- ur hafa áhrif.“ Hann hafði leitað til fjölmargra stjörnuspekinga þegar hann loks datt niður á mann í Delhi sem var tilbúinn að kenna honum stjörnuspeki hindúa. „Rangachari Santhanam var 35 ára en leit út fyrir að vera rúmlega tvítugur. Hann sagði mig þurfa sex vikur í námi hjá sér til að komast inn í grunnfræðin. Hann hafði þýtt mörg verk í fræðunum og naut mikillar virðingar. Á næstu vikum opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég sannfærðist þarna um mátt örlaga yfir frjálsum vilja og kynntist því hvernig flókin tækni stjörnuspekinnar getur séð þetta fyrir við fæðingu bams. Santhanam hóf nám mitt á því að kenna mér að reikna út svokölluð sex- tán undirkort sem nefnd eru varga og byggja á fæðingarkortinu. Eitt þeirra heitir saptamsha og segir fyrir um börn manns. Annað er turyamsha og segir fyrir um menntun og enn eitt dasamsha og segir fyrir um störf á lífsleiðinni. Einn liður í námi mínu var að grand- skoða fæðingarkort vina og vanda- manna sem Santhanam kenndi mér að túlka upp á nýtt. í heimspeki hind- úanna er lífinu skipt upp í fjögur svið; dharma (tilgangur og skyldur), artha (auðlegð), kama (þrár) og moksha (hugljómun og æðri vitund). Stjörnu- kortið byggir á mörgum þáttum en af- staða plánetanna og innbyrðis tengsl skipta mestu máli sem og staðsetning þeirra í svonefndum húsum sem eru tólf í hverju korti. Plánetumar tákna ákveðna hluti sem og húsin sjálf. Hvert hús er fulltrúi fyrir marga þætti en lífssviðin fjögur tengjast hvert um sig þremur húsum. Þannig er dharma tengt fyrsta, fimmta og níunda húsi (eld-húsunum), artha er í öðru, sjötta og tíunda húsi (jarðar-húsunum), kama er í þriðja, sjöunda og ellefta (loft-hús- unum) og moksha er í fjórða, áttunda og tólfta húsi (vatns-húsunum). Hindu-stjörnuspekin virkar ótrúlega vel. Ég varð nærri óttasleginn eftir því sem leið á nám mitt hve ná- kvæm og einföld hún er. Ég býst við því að þannig sé farið um alla vestræna menn. Þeim er meinilla við þá tilhugsun að örlög þeirra séu skráð í stjörnurnar og kjósa að trúa á frjálsan vilja einstaklings til breytinga. Fyrir hindúum eru þessi óumflýjanlegu örlög hluti af allri þeirra heimsmynd um karma og endurfæðingu.“ James Braha forðast að blanda um of almennri hindúatrú við stjörnuspek- ina. Um örlagatrúna segir hann að viti fólk hvað er yfirvofandi geti það undir- búið sig þó svo hið erfiða tímabil sé óumflýjanlegt. Rétt eins og þegar veð- urspáin segir að það rigni grípi fólk regnhlíf. Samkvæmt hindúisma fer þró- un sálanna í gegnum mörg stig. Steinar eru fyrsta stig, síðan kemur grasið, þá grænmetið, dýrin og síðan fullkomnari dýr eins og kýrnar á Indlandi sem ekki má drepa því það brenglar lífkeðjuna en í hindúatrú eru kýrnar heilagar og væntanlegir bramínar í næsta lífi. Grundvöllur karma-lögmálsins. um að góðar gjörðir eða slæmar hitti mann fyrir í næstu tilveru, leiðir af sér það markmið að menn sækjast eftir hug-

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.