Heimsmynd - 15.01.1990, Page 36

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 36
The WorldPaper UMRÓT í AUSTUR-EVRÓPU Hetjusaga Silviu Brucan Skarpskyggni Brucans og djúphugsað- ar forspár koma glöggt fram í þessum útdráttum úr 10 ára framlagi hans til síðna WorldPaper: • Janúar 1979: Sem marxisti býst ég ekki við að verða sammála sjónarmiðum allra, sem skrifa í þetta blað. Ekki ætlast ég held- ur til að aðrir líti hlutina sömu augum og ég. Þctta ætti þó ekki að draga úr gildi rits sem ætlað er að verða sameig- inlegur vettvangur fólks úr mismun- andi menningarhverfum með ólíkar hugsjónir, trúarskoðanir og lífsstíl, fólks sem er þó allt að berjast fyrir betra lífi og bættum heimi. • Október 1979, „Hvað er að í hag- kerfi heimsins?“: Sósíalísku þjóðirnar eru heldur ekki ónæmar fyrir óstöðugleika í heimshag- kerfinu. Þær hafa uppgötvað að þær geta ekki einangrað sig. Þær gátu sagt skilið við hagkerfi kapítalismans, en ekki við heimsmarkaðinn, þar sem kapítalisminn hefur töglin og hagldirn- ar. Þótt Sovétríkin og Austur-Evrópa haldi áfram af fullum krafti með þró- unaráætlanir sínar hefur efnahagsleg framvinda þeirra ekki náð upphatleg- um markmiðum . . . Þrátt fyrir gífur- leg afrek í iðnþróun líða Austur-Evr- ópuþjóðirnar vegna þeirrar efnahags- legu og tæknilegu yfirburðaaðstöðu, sem kapítalisminn hefur, sem er þungamiðjan sem allt snýst um. Vax- andi skuldir þeirra við Vesturlönd eru glöggur vitnisburður um þetta. • Nóvember 1980, um efnahagslega stöðnun í Austur-Evrópu: Hin gamla stalínska tortryggni gagn- vart efnahagslegri markmiðssetningu og ágóðavon (Stalín var vanur að kalla þetta kapítalísk kænskubrögð) hefur haldið velli í öllum Austur-Evrópu- löndum nema Ungverjalandi og er al- varleg hindrun í vegi vísindalegrar stjórnunar. Þegar öllu er á botninn hvolft eru hagstjórnarörðugleikar Austur-Evrópu nátengdir þeirri staðreynd að stefna og stjórnun hljóta að krefjast breytinga á eldri pólitískum stjórnformum, sem komið var upp til að takast á hendur það risavaxna verkefni að iðnvæða og færa til nútímahorfs vanþróuð lönd í fjandsamlegu alþjóðlegu umhverfi, sem lýtur stjórn kapítalista. • Desember 1982 við andlát Leonids Brésnef: Um leið og ný forysta tekur við völd- um í Kreml hlýtur rökvísi stjórnmál- anna að knýja framgjarna arftaka Leoníds Brésnef til að sjá fyrir öðrum valkosti við staðnað þjóðfélag og stirð- busalegt hagkerfi sem einkennt hefur ástand Sovétríkjanna allan áttunda ára- tuginn og til þessa dags. • Mars 1985 íyfirlitsgrein um Sovétrík- in á síðustu dögum forystu Konstantíns Tsérnenkós: Það er engin tilviljun að í desember síðastliðinn kynnti Mikael Gorbatsjov, sem hefur umsjón með hinni nýju efna- hagsáætlun, grundvallarbreytingar á hagkerfinu og öllum félagslegum sam- skiptum með því að vitna í þau orð Leníns að áhrifavald sósíalismans á þróunina í heiminum verði að nást í gegnum árangur hans á félags- og efna- hagslegu sviði. ____ • Maí 1987, „Hvert stefnir kommún- isminn: Avarp samtímans“: Þvert gegn væntingum marxista munu lok þessarar aldar einkennast af miklu djúpstæðari félagslegum um- skiptum í austri en í vestri . . . Þótt breytingarnar hljóti að eiga upphaf sitt á efnahagssviðinu munu þær óhjá- kvæmilega snúast um félagsleg tengsl og að lokum hið pólitíska kerfi sjálft, Kommúnistaflokkurinn ekki undan- skilinn. • Maí 1989 í fréttaskýringu, sem rituð var í mars tveimur dögum fyrir afhend- ingu mótmœlaskjals til Ceausescu og þar af leiðandi undir fyrirsögninni „At- huganir kommúnista sem á fangelsisvist í vœndum“: Frá Belgrað til Varsjár, Búdapest til Moskvu, brennur þráin eftir fjölflokka- kerfi. Fólk hefur streymt út á göturnar í Ungverjalandi, Júgóslavíu, Póllandi, Eystrasaltslöndunum og hinum ýmsu þjóðlöndum innan Sovétríkjanna - þar sem það einnig hefur fengið að taka kjörklefana í þjónustu sína - til að mót- mæla þeirri grundvallarkennisetningu sósíalismans sem hvað mest hefur látið á sjá í veraldarvolkinu: Að einn pólit- ískur flokkur geti séð hagsmunum allra þjóðfélagsþegna borgið. Kommúnistaflokkurinn er fram- varðasveit stéttar án framtíðar. Að tala út og taka út fyrir það I nóvember 1987 risu rúmenskir verkamenn í iðnaðarborginni Brasov upp vegna skorts á brauði og öðrum lífsnauðsynjum. Brucan gat þá ekki lengur hamið gremju sína og vonbrigði með getuleysi þess kerfis sem hann hafði eitt sinn barist svo ötullega fyrir og kvaddi á sinn fund á heimili sínu í Búkarest fréttamenn frá fréttastofum Reuters, UPI og BBC, þar sem hann hafði þetta til málanna að leggja: Uppþotið í Brasov þýðir að fyrir verkafólk er bikar skortsins nú yfirfull- ur. Verkalýðsstéttin tekur því ekki lengur með þögninni að vera með- höndluð eins og hlýðinn þjónn. Allt ber að þeim brunni í austrinu í dag að taka mark á þessum réttmætu kvörtunum og ná samkomulagi. Almenningsálitið í heiminum í dag er orðið reginafl í vörn mannréttinda. Niðurbæling andófs getur ekki leitt til annars en algerrar einangrunar, að þessu sinni ekki aðeins frá vestrinu heldur austrinu jafnframt. í vestri var rödd hans heyrð og end- urómaði víða. Ríkisstjórn Ceausescus sveið undan þessum ummœlum. Brucan var haldið án samskiptamögu- leika við umheiminn í raunverulegu stofufangelsi í sjö mánuði. Atján mánuðum síðar, eftir að hafa fengið leyfi til að fara einn í ferð vestur á bóginn til að Ijúka við bók (kemur út í júlíl990 hjá Praeger útgáfunni), heim- sótti Brucan Sovétríkin til að sjá fram- vindu perestrojkunnar eigin augum og skrifa um hana áður en hann sneri aftur til fjölskyldu sinnar í Búkarest. Pegar kom fram í febrúar 1989 hafði hann séð nóg. Hann tók forystuna með- al sex flokksöldunga um að fœra í letur og koma á framfæri við vestrœnu press- una mótmælaskjali til Ceausescus for- seta sem byrjaði á þessum orðum: Þegar sjálfur kjarni þeirrar sósíalísku hugmyndar, sem við höfum barist fyrir alla tíð, hefur verið flekkaður af stefnu þinni og þegar land okkar hefur ein- angrast í Evrópu. höfum við ákveðið að kveða upp úr með skoðanir okkar. Við gerum okkur fullkomlega ljóst að með því stofnum við frelsi okkar í hættu og jafnvel lífi okkar. En við telj- um okkur skylt að freista þess að fá þig til að snúa af þeirri braut, sem þú hefur markað, áður en það er um seinan. 36 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.