Heimsmynd - 15.01.1990, Side 45

Heimsmynd - 15.01.1990, Side 45
Dragt sem fer milliveginn árið 1987 frá Comme des Garcons. ves Saint Laurent reið á vaðið með styttri pilsfaldi á sýningu árið 1983. f>á sýndi hann einnig kvöldklæðnað sem var svo þröngur að klauf upp á mið læri var á öllum pilsum svo unnt væri að hreyfa sig. Fatnaðurinn varð stöðugt aðskomari. Kjólar í ætt við leikfimiboli urðu vinsælir úr teygjuefni sem sýndi hverja sveigju líkamans. Hinn smávaxni Norður-Afríkubúi Azzed- ine Alaia náði heilmiklum vinsældum um miðbik áratugarins með framleiðslu þröngra kjóla úr teygjuefni sem virtust beina athygl- inni að búknum en undirstrikuðu betur en allt annað lengd fótleggjanna. í kjölfarið hóf hin bandaríska Donna Karan framleiðslu á bolum sem voru nærföt um leið, eins konar leikfimi- bolur undir pilsi eða buxum. Alaia notaði mikla herðapúða við að- skornu, stuttu kjólana með þeim afleiðingum að vaxtarlagið virtist stöðugt mjókka niður, enda var svarta söngkonan, hin hávaxna Grace Jones, ein af uppáhaldsfyrirsætum hans. Við stuttu pilsin notaði hann þröngar svartar teygjubuxur og lág stígvél með háum Gullkeðjur og hælum. Svartar sokkabuxur urðu nauðsynja- glannoleg Útgáfa af vara upp frá því sem og svartar gammósíur. Chanel 1986. Slíkar gammósíur voru notaðar við stórar og víðar peysur eða jakka, pils og kjóla með hlé- barðamynstri, tjullpils og téboli. Blöðrustíllinn í útfærslu Gianni Versace 1986. ískan á níunda áratugnum var veru- lega ólík þeirri sem einkennt hafði ár- in á milli 1970 og 1980. Á þeim árum voru konur leitandi að tísku sem hæfði lífsstíl meðvitaðrar nútímakonu hverrar eigin þarfir sætu í fyrirrúmi. Ef konur klæddu sig ekki lengur aðallega til að ganga í augun á karl- mönnum, hvernig áttu þær þá að klæða sig? Svarið kom úr austrinu árið 1981; framúr- stefnulegur fatnaður í svörtu, sniðinn eftir japönskum brotamynstrum úr þægilegum og vönduðum efnum. Þetta var fremur aftur- hvarf til hefðbundinna sveitaþæginda en and- svar við ríkjandi tísku og konur rigsuðu um í víðum fatnaði frá Issey Miyake og Yohji Yamamoto. Giorgio Armani að degi sem kveldi 1986.

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.