Heimsmynd - 15.01.1990, Page 58

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 58
/ Hönnun búninga í Hollywood á fjórða áratugnum var mikið vandaverk. Hvorki fyrr né síðar hefur annar eins íburður þekkst. 0 læsileiki gullaldaráranna í Hollywood verður löngum í I minnum hafður. Árin eftir I kreppuna miklu þegar al- I menningur flykktist í kvik- M ■ myndahús þar sem stjörnur spókuðu sig á hvíta tjaldinu í glæsilegum kvöldfatnaði sem venjulegar konur gátu aðeins látið sig dreyma um. Á tjaldinu birtist amer- íski draumurinn í hnotskurn, draumur- inn um frama, fegurð og auð. Töfra- ljómi umlukti hinar lifandi goðsagnir, Grétu Garbo, Marlene Dietrich, Joan Crawford og Katharine Hepburn. Ekk- ert var til sparað í búningum og gervi til að glæða drauminn dýrðarljóma. Þráður kvikmyndanna snerist oft um sóknina eftir auðlegð og glæsimennsku og búningar stjarnanna tóku mið af því. Bestu hönnuður og klæðskerar voru fengnir til starfa. En Hollywood varð aldrei tískumiðstöð því fatnaður- inn fór aldrei á almennan markað. Hönnuðir Hollywoodbúninganna tóku eingöngu tillit til þess hvernig þeir kæmu út í mynd, svart hvítu sem lit. Því þekktari sem kvikmyndastjarnan var því meira tillit var tekið til pers- ónulegra óska hennar - en sumar kærðu sig kollóttar og létu hönnuðum alfarið eftir að leysa vandann. í þann flokk falla stjörnurnar Garbo og Lombard á meðan aðrar voru mjög áhugasamar um að búningar væru í samræmi við hlutverkin, til dæmis Katharine Hepburn og Bette Davis. Hollywood á þessum gullaldarárum var draumalandið sem fólk keypti sig inn í til að gleyma hversdagslegum veruleika eina kvöldstund. Sá töfraljómi sem lék um hvíta tjaldið þá hefur farið þverrandi æ síðan en nú þegar tími árshátíða á hjara veraldar gengur í garð er ekki úr vegi að líta á nokkur sýnishorn fyrir rúmlega hálfri öld.

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.