Heimsmynd - 15.01.1990, Side 60

Heimsmynd - 15.01.1990, Side 60
Einn dýrasti kvöldklæðnað- urinn framleiddur fyrir kvikmynd á tímabilinu var fyrir Marlene Dietrich í kvikmyndinni Engill árið 1937. Dietrich fór í fýlu þegar framleiðendur neit- uðu að gefa henni kjólinn að tökum loknum. Hann kostaði tæpa fjögur þúsund dali í framleiðslu þá, enda leit hann út eins og ofinn úr skartgripum. Arið 1929 ákvað tískuhönnuðurinn Jean Patou í París að hækka mittislín- una á kjólum frá mjöðmum upp í eðli- lega hæð um leið og kjólfaldurinn var síkkaður á nýjan leik. Þessi ákvörðun Patous hafði afdrifaríkar afleiðingar í Hollywood þar sem búningar eru oft hannaðir löngu áður en kvikmyndin birtist á tjaldinu og stöðva varð margar kvikmyndir sem voru nær tilbúnar þar sem stjörnurnar litu út fyrir að vera mjög gamaldags í charlestonkjólunum sínum. Paramount náði því að breyta kjól stjörnunnar Ginger Rogers í tæka tíð og sendi mynd af henni í blöð sum- arið 1930 undir fyrirsögninni: Tískan í myndalandi. Rogers var klædd í bleik- an satínkjól með þröngu mitti og ójafnri sídd. Eftir þessa snöggu bylt- ingu Patou í París voru búningahönn- uðir mjög á varðbergi, vildu ekki verða aðhlátursefni kvikmyndagesta með gamaldags búningum en urðu ekki fyr- ir áföllum aftur fyrr en Dior sló í gegn með byltingarkenndri tísku eftir stríð. Búningar Hollywood-hönnuðanna náðu stöðugt meiri fullkomnun eftir því sem leið á áratuginn og þróuðust í að verða siðfágaðri, þokkafyllri og ein- faldari. Satín og silki voru nauðsynja- vörur í þessari hönnun og kjólarnir oft- Katharine Hepburn árið 1933. Katnarine Hepburn studdist við eina slæðu í Holiday 1938. Hin undurfagra Dolores del Rio í kjól með kögri árið 1935. Ginger Rogers í sígildum kvöldklæðnaði frá árinu 1937. ast aðskornir, síðir og flegnir. Á móti voru gerðar þær kröfur að stjörnurnar væru lýtalausar í vexti. Gerðar voru æðstu gæðakröfur til efnanna en einn hönnuðurinn pantaði sérstakt silki frá Lyon í Frakklandi. Þegar silki er ofið með gull- og silfurþráðum er efnið kall- að lamé og ágerðust vinsældir þess mjög á fjórða áratugnum. Önnur töfr- andi efni sem notað voru í glæsikjóla stjarnanna voru pallíettur og perlu- þrædd efni. Þar sem vinnuafl var ódýrt í Hollywood gátu framleiðendur haldið kostnaði niðri við gerð þessara glæsi- legu kjóla en það tók um tvo mánuði að perluþræða efni í einn kjól. Fyrir vikið voru kjólarnir mjög þungir, oft um tíu kíló, sem reyndist dansandi stjörnum á borð við Ginger Rogers mjög erfitt. Einn frægasti perluskreytti kjóllinn frá þessum árum er sá sem Adrian hannaði fyrir Joan Crawford í mynd- inni, Brúðurinn var rauðklædd, 1937. Sagt er að Crawford hafi lést um nokk- ur kíló við að bera kjólinn sem varð- veittist fyrir tilviljun sökum þess að einhver hjá MGM kvikmyndafélaginu lagði hann í skúffu þar sem hann gleymdist og geymdist. Perluþræddir kjólar sem voru látnir hanga árum sam- an slitnuðu að lokum. Pallíettukjólar urðu stöðugt vinsælli eftir því sem leið á áratuginn og svartir pallíettukjólar, tákn konunnar á nætur- klúbbunum. voru hámark glæsi- mennskunnar. Við flesta þessa kjóla voru hanskar sem náðu langt upp á upphandleggina. Siffonefni, létt silki eða gerviefni náðu vinsældum, tákn léttleika og viðkvæmni. Snið slíkra kjóla voru einfaldari enda hæfðu þeir öðrum hlutverkum en femme fatal.

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.