Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 61
>
Síðar slæður sem drógust eftir gólfinu
voru oft notaðar við siffonkjólana.
Blúnduefni voru einnig notuð þegar
stjarnan var í hlutverki mjúku og brot-
hættu konunnar en flauel, sérstaklega
svart, fyrir konur í hlutverkum sterkra
persónuleika eins og Vivien Leigh í A
hverfanda hveli. Snið flauelskjólanna
voru einföld en blóm voru stundum
notuð til skrauts með flauelinu.
Hönnun Hollywood-búninganna var
mikil nákvæmnisvinna. Þær stjörnur
sem enn lifa í hugum fólks voru ekki
endilega þær auðveldustu fyrir hönn-
uðina. Mary Pickford, stjarna þöglu
myndanna, var mjög smávaxin og mik-
ill vandi að hanna búninga hennar svo
vel færi. Sumar þeirra sem þóttu bera
fötin hvað best urðu ekki vinsælustu
eða eftirminnilegustu stjörnur hvíta
tjaldsins. Ein þeirra hét Virginia
Bruce. Vöxtur hennar og eðlislæg til-
finning til að bera fötin dugðu ekki til
að skapa henni nafn. Hún þótti svo
fögur að myndavélin næði ekki að festa
dásamlegt hörund hennar á filmu, að
sögn samtímamanna, en fáir muna eftir
henni nú.
Joan Crawford, ein skærasta
stjarna gullaldaráranna, var í
miklu uppáhaldi hjá búninga-
hönnuðunum. Hún hefur fræg-
ustu axlir frá þessum tíma en
hönnun Adrian á kjólum sem
sýndu fallega herðalínu
Crawford hafði áhrif á tísku-
þróunina á þessum árum. Hún var í
kjólum með berum öxlum sem og kjól-
um með miklum herðapúðum eða píf-
um út frá öxlunum.
Stundum þurftu hönnuðir að leggja
Ein fegursta stjarna
fjórða áratugarins,
Virginia Bruce, í kjól
með afgerandi axlalínu
árið 1935.
Jean Harlow i Chma
Seas 1935 í kjól með
silkikögri og antíknælu
úr silfri en hönnuðir
notuðu skartgripi og
fylgihluti af gætni.
Glenda Farrell i
perluskreyttum kjól
með silfurref árið
1933.
Carole Lombard i
flauelskjól 1935.
meiri áherslu á baksvipinn en að fram-
an og fræg urðu þá verulega flegin
snið, allt niður í mitti. Sumt af þessum
fatnaði er í svo sígildum sniðum vegna
ótta hönnuðanna við að fylgja tískunni
um of og búningar yrðu of gamaldags
fljótt. Kjólarnir máttu vera opnir niður
að mittislínu í bakinu og það var ekki
fyrr en í lok sjötta áratugarins sem kjóll
varð flegnari í bakið á hvíta tjaldinu.
Pað var kjóll Marilyn Monroe í Some
Like It Hot. Ástæða þess að kjólar
voru oftar í dökkum litum en ljósum er
sú að hvítt gerir konuna stærri og meiri
á mynd. Undantekningin frá þessari
reglu var hin fagra Dolores Del Rio,
dökk fegurðardís og þekkt stjarna á
þessum árum.
Kyntáknið Mae West var þekkt fyrir
kjóla sem voru bryddaðir skinnfaldi.
Þetta var hennar stfll sem fáar aðrar
stjörnur gátu leikið eftir. Stundaglas-
vöxtur hennar var ekki beinlínis í tísku
þar sem konur áttu helst að vera flat-
brjósta með grannar mjaðmir. Mae
West ýtti undir áhrif vaxtalags síns í
stað þess að draga úr því og er mörgum
minnisstæð fyrir vikið.
Þegar fór að líða á fjórða áratuginn
breyttust kjólasniðin og víð pils komust
í tísku. Stjörnurnar breyttu margar um
hárgreiðslu og fóru að greiða hárið
upp.
Að mörgu þurfti að huga við hönn-
unina. Engin smáatriði máttu trufla
heildarsvipinn á mynd. Ginger Rogers,
sem þótti afar fallega vaxin, enda dans-
ari, átti til að pirra hönnuði með því að
lauma aðskotahlutum, blómum eða
skartgripum, á búninga sína. Passa
þurfti upp á að síðkjólarnir væru ein-
faldir ef atriðin voru tekin við kvöld-
verðarboð. Og kjólarnir máttu ekki yf-
Bette Davis með
áherslu á baksvipinn
1936.