Heimsmynd - 15.01.1990, Page 67

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 67
ODD STEFÁN VINNUÞJAnURmN Guðrún Lárusdóttir er framkvæmdastjóri og einn af aðal- eigendum Stálskipa h/f í Hafnarfirði. Rekur útgerðina og hefur af ótrúlegum dugnaði drifið fyrirtækið áfram. Hún svarar sjálf í símann á skrifstofu Stálskipa og er að eigin sögn „eins og útspýtt hundskinn“ þegar togararnir eru að koma að eða leggja frá. Hún hefur ekki tekið sér frí í tvö ár. Leggur mikið upp úr því að setja sig ekki á háan hest gagnvart undir- sátum. vinna með fólki á jafnréttisgrundvelli og að hrein- skiptni og heiðarleiki ríki í samskiptum við fólk bæði í sam- starfi og viðskiptum. Hún hefur engan tíma fyrir líkamsrækt, segist enda fá nóga þjálfun á líkamann í húsmóðurstarfinu. Gott heimilislíf, reglusemi, bindindi á vín og tóbak, sparsemi og útsjónarsemi eru að hennar mati lyklarnir að þeirri vellíðan og sálarró sem nauðsynleg er til að ná árangri. „Það verður að ganga að því með opin augun sem verið er að gera. Þetta er mikil vinna og ég er svo heppin að eiga uppörvandi og sam- henta fjölskyldu sem hjálpast að til að hlutirnir gangi upp.“ • Rækt við heimilislífið • Heilbrigt líferni • Engar reykingar • Ekkert áfengi • Sparsemi • Útsjónarsemi • Hreinskiptni uðrún Lárusdóttir framkvœmdastjóri HEIMSMYND 67

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.