Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 84

Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 84
1990 Jóhanna Kristjónsdóttir. EF Jóhanna Kristjónsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, hefði ekki fœðst þann 14. febrúar 1940 í Reykjavík, hvar og hve- nær hefði hún þá viljað fæðast? „Annaðhvort í eyðimörkum Arabíuskagans fyrir þrjú til fjögur hundruð árum eða á Irlandi á víkingaöld.“ Inn í hvernig aðstœður? „Það liggur í svari fyrri spurningarinnar, en rétt er að taka fram að í báðum tilfellum hefði ég viljað vera karlmaður." Hvaða persóna í sögunni hefðir þú viljað vera? „Lína langsokkur eða Hallgerður langbrók.“ Hvaða tímabil sögunnar heillar þig mest? „Landnámsöld á Islandi." Hverjum vildir þú helst líkjast í útliti? „Ég hef nú ekki haft áhyggjur af því frá tólf ára aldri, en fram að þeim tíma var það Ingrid Bergman.“ Hvernig húsgögn viltu hafa í kringum þig? „Ég nota aðallega gömul, praktísk húsgögn sem smám sam- an hafa fengið í sig sál. Ég vil hafa lítil falleg teppi á gólfum, grafíkmyndir á veggjum, ekki mikið af styttum og nóg af bókaskápum fullum af bókum sem eru lesnar.“ Hvaða karlmaður í sögunni heillar þig mest? „Það er svo mikið úrval að ég verð að fá að velja tvo: Illuga á Bjargi og Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri.“ Hvernig slapparðu af? „Ég hlusta ekki á tónlist þegar ég vil slappa af, heldur hef algjöra þögn og les ferðabækur eða glæpasögur. Gönguferðir eru líka ágætar og svo slappa ég mjög vel af í leikhúsi, ef ég þarf ekki að skrifa um sýninguna." TIMAMOT Fyrsta skeið rússnesku byltingarinnar, þegar bráðabirgðastjórn tók við af keisaranum, átti sér stað dag- ana 24. til 28. febrúar árið 1917. Bolsévikar veltu þessari ríkisstjórn síðan úr sessi í nóvember sama ár. Þann 23. febrúar 1744 fæddist Mayer Amschel Rothschild, höfuð frægustu fjármálaættar Evrópu, í Frankfurt am Main. Honum var ætlað það hlutskipti að verða rabbíi en hóf störf í banka við skyndilegt lát for- eldra sinna. Hann vann sig upp í að verða hirðfaktor Vilhjálms IX, landgreifa af Hesse-Kassel og lagði grunn- inn að ættarveldi sínu með því að vera í viðskiptum við háaðalinn auk þess sem hann eignaðist nægilega marga syni til að sinna viðskipta- samböndum fjölskyldunnar víða um lönd. Mayer og synir hans högnuðust á Napóleon- stríðunum 1792 til 1815. Þeir Fjármálasnillingurinn. HEILSAN s Asíðasta ári jókst mjög innflutningur hingað á rauðu eðal ginseng frá Kóreu sem ríkiseinkasala lýðveldisins flytur út. Innihald þessa eðal ginsengs er að öllu leyti mulið úr rót- um besta gæðaflokks. Fessi lækningajurt er notuð gegn streitu, þreytu, afkastarýrnun, einbeitingarskorti og öldrun. Fjölmargar rannsóknir á dýrum og mönnum eiga að hafa sýnt fram á að rautt ginseng frá Kóreu jafnar blóðþrýsting og lækk- ar kólesteról. Hið kóreaska rauða ginseng inniheldur einungis náttúruleg efni, hefur engar þekktar aukaverkanir og áhrif þess dofna ekki með tímanum. Pakki með 50 hylkjum kostar rúmlega þúsund krónur út úr búð. En mælt er með að fólk taki inn 2 til 3 hylki daglega. Fyrir þá sem óttast timburmenn vegna mikils samkvæmislífs á útmánuðum er bent á ginseng sem innflytjandinn fullyrðir að eyði slíkri óáran þar sem rauða ginsengið flýtir fyrir úthreinsun eiturefna úr líkamanum. 84 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.