Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 88

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 88
MENNING TT' ndurbygging („Asa- ij nace“) eftir Václav Ha- vel verður frumsýnt í Þjóð- leikúsinu þann 8. febrúar. Þetta er nýjasta verk Havels, sem kjörinn var forseti Tékkóslóvakíu 29. desember síðastliðinn, og var það frum- sýnt í Sviss síðasta haust. Endurbygging fjallar um starfsfólk teikni- og skipu- lagsstöðvar sem fengið hefur það verkefni að undirbúa endurskipulagningu og rif húsa í gömlu þorpi. Mikil tog- streita myndast milli verndunarsjónarmiða og sjónarmiða valdhafa og óttinn er ríkjandi afl í öllum samskiptum fólks. Jón R. Gunnarsson þýddi verkið úr írummálinu. Brynja Benediktsdóttir leikstýrir og aðalhlutverkin eru í höndum Erlings Gíslasonar, Helgu Jónsdóttur, Jóhanns Sigurðar- sonar, Sigurðar Sigurjónssonar, Jóns Símonar Gunnars- sonar. Maríu Ellingsen. Þórs Tulinius og Þórunnar Magn- eu Magnúsdóttur. Sigurjón Jóhannsson teiknar leikmynd og búninga, Páll Ragnarsson hannar lýsingu og Sigurður Rúnar Jónsson semur tónlistina og leikur á fiðlu á sýning- um. Václav Havel hefur verið einn þekktasti andófsmaður í Tékkóslóvakíu um árabil. Hann hefur verið fangelsaður af stjórnvöldum og leikrit hans bönnuð. Hann var einn af stofnendum mannréttindahreyfingarinnar Charta 77, sem barðist fyrir því að mannréttindayfirlýsingu Helsinkisátt- málans yrði framfylgt í Tékkóslóvakíu. Hann hóf rithöf- undarferil sinn sem ljóðskáld. en fyrsta leikrit hans Garð- veisla var frumsýnt 1963, þegar Havel var tuttugu og sex ára gamall. Tveimur árum seinna kom Minnisatriði sem fór sigurför um Evrópu og festi nafn Havels á spjöld leik- listarsögunnar. Hann þykir nú eitt merkasta leikskáld sam- tímans og eru margir uggandi um að pólitísk umsvif hans muni valda því að minni tími gefist til skrifta. Havel hefur ekki verið mikið kynntur hérlendis. Þó hafa tveir af einþáttungum hans verið fluttir í útvarp og einþátt- ungurinn Mótmæli var sýndur á litla sviði Þjóðleikhússins 1982. Hér gefst því kærkomið tækifæri til að kynnast höf- undi sem er í fremstu röð samtímaleikskálda og um leið einn af merkisberum þeirra nýju tíma sem eru að renna upp austan járntjalds. Václav Havel. alter Bagehot, hag- fræðingur, stjórnmála- fræðingur og einn fremsti blaðamaður á síðari hluta 19. aldar, fæddist 3. febrúar 1826 í Somerset á Englandi. Hann var ritstjóri The Economist og lýsti sjálfum sér sem frjáls- lyndum íhaldsmanni. Hann hafði áhyggjur af félagslegum fylgifiskum iðnvæðingarinnar og borgarþróunar. Hann var Menningarvitinn. ritstjóri um líkt leyti og borg- arastyrjöldin stóð yfir í Bandaríkjunum og aðdáandi Abrahams Lincoln. Bagehot varð frægur eftir dauða sinn og sum verka hans eru sígild. En um hann sagði Woodrow Wilson, síðar Bandaríkjafor- seti, að ef hann réði menn- ingunni myndi hann vilja láta hana lúta stjórn eins heil- brigðs og gagnrýnins huga og Bagehots. owlatt-lögin, kennd við dómara með því nafni, voru sett á Indlandi í febrúar 1919. Þessi lög leyfðu að dæmt yrði í sumum pólitísk- um málum án réttarhalda sem og fangelsun einstakl- inga án réttarhalda. Almenn- ingur í landinu reis upp gegn lögunum og Mahatma Gandhi skipulagði mótmæla- hreyfingu en bein afleiðing hennar var fjöldamorðin í Amritsar í apríl sama ár. ann 2. febrúar árið 1970 lést í Wales á Bretlandi enski heimspekingurinn og rökfræðingurinn Bertrand Russel. Hann var best þekkt- ur fyrir verk sín í stærðfræði- legri rökfræði og baráttu sína í félags- og stjórnmálum, sér- staklega gegn kjarnorku- vopnum. Hann hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels 1950. Bertrand Russel var næst- elsti sonur Amberley greifa og konu hans, Katrínar, dótt- ur Stanleys baróns af Alder- ley. Faðir Bertrands var son- ur Russels lávarðar sem í tvígang var forsætisráðherra Breta. Foreldrar Bertrands létust bæði þegar hann var ungur að árum og var hann alinn upp hjá föðurömmu sinni. Hún var afar ströng, með sterka réttlætiskennd, mjög pólitísk en frjálslynd í mótmælendatrú sinni. Hann hlaut einkakennslu og hafði lítið samneyti við önnur börn. Þegar Bertrand Russel kom til Cambridge átján ára gamall sáu kennarar hans strax að þar var óvenjulegur hugur á ferð. Hann lagði stund á stærðfræði og heim- speki. Russel þykir einn fremsti hugsuður 20. aldar- innar. Hann var 98 ára þegar hann lést og hafði á starfsævi sinni skrifað ótal bækur um heimspeki, stærðfræði, vís- indi, siðfræði, félagsfræði, menntun, sögu, trúmál og stjórnmál auk allra ritdeiln- anna, sem hann tók þátt í. Hann naut mikillar virðingar fyrir það sem Bretar kalla eðalborið sjálfstæði, af- bragðsminni, geysileg afköst og mannkærleika, sem var undirstaðan í lífsstarfi hans. s Astkona og síðar eigin- kona Adolfs Hitlers, Eva Braun, fæddist 6. febrú- ar 1912 í Munchen í Þýska- landi. Foreldrar hennar voru lágstéttarfólk frá Bæjaralandi og hlaut hún menntun í kaþ- ólskum skóla. Árið 1930 starfaði hún sem afgreiðslu- stúlka í verslun sem Heinrich Hoffman, ljósmyndari Hit- lers, rak og þannig kynntist hún foringjanum. Sem ást- kona hans bjó hún fyrst í Iitlu húsi sem hann átti í Munchen en síðar fluttist hún í Berghof kastalann hans í Berecht- esgaden. Viðhaldið. Sagt er að Eva Braun hafi veitt Hitler heimilishlýju en samband þeirra hafi ekki ver- ið mjög kynferðislegt. Hún var góð sund- og skíðakona en önnur áhugamál hennar þóttu léttúðug. Hitler lét aldrei sjá sig opinberlega með henni. Hún fékk ekki að fylgja honum til Berlínar og hafði engin pólitísk áhrif á hann. Árið 1945 fór hún til Berl- ínar í trássi við fyrirskipanir foringjans, staðráðin í að standa við hlið hans til enda- lokanna. í þakklætisskyni kvæntist hann henni við borgaralega athöfn 29. aprfl. Daginn eftir batt Eva Braun enda á líf sitt með því að taka inn eitur en ekki er vitað hvort Hitler tók sjálfur inn eitur eða skaut sig við hlið hennar. Líkin voru brennd.D 88 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.