Heimsmynd - 15.01.1990, Page 91

Heimsmynd - 15.01.1990, Page 91
b. Guðrún Helgadóttir (1899-1986), kona Gunnars Viðars, hagfræðings og bankastjóra. Böm þeirra eru 1. Einar Viðar (1927-1984) hæstaréttarlögmað- ur. 2. Margrét Viðar (1929-1963), kona Jóns Hannessonar læknis. 3. Óttar Við- ar (f. 1930), bóndi á Geirbjarnarstöð- um í Köldukinn. c. Sólveig Helgadóttir (1901-1986), kona Aðalsteins Friðfinnssonar, versl- unarmanns í Reykjavík. Börn þeirra: 1. Gunnar Aðalsteinsson (f. 1933) vél- stjóri. 2. Ragnar Aðalsteinsson (f. 1935), hæstaréttarlögmaður í Reykja- vík, einn af virtustu lögfræðingum landsins. 3. Unnur Aðalsteinsdóttir (f. 1940) skrifstofumaður, kona Ólafs Friðfinnssonar sölustjóra. 4. Ása Að- alsteinsdóttir (f. 1941) hjúkrunarfræð- ingur, kona Guðjóns Guðmundssonar byggingarverkfræðings. d. Margrét Helgadóttir (f. 1903), skrifstofumaður hjá Slippfélaginu. e. Þorlákur Helgason (1904-1982), verkfræðingur hjá Vita- og hafnarmála- stjórn. Böm hans: 1. Þyrí Þorláksdóttir (f. 1934), ekkja James R. Myers, sölu- stjóra í Bandaríkjunum. 2. Nanna Þor- láksdóttir (f. 1935), kona Hjartar Torfasonar hæstaréttarlögmanns sem hefur verið stjórnarformaður Járn- blendifélagsins og einnig komið við sögu hjá íslenska álfélaginu. 3. Helgi Þorláksson (f. 1945) sagnfræðingur, sambýliskona hans er Helga Kress bókmenntafræðingur (sjá HEIMS- MYND, nóv. 1989). 4. Ragnheiður Þorláksdóttir (f. 1948), framkvæmda- stjóri Sögufélagsins í Reykjavík. f. Helga Helgadóttir (f. 1906), kona Eiríks Einarssonar, arkitekts í Reykja- vík. Böm þeirra: 1. Kristín Eiríksdóttir (f. 1938) bankaritari, kona Sigurðar Pálmars Gíslasonar viðskiptafræðings. 2. Margrét Helga Eiríksdóttir (f. 1942), gift Emi Isebarn húsasmið. 3. Einar Eiríksson (f. 1944) framkvæmdastjóri. 4. Helgi Eiríksson (f. 1951) vélstjóri. g. Nanna Helgadóttir (f. 1907), gift Anker C. Ohlson, yfirforingja í sjóher Dana. h. Sveinn Helgason (1908-1967), stór- kaupmaður í Reykjavík. Sonur hans er Árni Bergþór Sveinsson (f. 1939), framkvæmdastjóri í Reykjavík. FORSÆTISRÁÐHERRA AF LAUNDÓTTURINNI Eins og áður er getið voru launbörn Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum tvö. Þau voru: 10. Sigrún Jónsdóttir (1870-1929), kona Steinþórs Björnssonar bónda og steinsmiðs í Álftagerði og á Litlu- strönd. Hann var oddviti sveitar sinnar og lét til sín taka í kaupfélagsmálum Þingeyinga, eins og mágar hans, var bæði endurskoðandi og deildarstjóri Kaupfélags Þingeyinga. Börn þeirra voru þessi: a. Steingrímur Steinþórsson (1893- 1966) forsætisráðherra. Hann var bú- fræðingur að mennt og skólastjóri Bændaskólans á Hólum 1928 til 1935 er hann var skipaður búnaðarmálastjóri. Steingrímur var alþingismaður Skag- firðinga fyrir Framsóknarflokkinn með hléum á árunum 1931 til 1959. Hann var forsætisráðherra 1950 til 1953 og landbúnaðarráðherra 1953 til 1956. Steingrímur var mikill persónuleiki og áhrifamikill stjórnmálamaður eins og frændur hans margir og var einn af mótendum íslenskrar landbúnaðar- stefnu um áratugaskeið. Kona hans var Theódóra Sigurðardóttir. Böm hans voru: 1. Steinþór Steingrímsson (f. 1929) hljómlistar- og myndlistarmaður (meðal barna hans er Hrefna Stein- þórsdóttir (f. 1949), kona Þorsteins Jónssonar ættfræðings, forstjóra út- gáfufyrirtækisins Lífs og sögu). 2. Hreinn Steingrímsson (f. 1930) tónvís- indamaður. 3. Sigurður Örn Stein- grímsson (f.1932), guðfræðingur og tónvísindamaður (meðal barna hans kunsfe RAKARA-S HARGREIÐSLUSTOFA HVERFISGOTU 52 101 REYKJAVIK SIMI 13314 Vagn, Haukur, Símon, Fausto, Ómar. Anna, Þuríður, Snjólaug, Hrafnhildur. HEIMSMYND 91

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.