Heimsmynd - 15.01.1990, Side 92

Heimsmynd - 15.01.1990, Side 92
eru Laufey Sigurðardótlir (f. 1955) fiðluleikari, kona Þorsteins frá Hamri skálds, og Guðrún Theódóra Sigurðar- dóttir (f.1959) sellóleikari, gift Szymon Kuran fiðluleikara. 4. Sigrún Stein- grímsdóttir (f. 1936), kona Bjarna Magnússonar bankafulltrúa. f*á átti Steingnmur utan hjónabands Torfhildi Steingrímsdóttur (f. 1931) sem gift er Jóni Snæland Halldórssyni, bílstjóra á Akureyri. b. Pórir Steinþórsson (1895-1972), skólastjóri í Reykholti. Börn hans eru 1. Jón Pórisson (f.1920) íþróttakennari í Reykholti. 2. Steingrímur Pórisson (f. 1923), verslunarmaður í Reykjavík. 3. Steinþóra Sigríður Pórisdóttir (f. 1926), kona Halldórs Einarssonar ljósmynd- ara. 4. Kristján Pór Pórisson (f. 1932), skrifstofustjóri í Reykjavík. 5. Sigrún Pórisdóttir (f. 1936) lyfjafræðingur í Reykjavík. 6. Póra Þórisdóttir (f. 1944), gift Grétari Samúelssyni tré- smið. c. Sigurður Steinþórsson (1899-1966), kaupfélagsstjóri í Stykkishólmi. Börn hans eru: 1. Steinþór Sigurðsson (f.1933), list- og leiktjaldamálari í Reykjavík. 2. Gunnar Oddur Sigurðs- son (f. 1935), undæmisstjóri Flugleiða á Akureyri. 3. Haraldur Sigurðsson (f. 1939), doktor í jarðfræði. 4. Sigrún Gyða Sigurðardóttir (f. 1943), gift Áma Þór Kristjánssyni bankagjald- kera. d. Eggert Steinþórsson (f. 1911) lækn- ir í Reykjavík, tengdasonur Jónasar frá Hriflu. Börn hans: 1. Óttar Eggertsson (f. 1941) BA, kennari í Reykjavík. 2. Sigrún Eggertsdóttir (f. 1949), meina- tæknir í Basel í Sviss. 3. Guðrún Egg- ertsdóttir (f. 1949), bókasafnsfræðingur í Reykjavík, gift Einari Sveinssyni arki- tekt. 11. Sigríður Jónsdóttir (1886-1957) var önnur laundóttir Jóns á Gautlönd- um. Hún átti Sigtrygg Ólafsson Bjer- ing, iðnrekanda í Winnipeg í Kanada, og eru afkomendur hennar þar.D Hún heitir. . . framhald af bls. 77 í velferðarþjóðfélagi sem beri um- hyggju fyrir þegnunum, en einstakl- ingshyggjan er allsráðandi og allir hugsa um það eitt að ota sínum tota. Ég gleymi aldrei því sem Broddi Jó- hannesson sagði einu sinni í setningar- ræðu í Kennaraskólanum: „Guð hjálp- ar þeim sem hjálpa sér sjálfir, það er rétt,“ sagði hann, „en hann hjálpar líka þeim sem hjálpa hinum“. Þessu erum við allt of mörg búin að gleyma." s Eg ber undir hana þá kenningu að við getum breytt þjóðfélaginu með því að gera börnin okkar að betra fólki en við erum: „Ég trúi því ekki,“ segir hún, „við getum ekki breytt nein- um nema okkur sjálfum. Eina sem við getum gert fyrir bömin okkar er að vera vinir þeirra, tala við þau. Það finnst mörgum skorta mikið á reglu- semi og aga í uppeldinu hjá mér, en ég nenni ekki að standa í slíku. Ég um- gengst þau eins og vinur og held ekki að þau eigi neitt voðalega mörg leynd- armál fyrir mér. Þau vita að ég er manneskja eins og þau, hvorki betri né verri og ég læt þau alveg heyra það ef þau eru fyrir mér. En þau tala þó við mig.“ Barnið er alltaf nærri í skrifum Vig- dísar og hún hefur einstæða hæfileika til að skoða og skilgreina veruleikann á ferskum forsendum, sjá undrin í hvers- dagsleikanum. „Meinarðu að bækurnar mínar séu barnalegar?" Spyr hún glott- andi. „Ég reyni að varðveita barnið í sjálfri mér, já. Þoli ekki þessa stífu full- orðinslegu mynd sem við erum alltaf að reyna að draga upp af sjálfum okk- ur. Auðvitað er ég ekkert betri en aðr- ir með það að villa á mér heimildir og þykjast eitthvað annað en ég er, en stífar gáfumannsstellingar eru ekkert fyrir mig. Besta ráðleggingin sem ég hef fengið í mínum skriftum kom frá vinkonu minni sem sagði: „Vertu bara þú sjálf.“ Ég er að reyna að nálgast það og held mér miði eitthvað áfram í því. Held að ísbjörg sé meira ég en hinar bækurnar mínar. Ég fer yfir bæk- urnar mínar aftur og aftur, meira að segja eftir að búið er að gefa þær út, umskrifa og betrumbæti. Það er sárt og leiðinlegt, en öðruvísi lærir maður ekk- ert.“ Vigdís er aftur farin að kenna við Flensborg, segist hafa þörf fyrir að vera innan um fólk, vera í tengslum við lífið í samfélaginu. „Ég er óskaplega lítil í mér og hrædd við fólk. Hef alltaf verið. Og það ágerist ef maður lokar sig inni yfir skriftum allan daginn, er einn í sínum klefa án þess að reyna að ná sambandi út fyrir hann. Ég held líka að rithöfundum sé nauðsyn að vera í sem mestum tengslum við fólk, alls konar fólk, ekki bara þröngan hóp listaáhugamanna. Það er svo mikil hætta á að menn fjarlægist lífið, festist í einhverjum fflabeinsturni og sjái þaðan aldrei niður á jörðina. Og svo er þetta auðvitað spurning um peninga. Ég er að reyna að eignast þessa íbúð. Er búin að vera að reyna það í fimm ár. Og það þýðir auðvitað endalausa vinnu hjá mér eins og öðrum.“ Að lokast inni. Vera fangi í litlum klefa. Vera dæmdur af samfélag- inu án þess að fá tækifæri til að skýra sína hlið á málinu. Þetta eru meðal annars viðfangsefnin sem Vigdís glímir við í Ég heiti ísbjörg. Ég er Ijón. „Sakamenn, þeir sem brjóta boðorðin, verða poppstjörnur dagblaðanna á meðan rannsókn mála stendur yfir. Við fáum aldrei að kynnast sögunni á bak við. Nennum ekki að skilja að við gætum gert þetta sjálf. Að við erum sí- fellt sjálf að brjóta öll þessi boðorð sem við setjum okkur. En við erum sjaldn- ast dæmd. Þess vegna er svo auðvelt að dæma aðra. Öllum sem setið hafa í ís- lenskum fangelsum ber saman um að fólki sé misþyrmt þar. Löggan segir að svo sé ekki. Hverjum á að trúa? Ég trúi föngunum. Við höfum öll spilling- areinkenni annarra þjóðfélaga hér. Af hverju ætti þetta að vera undantekn- ing?“ Á veggnum í stofunni hangir mynd af Isbjörgu, sem vinkona Vigdísar, Berglind Sigurðardóttir, málaði. Þór- dís, dóttir Vigdísar, heldur því fram að Isbjörg skipti skapi, að augun í mynd- inni breytist. ísbjörg er nokkurs konar norn og þótt Vigdís hafi sjálf aldrei kynnt sér nomaskap og galdur vekja nornir mikinn áhuga hjá henni: „Mig langar að kynna mér sögur þessara kvenna og fræðin sem þær fylgja. Kannski festist ég í því en þá er mér bara áskapað að verða norn og ekkert við því að gera. Það eru tvenns lags konur sem mig langar að skrifa um næst. Nomir og nunnur. Þeim hafa aldrei verið gerð nein skil í íslenskum bókmenntum. Ég held að þær eigi svo margt sameiginlegt. Margar nomir voru konur sem þorðu að vera kynver- ur á tímum þegar konan átti að vera nokkurs konar húsdýr. Nunnurnar eru hinn endinn á þeirri uppreisn. Þær neita einfaldlega að vera konur. Báð- um er sameiginlegt að falla ekki inn í staðlaða kvenímynd. Bróta á móti normunum. Kvenímynd er annars skelfilegt orð. Ég skil það helst þannig að konan eigi að verða mynd. Verða hlut- ur. Enda hafa það alla tíð verið karl- menn sem skapað hafa kvenímyndina á hverjum tíma. Skáld, rithöfundar og tískufrömuðir. Og þótt sífellt fleiri konur hasli sér völl á þessum sviðum skánar ástandið ekki neitt. Konur eru negldar niður í eitthvert mót: svona skalt þú nú vera, góða mín, og við ger- um allt of lítið til að reyna að brjótast út úr því. Ég held að þessi hlutadýrkun sem ríkt hefur undanfarin ár hafi færst yfir á fólk. Manneskjan sjálf skiptir sáralitlu máli. Umbúðirnar öllu.“ Og Vigdísi dreymir um breytta tíma. Þar sem allir eru jafnir og manngildið æðst gilda. „Ég trúi því að hægt sé að afmá þennan tekjumismun í þjóðfélag- inu. Að við getum farið að snúa okkur að því að verða betra fólk. Sætta okkur við sjálf okkur eins og við erum. Það má vel vera að þetta sé barnaleg draumsýn sem aldrei getur orðið veru- leiki, en það er allt í lagi að eiga sér drauma. Ég er að reyna að losna út úr þessum hefðbundna hugsunarhætti. Þessu kapphlaupi á eftir engu. Ég hef gert mörg mistök um ævina og geri enn, en ég er sátt við sjálfa mig og líf 92 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.