Heimsmynd - 15.01.1990, Qupperneq 94

Heimsmynd - 15.01.1990, Qupperneq 94
kanna hjá Lagastofnun Háskólans hvort nokkur sala hafi farið fram fyrr en fyrirvörum um afstöðu alþingis hafi verið fullnægt, og þannig þurfi bæjarfé- lagið ekki að taka afstöðu til forkaups- réttar fyrr en 28 dögum eftir að alþingi hafi samþykkt lög þaraðlútandi. Álit Lagastofnunar féll á þá leið að samn- ingur Reykjavíkurborgar væri ekki kaupsamningur, heldur samkomulag um fyrirkomulag eignarnáms. Allt er þetta mál hið margslungnasta og áhugaverðasta fyrir lögfræðinga og lög- spekinga hvers konar og gæti tekið margra ára málarekstur til að fá úr öll- um álitamálum skorið. Á meðan munu peningar ekki renna frá sölu Vatns- enda til Stöðvar 2. Tengslin milli þremenninganna á Stöð 2 við Magnús Vatnsendabónda eru þannig til komin að Kristrún kona hans er systir Ólafs H. Jónssonar, sem aftur er mágur Hans Kristjáns Árna- sonar. En hvernig bar sölu jarðarinnar að Borginni og kom upp á sama tíma og eigendur Stöðvarinnar voru að semja við stjórnarflokkanna að ríkis- valdið kæmi Stöðinni til bjargar? Sem sagt ríkisvaldið með 225 milljónir ann- ars vegar á hestinum og Borgin með 170 milljóna pinkil hinum megin. Þetta leit út eins og samtrygging allra flokka um að bjarga Stöðinni með ríflegum framlögum úr sjóðum almennings og þegar stjórnarandstaðan í borginni samþykkti með smávægilegum athuga- semdum, mátti þá ekki eins búast við því að alþingi hefði verið þrælmýlt í eignarnámsmálinu? Því fer fjarri segir Davíð Oddsson í stuttu spjalli við HEIMSMYND. Þetta mál er búið að eiga langan aðdrag- anda. Reykjavíkurborg er lengi búin að hafa augastað á þessu landi. Pétur heitinn Halldórsson borgarstjóri var búinn að fullgera samning 1934 við þá- verandi ábúnda, sem hann féll frá á síðustu stundu af einhverjum ástæðum. (Þá var Vatnsendi í Seltjarnarnes- hreppi hinum forna og Kópavogur ekki til. Innsk. HEIMSMYNDAR.). Síðan hafa bæði Kópavogur og Borgin verið í viðræðum við núverandi ábúanda en verðhugmyndir hans verið mjög háar. Sameiginlega tóku bæði byggðarlögin 5 hektara eignarnámi 1987 fyrir vatns- lögn til Kópavogs og greiddu fyrir 23 milljónir króna. Ekki lækkuðu verð- hugmyndir ábúandans við það. Svo var það í október eða nóvember fyrir milli- göngu manns sem ég ætla ekki að nafn- greina, að okkur bárust skilaboð um að nú væri kannski lag að fá þetta á að- gengilegu verði. Það er augljóst mál að það er í sambandi við fjármál á Stöð 2. En það er ekki mitt mál hvað eigandi jarðar gerir við andvirði hennar. Það sem máli skiptir er að nú gafst loks ákjósanlegt tækifæri til að fá þessa jörð. Það var ekki flanað að neinu. Landið var allt mælt upp, kannað hvað þyrfti að kaupa upp af húsum. sem þarna eru fyrir á leigulóðum og kannað hvaða íbúabyggð mætti koma þarna fyrir. Þessum undirbúningi var ekki lokið fyrr en rétt fyrir jól. Þá lét ég hringja í Heimi Pálsson og segja hon- um hvað væri á döfinni. Væri sú tilgáta rétt að kauptilboðið væri eingöngu, eða fyrst og fremst, skyndiákvörðun miðuð við Stöð 2, þá hefðum við þurft að ganga frá málinu fyrir áramót. Það er að snúa málinu við að dagsetningar í kaupsamningnum séu miðaðar við samning Stöðvarmanna. Það er auðvit- að öfugt. Hver sem eftirleikurinn verð- ur er búið að negla niður verð á land- inu. Við höguðum kaupsamningnum með tilliti til þess að Kópavogur - sem er skuldsett sveitarfélag - ætti hægt með að ráða við hann. Og Reykjavík hefur ekki þurft að kosta neinu til nema einu umslagi og fjórum bréfum. Svo að þetta var alla vega tilraunarinn- ar virði. Sagði borgarstjórinn. Fyrir þá sem hafa áhuga á að rekja tengsl Ólafs H. Jónssonar lengra í þessu efni má geta þess að hann er fé- lagi Júlíusar Hafstein í nafnfrægri byggingu við Suðurlandsbraut. Eigendumir óttuðust að missa rtök sín í almenningshlutafélagi og treystu á að erient fjáimagn fengist til að leysa málin. 94 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.