Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 96

Heimsmynd - 15.01.1990, Blaðsíða 96
STÖÐ 1 SACAN ÖLL takanna og Jóhanni J. Ólafssyni for- manni Verslunarráðs. Eignarhaldsfé- lagið ætlar að halda fOO milljónum til frambúðar í Stöðinni. Þriðjudaginn 16. janúar er tilkynnt að Islenska sjónvarpsfélagið hafi ákveðið að nýta sér heimild sína til út- gáfu hundrað milljóna hlutafjáraukn- ingar. Þann 18. er skýrt frá að stofnað hafi verið sameignarfélagið Fjölmiðlun 1 um þann 150 milljón króna hlut, sem ofangreindir kaupmenn höfðu keypt. Aðilar að Fjölmiðlun voru sagðir þess- ir: Haraldur Haraldsson með 50 millj- ónir, Jóhann J. Ólafsson fO, Guðjón Oddsson 5, Víðir Finnbogason Teppa- land/Dúkaland 10, Oddur Pétursson Kókó 5, íslenska útvarpsfélagið 6, Ól- afur Njáll Sigurðsson 3, Bolli Kristjáns- son 17, Skúli Jóhannsson Tékk-kristall 17, Garðar Siggeirsson Herragarðurinn 10, Jón Ólafsson Skífunni 17 milljónir. Jafnframt birtist yfirlýsing frá Jóni Ótt- ari og Hans Kristjáni um að forsendur hlutafjárloforðs þeirra séu gerbreyttar. I samningum við þá hafi ekki verið stefnt að því að afhenda meirihlutavald einum tilteknum aðila. Þorvarður El- íasson vísar þessu á bug daginn eftir og segist ekki kannast við neitt slíkt sam- komulag. Laugardaginn 21. janúar er tilkynnt að Tryggingamiðstöðin hafi LEIÐRÉTTING I síðasta blaði var sagt í klausu um Al- menna Bókafélagið að Penninn yfirtaki rekstur bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar. Það er á misskilningi byggt því Penninn flytur eingöngu í kjallarann. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar. gerst hluthafi í Stöðinni og mun það hafa gerst með þeim hætti að 10 millj- ónum af 30 milljóna skuld Stöðvarinn- ar vegna trygginga var breytt í hlutafé, en Tryggingamiðstöðin lagði á það áherslu að hún væri ekki aðili að ofan- greindum samtökum kaupmannanna. Laugardaginn 20. janúar er svo hald- inn hluthafafundur og kosin ný stjórn, sem endurspeglar hin nýju valdahlut- föll í félaginu. Jóhann J. Ólafsson var kosinn stjórnarformaður, en aðrir full- trúar Fjölmiðlunar í stjórninni þeir Haraldur Haraldsson og Jón Ólafsson. Ólafur H. Jónsson kom inn sem fulltrúi fyrri eigenda og Orri Vigfússon sem fulltrúi Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans. Þá var tilkynnt að Þorvarður Elíasson skólastjóri Verslunarskólans og varaformaður Eignarhaldsfélagsins hefði verið ráðinn yfirmaður Stöðvar 2 og Islenska sjónvarpsfélagsins. Þor- varður sá ástæðu til þess í viðtali við Morgunblaðið að kveða niður allar getsakir um afdrif fréttastofu Stöðvar- innar: „Það eru allir sammála um það, að fréttadeildin er ein styrkasta stoðin undir rekstrinum. þótt hún sé að vísu dýr. Páll Magnússon mun áfram ráða þar ríkjum og ég get ekki ímyndað mér að neinn reyni að skerða hans sjálf- stæði“. FJÁRMAGN OG FRJÁLS FJÖL- MIÐLUN Þegar lögin um frjálsa útvarpsstarf- semi voru á dagskrá aftur þegar fyrstu útvarpsstöðvarnar voru að hefja starf- semi sína urðu miklar umræður um hættuna á því, að kaupsýsluöfl mundu stórauka áhrif sín á allan fréttaflutning og dagskrárgerð í landinu. Sú umræða hefur hafist upp aftur nú í sambandi við sviptingarnar á Stöð 2. Langminn- ugir spekingar og menningarvitar hafa rifjað upp frásögn fyrsta ritstjóra Morgunblaðsins, Vilhjálms Finsens, af því hvernig hann einn góðan veðurdag stóð frammi fyrir því, að kaupsýslu- menn í borginni voru búnir að kaupa upp þetta óskabarn hans. En síðan hef- ur mikið vatn runnið til sjávar og þjóð- félagið breyst. Sá skortur á umburðar- lyndi fyrir skoðunum annarra, sem áð- ur var ríkjandi og gerði að verkum, að menn töldu ástæðu til að ríkið ræki „óhlutdrægan" fjölmiðil eins og vin í eyðimörk pólitísks ofstækis og pers- ónulegra ofsókna hafa orðið að láta undan. Fjármagn og frjáls frétta- mennska hafa lært að lifa hlið við hlið í óvígðri sambúð og mismunandi stormasömu sambandi. Morgunblað kaupmannanna er orðið virtasti prentmiðill landsins. Kaupsýsluöflin hafa auðvitað reynt að halda kostnaði í skefjum, reka fjölmiðla eins og hver önnur fyrirtæki, sem stefna að ágóða og þau vita að einlitar skoðanafabrikk- ur eru einfaldlega ekki gróðavænlegur bissniss. Auðvitað reyna kaupsýslu- menn að hafa áhrif hver fyrir sig, en þeir eru sem betur fer ekki steyptir all- ir í sama mótinu. Fréttamenn reyna líka af fremsta megni að varðveita heil- indi sín og sporna gegn því að skoðanir þeirra verði sveigðar af leið til þjónk- unar við einhverja sérstaka eða óskil- greinda hagsmuni. Markalínurnar, eða víglínurnar, ef svo má að orði komast, milli þessara aðila eru reyndar ekki alltaf svo glöggar, að hægt sé að tala um stöðuga baráttu milli þessara fylk- inga. Tiltekin frétt kemur einum aðila vel og öðrum illa. Aðalatriði er að hvorki auglýsendur eða stjórnmála- menn hafi áhrif á það hvað einhver fréttamaður eða fréttastofa telur fréttnæmt og hvernig með fréttina er farið. Er ástæða til að óttast að við breytt eignarhald á Stöð 2, breyti hún um svip og verði hreiður „einlitra skoðana- hópa“?, eins og stjórnmálamennirnir virðast hafa ímyndað sér og létu halda fyrir sér vöku síðustu nætur síðastliðins árs. Sennilega hefur enginn loftmiðill mótast eins af skoðunum eiganda síns eins og Stöð 2. Jón Óttar var fyrirferð- armikill í dagskrárgerð og ófeiminn við að tefla fram persónulegum skoðunum sínum, þannig að enginn þurfti að fara í grafgötur um að þar var ákveðinn frjálshyggjumaður á ferð, sem taldi markaðinn réttlátan mælikvarða á hæfni manna og gerðir, ríkisafskipti af frjálsu framtaki af hinu illa, pilsfalda- kapítalismi var eitur í hans beinum. Þegar hann var reiðubúinn að flýja á náðir stjórnmálamanna til að halda áfram stjórntaumunum á þessu skil- getna afkvæmi sínu, reyndust aðrir „Verslunarbankinn yrði að afskrífa iuvert af þeim skuldum, sem hann hefði stofnað lil með ógætilegrí lánastarfsemi og Páll í Pólaris að viðurkenna að hann hefði verið hlunnfarínn um 70 milljónir króna í þessum viðskiptum“. 96 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.