Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 97

Heimsmynd - 15.01.1990, Síða 97
STOÐ 1 SACAN OLL samkvæmari kenningu hans og reiðu- búnir að spreyta sig á rekstri fyrirtækis- ins og hætta miklu til. Það er mannleg- ur harmleikur en lögmál markaðarins eru járnhörð og hlífa engum, ekki heldur boðberum þessa fagnaðarerind- is, og þannig á það að vera samkvæmt kenningunni. Raunar er ástæða til að ætla að hinir nýju eigendur verði hóg- værari í að trana fram skoðunum sínum á skjánum heldur en Jón Ottar var enda ekki líklegir til að reyna að máta skikkju hans hvað þá klæðast henni. Haraldur Haraldsson virðist gera sér glögga grein fyrir þessu. Hann sagði í viðtali við HEIMSMYND, að "þcir væru að fjárfesta í góðu fólki og lífvæn- legu fyrirtæki að þeirra dómi. Þeir hefðu þegar sagt við starfsfólkið, að þeir hefðu tekið að sér að sjá um fjár- málin, þeirra væri að sjá um rekstur Stöðvarinnar innan þess ramma, sem fjármálin leyfðu. Einar Sigurðsson, fyrrum útvarps- stjóri Bylgjunnar og núverandi blaða- fulltrúi Fluglciða. hefur unnið mikið með Jóni Olafssyni, þáverandi stjórn- arformanni Islenska útvarpsfélagsins og nú stjórnarmanni í Stöð 2. Hann var spurður um reynslu sína af sambúð fjármagns og frjálsrar fréttamennsku. Einar sagði að í upphafi hafi verið mik- il umræða um það, að hinir svokölluðu „frjálsu" loftmiðlar yrðu áróðurstæki í höndum kaupsýsluafla. Hann taldi að þessar raddir hefðu nú hljóðnað að mestu vegna þess að reynslan hefði einfaldlega sýnt annað. Þegar í upphafi hefði verið gengist inn á reglur um sjálfstæði fréttastofu Bylgjunnar og við það samkomulag hefði verið staðið. A fréttastofunni hefði verið fóllc af öllum pólitískum sauðalitum og margir á öndverðum meiði við Jón Olafsson í skoðunum. Ef faglegri hæfni þess var ekki ábótavant hefði aldrei verið fund- ið að hvernig það vann sín verk. Margt af þessu fólki hefur síðan dreifst á báð- ar sjónvarpsstöðvarnar og rás tvö hjá Utvarpinu, sem sýnir að þetta var hæft dagskrárgerðarfólk. í reyndinni hefði sýnt sig að hefðir og venjur stéttarinnar hefðu ráðið fréttamati og eigendur hefðu aldrei sett sig í stellingar útvarps- ráðs og ritskoðunar. Frekar að þeir hefðu stutt við bakið á sínum mönnum hefðu þeir orðið fyrir ósanngjörnum aðfinnslum. Auk þess er enginn svona stór hópur samstíga í skoðunum. Einar taldi að fyrirtæki hluthafa og stærstu auglýsendur hefðu einnig fengið sams konar umfjöllun hjá fréttastofunni og hver önnur fyrirtæki, gagnrýni og hrós eftir atvikum. Þarna hefðu verið fleiri menn með sterkar og ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum eins og Sigurður Gísli Pálmason, hagkaups- maður og núverandi stjórnarformaður, Davíð Scheving, Hjörtur Hjartarson í Þorláksson & Norðmann. Þessir menn gerðu sér vel ljóst, að um leið og fólk fyndi svo mikið sem lykt af einhliða áróðri skrúfaði það fyrir. Það er ein- faldlega lélegur bissniss. Sé þetta rétt, og með ummæli Þor- varðar og Haraldar í huga, ættu eig- endaskipti ekki að valda kvíða um stór- breytingar á dagskrárstefnu Stöðvar- innar, þótt sjálfsagt sé fyrir hvern og einn að halda vöku sinni í því efni. HVENÆR VERÐUR FARIÐ AÐ MALA GULLIÐ? Eftir hverju eru mennirnir þá að sækjast með því að kaupa upp þessar 1500 milljón króna skuldir, sem hvfla eins og farg ofan á Stöð 2. Vissulega leikur um þennan bransa ákveðinn ljómi, upphefð og virðuleiki, sem menn öðlast ekki við sölu á mjöli, tískufatnaði, brothættum kristalvörum eða jafnvel öðrum óvirðulegri efnum. En menn setjast ekkert þarna inn til að fægja geislabaugana sína og halda ár- unni hreinni. Þessir menn eru vissir um, eins og margir á undan þeim, að með markvissum aðgerðum megi snúa þessu grjótnámi í gullnámu, eftir svo og svo langan tíma muni hjólið snúast við og mala gull í peningatanka, eins og hjá Jóakim frænda. Hversu raun- hæft er dæmið? Hér að framan hafa glöggir menn rakið að 500 milljónir í nýju hlutafé geri ekki meira en að koma eiginfjár- stöðunni á núllið. Nú eru komnar inn 350 milljónir frá nýju hluthöfunum og Eignarhaldsfélaginu. Ekki er talið ómögulegt, að Ólafur H. Jónsson komi inn með verulegan hluta þeirra hluta- fjárloforða sem þremenningarnir skrif- uðu sig fyrir innan tilskilins frests. I desember keypti hann Naustið af Svav- ari Egilssyni, en á því hvílir 60 milljón króna veð fyrir skuld Stöðvarinnar við Verslunarbankann. Hann er sagður vera á fullu að safna veðum og trygg- ingum fyrir að minnsta kosti sínum hlut. En að fengnum þessum 500 millj- ónum þyrftu svo að koma nokkur hundruð milljónir til að tryggja áfram- haldandi rekstur. Enn þyrfti að velta eins milljarðs króna skuld á undan sér. Hversu öruggar eru rekstrartekjurnar til að standa undir því. Menn nefna þrjá möguleika á samkeppni um þann sama litla markað, sem Stöðin byggir á: Ríkissjónvarpið með aðra rás, einkaaðilar með helgarsjónvarp, gervi- hnattasendingar verði öllum aðgengi- legar í nálægri framtíð. Við þetta bætist að tæknikunnugir menn segja tækja- búnað yfirleitt ekki endast lengur en 3 til 5 ár. Um það leyti sem núverandi tækjabúnaður Stöðvarinnar væri að fullu greiddur yrði því að byrja að end- urnýja, fjárfesting upp á kannski 500 milljónir króna. Hinn skjótfengni gróði kann því að reynast lengra undan en menn halda. Þá velta menn því fyrir sér hversu samheldinn þessi hópur muni reynast til langframa. Jón Ólafsson er sagður hafa afgerandi forystu fyrir þeim hópi nú. Því hafa menn rifjað upp hversu fór með sameiningu Bylgjunnar/ Stjörnunnar undir hans forystu, en sá samruni sprakk allur í loft upp eftir nokkra mánuði. Og hvað sem líður af- skiptaleysi hans af fréttastofu fer það orð af að hann haldi stíft fram umboðs- vörum sínum á Bylgjunni. Hann flytur inn og gefur út hljómplötur, er með myndbandaútgáfu og -leigu, er með umboð fyrir ýmsan búnað sem er á Stöð 2 og rekur kvikmyndahús. Heim- ildir HEIMSMYNDAR segja líka að hann sé með umboð fyrir 200 kvik- myndir, sem hann sé þegar byrjaður að reyna að pranga inn á Stöðina. Hann hefur því margvíslegri og annarra hags- „Verslunartankinn spilaði þennan leik frámunalega viflausL Hann átli hvað eftir annað kost á því í stöðunni að losa sig vlð skuldbindingar sínar yfir á herðar nkisins“. HEIMSMYND 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.