Heimsmynd - 01.03.1990, Page 12

Heimsmynd - 01.03.1990, Page 12
 DULSPEKIOG NÝJA ÖLDIN Öld vatnsberans er gengin í garð, öldin sem hipp- arnir sungu um á sínum tíma. Nýja öldin er tíma- skeið almennrar vitundarvakningar. Pað er ekki hægt að negla upphaf hennar við dagatal, áramót eða aldamót en víða má sjá teikn á lofti. Nýja öldin leiðir til nýs skilnings á manneskjunni sem andlegri veru fremur en efnislegri. Og hún leiðir líka til nýs skilnings á náttúrunni sem maðurinn er við það að tortíma. Albert Einstein sagði eitt sinn að þegar orkan hafi verið leyst úr læðingi frumeindarinnar hafi allt breyst, nema hugsunarháttur fólks, því stefndi í tor- tímingu nema grundvallarbreytingar yrðu á þessum hugsunarhætti. Ymsir sögulegir vendipunktar benda til þess að heimurinn sé að ganga í gegnum breytingaskeið. Gömul kerfi harðstjórnar hrynja, leiðtogar leggja áherslu á umhverfismál vitandi það að gatið á óson- lagi jarðar ógnar lífríkinu öllu . . . Afleiðing kjarnorkualdarinnar þar sem tækni og vísindi hafa verið sett á oddinn hafa skilið einstakl- inginn eftir í andlegu tómarúmi. Sumir tala um skip- brot viðmiða reynsluvísindanna. Fólk er í leit að til- gangi; hvort sem svörin eru sótt í dulspeki, austræn trúarbrögð eða til fyrri jarðvista í gegnum endur- holdgunarkenningar. Það fólk sem HEIMSMYND ræðir við hér á næstu síðum er ekki endilega táknrænir fulltrúar nýaldarinnar en þau eru hvert með sínu móti að leita svaranna í dulspeki. Þau segjast öll hafa kær- leikann að leiðarljósi. Þau segjast leita Guðs bak við allt og í öllu. Fyrst og fremst eru þau fulltrúar þess gríðarlega áhuga sem gripið hefur um sig á dulspeki, stjörnuspeki, hugleiðslu, endurholdgunarkenning- um, lækningum með hugarorku og náttúruverndar- sjónarmiðum. Sagt er að hinir lærðu og langskólagengnu séu yf- irleitt fastastir í gömlum kerfum og síðastir til að ryðja nýjum straumum farveg. Af þeim sökum blómstri alls konar kukl þegar tímaskeið eins og þetta er að ganga í garð af því menntamennirnir hjálpi ekki nægilega til við breytingarnar. Fólk virðist almennt þeirrar skoðunar, og kirkju- sókn sýnir það, að kirkjan hafi brugðist hlutverki sínu. Margir spyrja þess af hverju prestarnir séu ekki meira á meðal okkar og af hverju kirkjudyr séu harðlæstar nema þegar guðsþjónustur standa yfir. I þeirri vitundarvakningu sem nú á sér stað er fólk ekki endilega að hlaupa á náðir þess sem almennt er talið framandi og yfirskilvitlegt. Æ fleiri eru farnir að spá í grundvallaratriði kristinnar trúar, nefnilega kærleikann. Þær leiðir sem það fólk hefur valið sem HEIMS- MYND ræðir hér við eru þeirra eigin leiðir - til að leita að sjálfu sér og kærleikanum . . . 12 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.