Heimsmynd - 01.11.1990, Side 19

Heimsmynd - 01.11.1990, Side 19
Svo hefði áreiðanlega líka verið með marga hjá Bylgjunni. Og að einu leyti hefði Jóni Ólafssyni mistekist. Kaupleigusamn- ingur á tækjum Stjörnunnar hefði verið á nafni Ólafs Laufdal. Þegar samningar hefðu ekki tekist um áframhaldandi samstarf hefði hann náð að fara með útsendingartækin út úr þrota- búinu, fá leyfi útvarpsréttarnefndar fyrir nýrri útvarpsstöð, Aðalstöðinni, og hafið útsendingar með sólarhrings fyrirvara, þótt reynt hefði verið að hafa áhrif á útvarpsréttarnefnd til að synja um leyfið. Samhliða vaxandi umsvifum í viðskiptum hefði hann seilst til áhrifa í Sjálfstæðisflokknum og hann skirrðist ekki við að beita viðskiptasamböndum sínum og tengslum við pólitíska frammámenn á víxl til framgangs sér og sínum málum. Næsti heimildarmaður fullyrti að þegar umsóknin til borgar- innar um 200 milljón króna ábyrgð lá fyrir, hafi borgarfull- trúar meirihlutans verið boðnir í kynningarferð um húsakynni Stöðvar 2 og einn tiltekinn borgarfulltrúi orðið fyrir verulegum þrýstingi að skerast ekki úr leik, ella „jtöí hann ekki með næst“. Og loks maður sem þekkir vel til í hljómplötu- og mynd- bandabransanum: „Eg er ekki í vafa um að Jón stefndi að einveldi í íslenskri hljómplötugerð. Hann rak mál síns fyrirtækis svo hart að hver höndin var uppi á móti annarri hjá flytjendum og listamönnum og lá við að slitnaði upp úr kunn- ingsskap og vináttu, ef menn skiptu við samkeppnisaðilana. Hann getur verið besti vinur meðan hann er að grafa undan mönnum í rólegheitum. Sam- vinna í hans augum er alltaf um eitthvert ákveðið markmið, sem er honum hagstætt. Hún getur ekki stefnt að langtímamarkmið- um. Þegar hann kallar þig vin sinn og klappar á öxlina á þér, ættu allar viðvörunarbjöllur að fara í gang og hringja. Hann var óprúttinn í aðferðum við að markaðssetja sínar plötur. Veturinn 1979 til 1980 fékk hann plötu HLH flokksins viðurkennda söluhæstu plötuna á Stjörnumessu Dagblaðsins. DB taldi sig hafa fengið óyggjandi sannanir fyrir því að sölu- tölur hefðu verið falsaðar og ritstjóri blaðsins, Jónas Kristj- ánsson, úrskurðaði að „leikur Hljómplötuútgáfunnar með töl- ur í þessu sambandi væri gersamlega siðlaus, forkastanlegur og marklaus.“ Raunar endurtók þessi saga sig í þætti á rás 2 í fyrra fyrir jólin, en þá sátu þeir fyrir svörum Jón fyrir Skífuna og Steinar Berg fyrir Steina hf. Þeir voru spurðir um söluhæstu plötur þá stundina. Steinar gaf upp að síðustu tölur sínar sýndu að Sálin hefði þegar selst í sjö þúsund eintökum. Jón Ólafsson sagði að Geirmundur hefði selst í átta þúsund eintökum. Síðar sama dag upplýsti Stef að Sálin hefði selst í 12 þúsund eintökum, en Geirmundur í sjö þúsund. Þegar svona er farið með þegar um tiltölulega lítilvæga hagsmuni er að ræða, hvað er þá þegar tugir og hundruð millj- óna eru lagðar undir? Um miðjan áratuginn hljóp skyndilegur vöxtur í alla starf- semi hans og hann átti velgengni að fagna, sem mörgum fannst lítt skiljanleg. Hann bókstaflega skipti um ímynd, strauk af sér allar leifar hippatímabilsins, klæddi sig vel og lét rétta tennurnar, tamdi sér amerískt bissnissfas og lærði um- ferðarreglur í framkomu. Hann náði árangri - er flashy eins og Ameríkanar segja, enda er hann mjög amerískur í öllum sínum pælingum. Það sem hann hefur ekki gætt að er það að á nýársdag færðist hann upp í fyrstu deild og er nú að fást við persónur sem hafa mikla peningahagsmuni, ættartengsl, pólit- ísk völd og virðingu í samfélaginu á bak við sig. Fólk sem gef- ur stuð til baka ef það telur sér misboðið eða ógnað. Það er, held ég, það sem er að gerast núna.“ Það var leitað til miklu fleiri heimildarmanna sem allir höfðu sömu eða svipaða sögu að segja. Hér var nánast búið að draga upp mynd af svo gegnóheiðarlegum skúrki, að ótrúlegt virtist að slíkur maður sigldi hraðbyri upp metorðastigann til vegtyllna, valda og áhrifa í svo litlu samfélagi sem hér á landi. Og menn urðu æ dramatískari í að sýna fram á hversu hættu- legur þessi maður væri orðinn. Það var þá sem ummælin um „skothelda vestið“ voru látin falla og maður var á báðum átt- um um hvort maður ætti að taka þessu sem gráglettni eða í fúlustu alvöru. Voru undirheimar að ná tökum á íslensku samfélagi, eins og maður annars sér bara í amerískum fram- haldsþáttum í sjónvarpi, kvikmyndum eða á myndböndum? Ég átti að vísu að mestu eftir að heyra hina hliðina. En að því var að gæta að þessir heimildarmenn voru engir ómerkingar. Hér var um að ræða virta borgara í samfélaginu, sem allir höfðu meiri eða minni reynslu af samstarfi, samvinnu eða samskiptum við þennan mann og reynsla allra virtist á eina lund. En þó var dálítið tortryggilegt hvað sömu ummælin voru endurtekin aftur og aftur nærri orðrétt, orðrómurinn, dómur- inn „furðulegi“, taumlausa metn- aðargirnin sem ekki ætlaði sér minni hlut en drottna yfir íslensk- um afþreyingariðnaði. Var ég kominn inn í hringrás sagna, sem nærðust af sjálfum sér, uxu í meðförum og döfnuðu og fengu staðfestingu eftir því sem hver sagði öðrum í tiltölulega þröng- um hópi manna? Einn vandi blaðamanns í hinu litla íslenska samfélagi er sá að frásagnir, sem virðast staðfestar af mörgum heimildum óháðum hver annarri, reynast kannski, þegar öllu er á botninn hvolft, runnar af einni rót. Var kannski þarna á bak við ein- hver ofsóknarkennd, sem hrærði saman hugarflugi og veru- leika, staðreyndum og samskiptalegum sársauka, þar sem fjölda manns fannst við að bera saman bækumar að þeir hefðu allir orðið fyrir barðinu á sama manninum? n svo kom helgin og leiddi í ljós að ekki var titringurinn minni hinum megin. Ætlaði HEIMSMYND að standa fyrir aftöku á manni sem ekki var stofnanaveldinu þóknanlegur, setja saman grein sem gengi endanlega frá honum? Þessi skilaboð bárust eftir ýmsum krókaleiðum, leitað var til manna sem talið var að gætu haft áhrif á hvort greinin birtist og hvaða form hún tæki. Aður en reynt er að bera saman staðreyndir við þennan sakalista er rétt að gera nánari grein fyrir ýmsum atriðum sem vikið er að hér að framan. „Kringluhópurinn“ er upphaflega myndaður á síðastliðnu ári af helstu verslunareigendum í Kringlunni 8 til 12, Hag- kaupshúsinu. Hann mun upphaflega hafa verið hugsaður sem fjárfestingarfélag til kaupa á næstu húsum, sjá um tengingu þeirra við Kringluna 8 til 12 og hafa áhrif á að þar kæmu ekki upp samkeppnisaðilar við þá sem fyrir væru, en auka um leið fjölbreytni í vörum og þjónustu. Ekki gekk þó saman um þessi kaup, en margir í hópnum gengu til liðs við forystumenn kaupmannasamtakanna við kaupin á Stöð 2. Jón Ólafsson er fulltrúi þess hóps í stjórn Stöðvar 2. Eigi hann ekki lengur stuðning þeirra vísan er óvíst hvaða staða kann að koma upp á aðalfundi, sem nú er framundan. Þessi hópur hafði strax sterkan pólitískan undirtón einsleitra frjálshyggjumanna og forstjóri stórfyrirtækis, sem sótti þar einn fund, hefur haft á orði að sér hafi blöskrað sú opinskáa tenging viðskipta og stjórnmála sem þar hafi verið til umræðu. Sjálfsagt væri til dæmis að styðja borgarstjórann og borgar- stjórnarmeirihlutann, en ætlast yrði til að greiði kæmi í greiða stað. Valdabarátta: Jón Óttar Ragnarsson fyrrum aðaleigandi Stöðvar 2 og Jón Ólafsson. HEIMSMYND 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.