Heimsmynd - 01.11.1990, Side 20

Heimsmynd - 01.11.1990, Side 20
Það er nokkuð ljóst að Stöð 2 hefði aldrei lagt fram umsókn til borgarinnar um 200 milljón króna ábyrgð á láni Stöðvar- innar nema að hafa fengið vilyrði fyrir því. Morgunblaðið skrifaði leiðara gegn borgarábyrgðinni en málið er enn óaf- greitt. Það er freisting fyrir stjórnmálamenn að hafa aðgang að áhrifamiklum fjölmiðli eins og sjónvarpsstöð en hver er trúverðugleiki slíks fjölmiðils sem stendur í þakkarskuld við yfirvöld? Og hver er trúverðugleiki pólitíkusa sem láta skatt- borgara gangast í slíka ábyrgð? Slík liðveisla býður heim ásök- unum um pólitíska misnotkun. Þegar beiðnin lá fyrir borgaryfirvöldum var fulltrúum meiri- hlutans boðið í kynningarferð á Stöð 2. Fyrrnefndur borgar- fulltrúi segist engar hótanir hafa fengið þá. Jón Olafsson seg- ist hafa verið staddur erlendis er þetta var. Jón viðurkenndi að hann hefði í samtali við prentsmiðju- stjóra látið gáleysisleg orð falla um að það væri hægur vandi að komast yfir handrit Jóns Óttars. Hann hefði hins vegar ekki haft í hótunum enda ekki verið viss um hvort bókin væri í prentun í umræddri prentsmiðju. Viðbrögðin við umleitunum Jóns voru stórauknar öryggisráðstafanir í prentsmiðjunni. Þá hefur Jóni Ólafssyni verið borið á brýn að hóta því að fréttastofan yrði send á vettvang fengi hann ekki sitt fram en slíkt hefur ekki fengist staðfest. Þótt andstæðingar Jóns Ólafssonar virðist hafa tröllatrú á því að hann spili hvert spil frá upphafi til enda með lokaleik- inn og endataflið í huga, virðist ofrausn að gera því skóna að hann hafi þegar séð fyrir, þegar hann gekk til liðs við samtök um frjálst útvarp, þá þróun sem síðan er orðin. En þegar á ár- inu 1982 stofnaði hann fyrirtækið Sonic og hóf að afla sér um- boða fyrir tæki og flutningsréttindi. Þetta voru vel valin um- boð og rétt valin tæki að kunnugra dómi. Jón skipaði sér í sveit ungra manna til framgangs útvarpi í einkarekstri og til afnáms ríkiseinokunar á þessu sviði. Hann var tilbúinn þegar byrinn gaf og gekk fram af þeim sex manna hópi, sem gekk fram fyrir skjöldu um stofnun fyrstu einkaút- varpsstöðvarinnar, með dugnaði sínum og árangri í hlutafjár- söfnun og samstarfið sprakk í loft upp. Einn helsti frammá- maður framangreindra samtaka, Magnús Axelsson, var þó ekki á fundinum og taldi ástæðulausa tortryggni um að Jón ætlaði að sölsa undir sig félagið strax í upphafi. Hann hafði brennandi áhuga á málefninu og taldi enga ástæðu til að sker- ast úr leik, enda aldrei um það rætt að hömlur væru settar á söfnun hlutafjár. Hann segist heldur aldrei hafa orðið var við neina blokkarmyndun í því félagi meðan hann starfaði þar. A fyrsta aðalfundi voru hluthafar 323 með um 4,5 milljónir í hlutafé, svo að eignaraðild var býsna dreifð. Jón Ólafsson átti mest 17 prósent í félaginu. í stjórn, auk Jóns og Magnúsar Ax- elssonar, voru Jón Aðalsteinn Jónsson í Hljóðveri, Sigurður Gísli Pálmason í Hagkaup og Hjörtur Örn Hjartarson í J. Þor- láksson og Norðmann. Jón Ólafsson hafi vissulega verið drif- fjöðrin í þessu, tillögugóður og séð um að samþykktum væri framfylgt. Sjálfur hefði hann dregið sig í hlé nokkru síðar af persónulegum ástæðum og án ósættis. Hinu hefði hann gert sér grein fyrir að hann og Jón ættu ekki skap saman til lengd- ar. En þetta hefði verið spennandi og notalegur tími. Það var svo á árinu 1986 að upp kom spurningin um um- boðslaun Jóns Ólafssonar vegna tækjakaupa. Af fundargerð verður ekkert ráðið um að Jón hafi verið þeittur þrýstingi til að afsala sér þeim, en eftir nokkrar umræður um fyrirspurn Jóns um hvort hann skyldi framvegis njóta verri kjara en mað- ur utan félagsins, stóð hann upp og afsalaði sér umboðslaun- um af þeim viðskiptum. Síðan kom Stjarnan til skjalanna á vegum Hljóðvarps hf. og var í miklum uppgangi sumarið 1988. „Auglýsingasamningar streymdu inn og við vorum í sigurvímu," sagði Stjörnumaður sem við var rætt. En fljótlega hallaði undan fæti og 11. mars 1989 var samið um samrekstur beggja stöðva. En hagur Stjörnunnar reyndist mun verri en gert hafði verið ráð fyrir við sameininguna. Þegar uppgjöri var lokið sex mánuðum seinna, í ágúst, reyndist tapreksturinn hafa verið svo mikill frá áramótauppgjöri til sameiningardags, að skeikaði nærri 30 milljónum að Stjarnan stæði jafnt Bylgjunni, svo sem ráð hafði verið fyrir gert. Endurskoðendur beggja félaga voru sammála í því mati. Upphaflegar forsendur voru því brostnar. „Það var enginn safi í Stjörnunni, bara hræið,“ sagði stjórnar- maður í íslenska útvarpsfélaginu. Samningar fóru út um þúfur og þeim riftað og Stjarnan fór í gjaldþrot. „Það er fráleitt að koma allri sök í því efni á Jón Ólafsson," sagði stjórnarmaður- inn. „Endurskoðandi félagsins lagði málið fyrir og stjórnin öll stóð að því.“ Jón Ólafsson segir að sameiningin hafi klárlega verið mis- tök og raunar kannski riftunin líka úr því sem komið var. En það sé svo fjarri öllum sanni að hann hafi stefnt að þessum málalokum af ráðnum hug frá upphafi, að hann hafi litið á þetta sem persónulegan ósigur og gengið úr stjórninni á næsta aðal- fundi og raunar talið sínu framlagi til fjölmiðlamála lokið. Því fór þó fjarri, eins og rækilega kom í ljós nokkrum mánuðum síðar. Þetta hafði raunar þann eftirmála að Ólafur Laufdal fékk útvarpsrekstrarleyfi og hóf rekstur Aðalstöðvarinnar með tækjum Stjörnunnar. Kjartan Gunnarsson, þáverandi formað- ur útvarpsréttarnefndar, sagðist hafa kynnt sér vendilega hjá skiptaráðanda að hag búsins væri betur borgið með þessum hætti, áður en umsóknin var lögð fyrir nefndina og leyfið veitt. Aðspurður hvort Jón Ólafsson hefði gert tilraun til að koma í veg fyrir leyfisveitinguna, svaraði Kjartan að hann hefði haft samband við sig og meðal annars sagt: „Það skal ekki fara hljótt, ef þessi maður fær útvarpsleyfi.“ Hann hefði á þeim tíma litið á þetta sem óviðurkvæmileg afskipti keppi- nauts. Þessu vísar Jón Ólafsson til föðurhúsanna. Hann hafi aldrei lagt í vana sinn að hafa áhrif á gerðir stjórnvalda. Hann hafi hins vegar haft margvísleg samskipti við formann útvarpsrétt- arnefndar og spjallað við hann um tilfallandi vandamál gegn- um tíðina. Aður er að því vikið að sumum finnst sem Jón hafi seilst til pólitískra áhrifa gegnum tíðina. Hann hefur vissulega starfað í samtökum sjálfstæðismanna og gegnt þar trúnaðarstörfum. Hann var kosinn gjaldkeri í stjórn Sjálfstæðisfélags Holta- og Hlíðahverfis haustið 1986, árið eftir var hann meðstjórnandi og jafnframt fulltrúi félagsins í stjórn Varðar. Haustið 1988 bauð hann sig fram til formanns í hverfisfélaginu gegn Boga Ingimarssyni, en atkvæði féllu að jöfnu og Jón dró sig í hlé áð- ur en til annarrar atkvæðagreiðslu kæmi. Tillaga var gerð um hann í 14. sæti listans fyrir alþingiskosn- ingarnar 1987, en einhverjir urðu til að andmæla á þeim grundvelli að fortíð hans væri vafasöm. Svipað kom upp á, þegar formaður Varðar, Ólafur Klemensson, hafði nefnt hann til sem varaformannsefni. Samkomulag varð um Sólveigu Pét- ursdóttur og kveðst Jón hafa veitt henni stuðning. Öllum ber saman um að Jón hafi reynst harðduglegur í þessum störfum sem annars staðar, en óskilgreindur fortíðarskuggi hamli frama hans á þessum vettvangi. /^ortíðin er í Keflavík. Þar fæddist hann utan hjóna- bands 6. ágúst 1954. Móðir hans, Heiða, giftist skömmu síðar og eignaðist þrjá syni með þeim manni. Jón ólst upp hjá afa sínum og ömmu við kröpp kjör. Hann var uppivöðslusamur krakki og unglingur enda loddi viðurnefnið Jón Bæjó lengi við hann þar sem hann átti að vera bæjarvillingurinn í Keflavík. Raun- verulegum föður sínum, Friðgeiri stýrimanni hjá Land- helgisgæslunni, kynntist hann aldrei. Hann lýsti því í viðtalinu við HEIMSMYND hvernig hann sat fyrir honum smápolli á bryggjunni í Keflavík og gaf sig fram við hann. Faðirinn sýndi honum lítinn áhuga og er óhætt að fullyrða að slíkt skilji eftir mar á lítilli barnssál. Magnús Kjartansson hljómlistarmaður, sem hefur þekkt 20 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.