Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 22

Heimsmynd - 01.11.1990, Blaðsíða 22
Jón frá barnæsku, segir Jón hafa snemma sýnt dugnað og frumkvæði. „Hann hefur aldrei látið segja sér fyrir verkum eða verið launþegi nema þann stutta tíma sem hann var fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinnar Júdas þar til hann gerðist meðeigandi minn. Hann er eldfljótur að hugsa, fylginn sér og ákveðinn." Jón hætti í skóla fjórtán ára gamall og vann ýmis störf næstu árin, meðal annars við skúringar. Síðan fór hann í hljómsveit- arbransann og sá þar um tæknina og viðskiptin. Poppstjörnur voru engar hetjur í hans augum. Hann átti sér fyrirmynd sem hét Clive Davis en sá gerði CBS að stórveldi í hljómplötuút- gáfu. Frá Júdasi lá leiðin gegnum Skífuna, hljómplötuútgáfu og verslun, þaðan yfir í myndböndin, þá einkaútvarpsstöð, kvik- myndahúsið Regnbogann og loks í sjónvarpsrekstur á Stöð 2. Hann átti nokkur ólm ár þegar hann hrærðist í hljómsveit- arbransanum. „Ég hefði getað orðið hvort sem var glæpamað- ur eða róni. Ég svallaði og hrærðist í heimi óreglu og skemmt- analífs á þessum árum,“ segir hann. En það tímabil varði ekki lengi. Hann keypti plötuverslun í Hafnarfirði 1976 og stofnaði Skífuna á Laugavegi 33 sama ár. Skömmu síðar stofnaði hann Hljómplötuútgáfuna ásamt Magnúsi Kjartanssyni og Vilhjálmi heitnum Vilhjálmssyni. Magnús Kjartansson segir að þetta hafi gengið skínandi vel framan af og HLH flokkurinn gert það gott á þeirra vegum. „Síðan fór að koma upp tortryggni í garð Jóns um hvar hags- munir hans fyrirtækja lægju gagnvart þessu sameignarfyrir- tæki. Upp úr slitnaði með látum 1981. Um þetta segir Jón: „Peir vildu að bókhaldið yrði endurskoðað og ég léti af störf- um í þessu fyrirtæki. Pctta er eitt mesta dramað í lífi mínu og mig langaði til að gufa upp. Ég setti lögfræðing í málið og síð- ar kom í ljós að bókhaldið var til fyrirmyndar. Það var hins vegar tap á fyrirtækinu sem ég tók að mér að greiða." Magnús vill meina að hann hafi borið sinn skerf af þeim skuldum, tvær milljónir, sem hann var í fimm ár að greiða nið- ur. Hann segir engan kala á milli þeirra lengur. En þeir fóru saman til Sovétríkjanna ári síðar með íslenskri popphljómsveit og notaði Jón tímann þar til að lesa Milton Friedman enda tel- ur hann sig frjálshyggjumann. Það er á mánudagskvöldi sem fundum okkar ber saman á Hótel Loftleiðum. Ég og ljósmyndari blaðsins höfum komið okkur fyrir við borðið og hann gengur til okkar hár og grann- ur, stæltur, bindislaus með skyrtu hneppta upp í háls, jakkann fráflakandi, buxur úr léttu efni, sem poka. Hann semur við ljósmyndarann um að mæta daginn eftir klukkan átta í stúdíó Nærmynd og láta taka af sér almennilega mynd. Svo pantar hann pilsner um leið og hann útskýrir að hann sé lítið fyrir kaffi og reyki ekki. Þögn meðan við metum hvorn annan. Ég hef skoðað þennan mann gegnum gleraugu annarra undan- farna viku. Öllum, sem ég hef talað við, ber saman um að hann sé harður nagli, séður, framsýnn, slunginn samninga- maður og bissnissmaður fram í fingurgóma. „Kaupsýsla er fyr- ir honum sjálft inntak lífsins. Hún er hans áhugamál, vinna, lífsnautn og íþrótt," segir Magnús Kjartansson. Það er þegar talið berst að sannleikanum sem skoðanir skiptast í svart og hvítt. Er ég að tala við kaldrifjaðasta og slungnasta bófa landsins eða slyngan /)/.v.v«í.v.vmann af poppkynslóðinni? Eða bara kjarkmikinn og stæltan strák, sem er fæddur utan við ættasamfélagið og hefur unnið sér það til óhelgis að ryðja sér til rúms á allt of skömmum tíma í fjölmiðlun á vegum einka- framtaksins, sem margir óttast að lendi í höndum manna sem ekki er hægt að treysta til að spila samkvæmt leikreglum heið- arleika, sanngirni og lýðræðis? Ég dreg upp Pressuna með uppsláttargrein um „þekkta bisnesmenn sem urðu ríkir af dópsölu". I inngangi sem ein- ungis er lauslega tengdur efni greinarinnar er gefin lýsing á þremur mönnum sem eiga að hafa komið undir sig fótunum með þeim hætti: „Einn rekur í dag veitingahús, annar tísku- verslun og sá þriðji er áberandi fésýslumaður og er auk þess áberandi í einu stærsta og þekktasta fyrirtæki landsins." Ég spyr hvort sé hægt að komast öllu nær því að lýsa Jóni Ólafs- syni án þess að nefna nafnið hans. Hann kippist við en heldur ró sinni. Hann spyr hvort viðtalið eigi að snúast um þetta. Nei, en hjá því verður ekki komist að spyrja. „Ég er alveg saklaus af dópmálum. Eins og svo margt ungt fólk í poppbransanum kom ég fyrir rétt á árunum 1971 til 1975 grunaður um aðild að slíku og var einu sinni settur í gæslu- varðhald. Viltu sjá sakavottorðið mitt?“ Ég slæ ekki hendinni á móti því. Hann hugsar sig, um mótar orðin í huga sér áður en hann heldur áfram: „Við hjónin höfum unnið hörðum höndum frá upphafi að uppbyggingu okkar fyrirtækja og hún á ekki minni þátt í velgengni þeirra en ég. Én þannig er nú málum einu sinni háttað í þessu landi, að komist menn til efna og standi eitthvað upp úr fjöldanum, þá er Gróa á Leiti mætt um hæl og gefur í skyn að um illa fengið fé sé að ræða. Þetta á við um þennan inngang að grein Pressunnar, þar sem reynt er að skil- greina þrjá aðila með einum eða öðrum hætti, en þó þannig að lesendum er ætlað að velja sér skúrkana sjálfir úr stórum hópi manna. Mér hefur áður verið bent á að ein þessara lýs- inga geti átt við mig. Að sjálfsögðu er þetta lágkúrulegasta tegund blaðamennsku sem fyrirfinnst, því að sá sem verður fyrir dylgjum kemur engum vörnum við, en nafngreindur maður getur þó borið hönd fyrir höfuð sér.“ Daginn eftir sé ég sakavottorðið. Það er hreint. HEIMSMYND hafði raunar áður kannað þetta mál og heim- ild nátengd Sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum hafði stað- hæft að „það heyrði nánast undir fornleifafræði að finna sak- arefni eða meint brot þar sem Jón Ólafsson ætti að koma við sögu“. n það eru til fleiri útgáfur af þessum orðrómi. Hinn 4. október hélt Jón Óttar Ragnarsson innreið sína á rit- völlinn sem dálkahöfundur í Pressunni og skar upp her- ör gegn fíkniefnasölum undir fyrirsögninni Sölumenn dauðans. Hann telur fíkniefnalögregluna svo illa mannaða og fjárvana, að hún hafi „í áraraðir ekki getað sinnt „þeim stóru“.“ „Þess í stað hefur lögreglan orðið að láta sér nægja (og læt- ur sér nægja) að eltast við „þá litlu“, þ.e. innlenda sölumenn og fáeina smásmyglara (sem „þeir stóru“ svíkja í hendur lög- reglunnar til að losna við keppinauta).“ I framhaldi af þessu bar ég undir Asgeir Friðjónsson dóm- ara þann þráláta orðróm að tiltekið mál, þar sem játning á að hafa legið fyrir, hafi fyrnst í höndum lögreglu og dómstóls, þar sem samkomulag hafi verið gert við sakborning um að hann slyppi úr málinu með því að gefa upplýsingar um brans- ann. Asgeir vísaði þessu gersamlega á bug. Þeir sem slíku tryðu hlytu að horfa of mikið á ameríska sjónvarpsþætti og heimfæra upp á íslenskan veruleika. Kannski væri réttast, eins og spaugsamur náungi hefur lagt til, að þeir Jón Óttar og Jón Ólafsson útkljái þennan þátt deilnanna um Stöð 2 með því að skiptast á sakavottorðum í beinni útsendingu! En svo er það dómurinn „furðulegi“, sem jafnvel hefur gengið manna á meðal í ljósriti. Þess er ekki alltaf getið að dómurinn er í rauninni sýknudómur. Jón Ólafsson hafði verið dæmdur sekur um skjalafals í sakadómi Keflavíkur 3. júní 1977, en Hæstiréttur sýknaði hann með dómi 8. febrúar 1980 að kröfu ríkissaksóknara. I sem stystu máli eru málsatvik þau, að vorið 1975 var ávís- un á orlofsfé að upphæð krónur 48.130 leyst út hjá Póststof- unni í Reykjavík samkvæmt umboði, sem skráð var á Jón Ól- afsson og með undirskriftum vinnuveitanda og trúnaðarmanns stéttarfélags. Eigandi ávísunarinnar átti að fá hana senda í pósti, en er hún barst honum ekki kvartaði hann við Póstgíró- stofuna. Auk undirskriftar Jóns á umboðinu hafði undirskrift vinnuveitanda verið yfirstimpluð með stimpli Demants hf., sem var í eigu Jóns. Við yfirheyrslur neitaði ákærði aðild að 22 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.