Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 30

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 30
Alda Lóa Leifsdóttir Ijósmyndari stundar nám vlð Hochschule der Kiinste í Vestur-Berlín. (baksýn Berlínarmúrlnn. Á stjórnarskrifstofum situr enn gífurlegur fjöldi starfs- manna og lögregluliðið er fimm sinnum fjölmennara en í vest- urhluta borgarinnar þótt íbúar austurhlutans séu þrisvar sinn- um færri. Og hvað verður um alla landamæraverðina? Pegar ég kom með lest til Rostock fyrir fáum árum á leið til Berlínar marséraði heil hersing af þeim inn í klefann til mín, og voru þeir þungbrýnir á svip. Einn spurði hvort ég væri með skot- vopn, annar bað mig að taka ofan gleraugun svo hann gæti séð hvort myndin í gamla passanum mínum væri áreiðanlega af mér, sá þriðji potaði með langri spýtu undir sætið til að gá að leynifarþegum. Núna birtist aðeins einn elskulegur maður og stimplaði passann með gamanyrði á vör. En þrátt fyrir allt var sumt kannski betra þar eystra. Þótt kaupið væri lágt og svo virðist sem litlu hafi verið komið í verk ríkti ákveðið öryggi. Opinberlega var atvinnuleysi óþekkt. í öreigalýðveldinu áttu allir að starfa að uppbyggingu. Líka konur. Fóstureyðingar hafa verið frjálsar, en lögum sam- kvæmt eiga öll börn kost á dagheimilum. Nú eru sumir Vest- ur-Berlínarbúar farnir að aka með börnin sín í daggæslu aust- ur yfir. Besta sjónvarpsefnið fyrir börn er líka framleitt þar, til dæmis brúðumyndirnar um Sandmanninn, eins og Oli Lokbrá heitir hjá þýskum. Einkavæðingin hefur ekki gleypt hvern skika og hrakið unglinga inn í malbikuð öngstræti. Kringum verkamanna- blokkirnar leika krakkar sér enn á túnum líkt og í Reykjavík bernsku minnar. Eiturlyfjan- eysla er sögð í lágmarki, enda streita vegna hraða tæpast óbærileg. Ekki má aka bíl með hið minnsta áfengismagn í blóðinu. Nú má búast við að flestöll austur-þýsk lög verði felld úr gildi, því í frjálsu ríki ráða skoðanir meirihlutans. Hvað sem öðru líður leikur enginn vafi á því að sameinuð Berlín stefnir hratt upp á tindinn sem mesta viðskipta- og verslunar- borg álfunnar. Hver sem betur getur reynir að krækja sér í mola af gylltum leir. Einn þeirra er Edmond barón, af ætt Rotschilda sem frægir hafa verið fyrir sín óbrigðulu pen- inganef í tvö hundruð ár. „Tækifærin í aust- urátt eru óþrjótandi," segir hann, og er á fullu að byggja upp fjármögnunarfyrirtæki í Berlín með útibúum í Búdapest, Prag og víð- Fólk að austan með aleiguna í eftirdragi. Það lætur sig dreyma um að höndla hamingjuna í dýröarveröld vestursins. Auglýsingar eins og þessi skreyta nú æ fleiri húsgafla í Austur-Berlín, og boða nýja tegund af sæluríki: neyslu- og nautnaþjóðfélagið. ar. Þola Þjóðverjar að verða stórveldi einu sinni enn? Sú spurn- ing er mikið rædd, til dæmis í nýútkominni bók, Fjórða ríkið eftir spánska Þýskalandsvininn Heleno Sana. Hann óttast að skipulagsgleði og iðni Þjóðverja eigi enn einu sinni eftir að hlaupa með þá í gönur, og þó einkum „litla yfirkennarasálin, óðfús að ráðskast með aðra, sem leynist í svo mörgu þýsku brjósti." í nóvember á því herrans ári 1990 eru þó engar slíkar blikur á lofti. Rústirnar af höfuðstöðvum Gestapó við Prins Al- brechtstrasse eru horfnar undir þykkan grænan svörð og sak- leysislega beykitrjálundi, en tóttirnar af múrnum illræmda hafa ummyndast í ágætustu skokkbraut. nginn reynir lengur að predika villugjarnar slóðir há- /J leitra hugsjóna, heldur er motto dagsins: neyttu og njóttu. Merkisritin Mein Kampfog Kommúnistaávarpið hafa verið keyrð á öskuhaugana ásamt doðröntum þeirra Lenins og Stalins, en í staðinn letra vestræn fyrirtæki boðorð sín á húsveggi Austur-Berlínar: til að verða new man, segja þær, skaltu drekka þýskan bjór, borða svissneskt súkku- laði, reykja amerískar sígarettur, og klæðast frönskum fötum með krókódílamerki. Skjannalegar auglýsingar með þessum boðskap klifra eins og gráðugur, hraðsprottinn vafningsviður upp eftir gráum göflum öreigablokkanna og flytja íbúum þeirra þann sæluboðskap að loksins, loksins, eftir óralanga bið, sé hamingjan í nánd, áþreifanleg og innan seilingar.D 30 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.