Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 34

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 34
MATUR: Ostur, guöleg uppfinning Ostar og rauðvín eru í hugum margra fyrirboði rólegs kvölds í góðum hópi þar sem málefni eru rœdd ofan í kjölinn og ýmislegt látið flakka. Langt er síðan menn tóku að gera sér grein fyrir hvílíkt lostœti ostur getur verið. Forngrikkir töldu ostinn vera guðlega uppfinningu. Osta og ostarétti má bera fram ýmist sem aðalrétt eða eftirrétt. Hómer gefur til dæmis í verkum sínum greinar- góða lýsingu á því hvernig má nota ost við mat- argerð. Þá steig Hippokrates skrefi lengra þegar hann fræddi menn um lækningarmátt osta. í raun má segja að ostur hafi verið framleiddur allt frá því menn hófu að halda húsdýr en það er tal- ið hafa verið um 4000 til 3000 fyrir Krist. A miðöldum voru það helst klaustrin sem héldu merkjum ostagerðar á lofti. Smám saman tóku héruð að sérhæfa sig í gerð tiltekinna osta. Dæmi þessa eru ostar eins og Camembert og Roquefort í Frakklandi og Cheddar og Cheshire í Englandi. Gerð osta hefur löngum þótt ærið vandasöm en nú hafa vísindin leyst flesta þá leyndardóma sem tengdust ostagerð. Þegar osturinn er nýr og ógerjaður er hann nánast bragðlaus. Gerjun osts er því nauðsynleg til að ná fram því bragði sem sóst er eftir. Stórir fastir ostar þurfa nokkra mán- uði til að gerjast fyllilega en mjúkir ostar og smá- ostar aðeins fáeinar vikur. Gerjun osts heldur stöðugt áfram allt þar til hann tekur að leysast upp. Við gerjunina eykst bragð ostsins og það er því mjög mikilvægt að neytandinn fái afurðina í hendur á réttum tíma, það er þegar osturinn er fullþroskaður. Framan af vafðist það fyrir mönnum hvernig unnt væri að geyma osta án þess að þeir spilltust við geymsluna. Það var til dæmis ekki fyrr en stuttu fyrir síðustu aldamót að Þjóðverjum tókst að gerilsneyða mjúkan ost eins og Camembert með því að sjóða hann í þar til gerðum dósum. Við þessa meðhöndlun lengdist geymsluþol osts- ins þannig að hann hentaði betur til flutnings á farlæga markaði. Orðstír góðs osts berst víða og hefur hann orðið mikilvæg útflutningsafurð í löndum eins og Frakklandi og Danmörku svo dæmi séu nefnd. Þótt íslendingar hafi til skamms tíma þótt heldur aftarlega á merinni hvað ostagerð varðar hefur á síðustu tveim áratugum orðið mikil breyting til batnaðar hvað þetta varðar. íslendingar hafa nú tekið að framleiða margs konar osta og nokkrir þeirra hafa hlotið við- urkenningu á alþjóðavettvangi. Osta má nýta á fjölbreyttan hátt, ýmist sem sjálfstæðan rétt, aðalrétt eða eftirrétt eða til að bragðbæta annað hráefni. Þá hafa alls kyns ostakökur og ostabökur öðlast miklar vinsældir og sömuleiðs ídýfur búnar til úr ýmiss konar osti, til dæmis gráðosti. Kræklingabaka er gott dæmi um ostarétt sem er bæði ódýr og fljótlegur. Fyrst er brauði raðað í eldfast mót og dálitlu af kræklingasoði hellt yfir. Þá er tveim og hálfum dl af rjóma, tveim eggjum og einni teskeið af karrí hrært saman og að því búnu er lítilli dós af kræklingum og bolla af rifnum brauðosti bætt út í. Blöndunni er hellt í mótið og bakað við tvö hundruð tuttugu og fimm gráður á Celsíus í þrjátíu til fjörutíu mínútur. Gott er að bera fram ristað brauð með þess- um rétti. Ost má einnig nota á mjög skemmtilegan hátt við mat- reiðslu kjöts, fisks og ýmis grænmetis. Zucchini er ávöxtur sem tiltölulega nýlega hefur tekið að sjást í grænmetishornum verslana. Þennan framandi ávöxt má matreiða á mjög skemmtilegan hátt með osti, til dæmis til þess að búa til gra- tín. Zucchinialdinið er þá skorið í sneiðar og léttbrúnað í smjöri. Að því búnu eru sneiðarnar lagðar í eldfast mót. Ofan á þær er síðan raðað lauksneiðum sem hafa verið steiktar á pönnu. Soðið er upp af pönnunni með einum dl af þurru hvít- víni og dálitlu af chilisósu og þessu síðan hellt yfir. Þá eru tvær til þrjár matskeiðar af smjöri bræddar á pönnu og bökuð upp hvít sósa með mjólk og hveiti. Þessu er síðan hellt yfir og bak- að í tuttugu til tuttugu og fimm mínútur. Ostabakkar eru einfaldir og ávallt lystugir þegar gesti ber að garði. Þess verður þó að gæta að taka ostana úr kæliskápn- um að minnsta kosti einni klukkustund áður en þeirra er neytt. Ágæt regla þegar ostabakki er útbúinn er að hafa ávallt meira af mildum osti eins og Brie en sterkum. Með osti er gott að hafa ósætt kex og brauð. Paprika, sellerí og epli henta vel sem meðlæti með sterkum osti en mandarínur og perur með þeim milda svo eitthvað sé nefnt. Ostur inniheldur talsvert magn fitu en er jafnframt ein nær- ingarríkasta fæðutegund sem völ er á því í honum eru kol- vetni, fita, prótein, steinefni, vítamín og vatn. Umbúðir osta gefa til kynna hvert fitumagn hans í prósentum er miðað við þurrefni hans. Þessar tölur eru því talsvert villandi og má sem dæmi nefna að ostur í flokkinum fjörutíu og fimm prósent inniheldur í raun ekki nema tuttugu og fjögur til tuttugu og átta prósent fitu. Ostur er því uppspretta ýmissa mikilvægra nær- ingarefna auk þess sem hann er sérlega braðgóður. Líkt og fom- grikkir ættum við að gera þessari fæðutegund hátt undir höfði.D 34 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.