Heimsmynd - 01.11.1990, Qupperneq 49

Heimsmynd - 01.11.1990, Qupperneq 49
BEST > i tileinka sér í ríkara mæli. Það er ef til vill þetta sem er að eiga sér stað nú með mjúka manninn." Stefán kveðst þekkja dæmi þess að karlmenn hafi gengið í gegnum tals- verða erfiðleika samfara þeim breyting- um sem hafa orðið á kvenímyndinni. „Parna verður árekstur milli þess gamla og nýja, til urðu nýjar sam- skiptareglur milli kynjanna í víðri merkingu sem þurftu að lærast.“ Sjálfur segist hann trúa á jafnrétti og hugsa á sammannlegum nótum eins og vatnsberum sé tamt. „Ég er mjög lítið upptekinn af karlímynd- inni og fæ mig í raun ekki til að hugsa á þeim nótum. Vissulega veit ég að ég er karlmaður og veit af mér sem slíkur en það er bara ekki minn útgangspunktur. Ég geng til dæmis ekki inn í fiskbúð og hugsa ég ætla að fá ýsu af því að ég er karlmaður. Ætli það eina sem ég gæti sagt á þessum nótum sé ekki að ég er karl- maður vegna þess að ég girn- ist konur. Þó held ég að jafn- vel það þegar karlmaður stendur sig að því að vera ást- fanginn af öðrum karlmanni, sem er trúlega það versta sem getur komið fyrir karlímynd nokkurs manns, gæti ekki eyðilagt sjálfsmynd hans. Það er ekki einu sinni ókar- lmannlegt í mínum aug- um að elska annan karl- mann.“ Stefán er jafnréttismað- ur af lífi og sál og segist til dæmis harðneita því að sú krafa sé gerð á hann að hann geri við þá hluti sem aflaga fara á heimilinu ein- göngu af því að hann sé karl- maður. „Ég get einfaldlega ekki gert við og ætla ekki að fara að reyna það bara vegna þess að ég er karlmaður. Kon- an mín verður að skilja að hún býr með manni sem er ekki meiri karlmaður en það að hann getur ekki gert við.“ Hann er hins vegar yfirlýstur brauðgerðarmaður og segist hafa ánægju af heimilisstörfum þó vissulega séu þau misskemmtileg. Stefán bendir á að sér myndi seint koma í hug að ætlast til þess að konan sín tæki það í sínar hendur að vinna þau heimilisstörf sem eru miður ánægjuleg einungis vegna þess að hún er kona, slíka firru frábiður hann sér með öllu. „Ég er hlynntur jafnrétti og vil að konur haldi áfram að sækja en ekki að þær fari að sækja aftur í eitthvert dúkkuhlutverk.“ SINNI EN EKKI EITTHVERT HVORUGKYN þykir hann ekkert síður karlmannlegur þrátt fyrir það. Þegar upp er staðið kveðst Þórarinn hins vegar mun held- ur kjósa að vera talinn mannlegur en karlmannlegur. Að mati Þórarins er það 1 villandi að tala um mjúka 1 karlmenn. „Hugtakið mjúkur maður hefur neikvæða merk- ingu í hugum fólks, og ef til vill ekki hvað síst þeirra manna sem teljast til þessa hóps. í mín- um huga er mjúkur maður karl- maður sem vflar ekki fyrir sér að sinna störfum eins og barnaupp- eldi og matseld sem áður voru ekki talin sæma karlmönnum að vinna. Mörg þessara starfa krefjast hins vegar, ekkert síður en obbinn af hefðbundnum karlastörfum, mik- illar hörku. Fjöldinn allur af konum eru grjótharðar og mjúkir menn hafa alla tíð verið til.“ Fyrir Þórarni er jafnrétti algjörlega eðlilegur hlutur sem ber að stefna að. Hann ítrekar þó að hann líti ekki svo á að karlmaður sem stundar jafnrétti breytist í einhvers konar hvorugkyn. „Ég tel ekki að viðhorf karla til atvinnu- }\ \ \ y . ' > ' þátttöku kvenna séu almenn hræðsla við að missa framfærsluhlutverk sitt. Ég held hins vegar að margir karlmenn líti á það sem æskilega þróun að geta komið í auknum mæli inn í barnauppeldið og þau störf sem unnin eru inni á heimil- inu án þess að vera taldir í meira lagi undarlegir eða að minnsta kosti al- gjörlega misheppnaðir.“ Eins og Þór- arinn bendir á er þetta hins vegar spurning um hvernig þjóðfélagið er uppbyggt. í dag þarf í flestum tilfell- um tvær fyrirvinnur til að framfleyta heimili og á meðan laun karla eru almennt hærri en kvenna verður þess enn að bíða að karlmenn komi til jafns við konur inn á heimilin. Sveigjanlegur vinnutími er að mati Þórarins æskilegt fyr- irkomulag sem leyst gæti þennan vanda heimilanna og þann hnút sem jafnréttismálin virðast komin í. Hann bendir þó á að seint muni samskipti kynjanna komast í eitthvert það form sem verði þeirra um aldur og ævi því tilveran sé breyting- um undirorpin. HEIMSMYND 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.