Heimsmynd - 01.11.1990, Page 54

Heimsmynd - 01.11.1990, Page 54
KONUR, KARLAR OG SAMTOL argrét er ófrísk. Um leið og hún komst að því hringdi hún í mömmu sína og ræddi við hana í klukkutíma um tíðindin. Pétur, maðurinn hennar, beið hins vegar helgarinnar og hringdi þá í föður sinn. Þeir töl- uðu saman í hálftíma um rjúpu- veiðar og prófkjör Sjálfstæðis- flokks. Undir lok samtalsins spyr faðirinn hvort eitthvað sé að frétta af þeim. „Nei, það er ekkert nýtt hjá mér en Magga er ófrísk.“ Af hverju hegða kynin sér svona ólíkt í tjáskiptum? Nýlega kom út bók eftir Deborah Tannen þar sem hún leitar svara við þessu: Þú skilur þetta ekki: Konur og karl- menn rœða saman. (You Just Don’t Understand: Women and Men in Conversation). Margrét hringdi í mömmu sína og styrkti einlægt samband þeirra með þessu trúnaðarsímtali. Pétur stóð vörð um sjálfstæði sitt með því að halda þungun eiginkonu sinnar í hæfilegri fjarlægð og forð- aðist að tjá sínar tilfinningar um málið. Ef Margrét og Pétur hefðu verið sér meðvituð um þennan mun á kynjunum hefði það ef til vill komið í veg fyrir skilnaðinn og meðferð Péturs hjá SAA síðar. Jóhanna og Jón voru á leiðinni í afmælisveislu frænda Jó- hönnu. Hún bendir honum á að hann sé að villast. - Af hverju segirðu það? - Þú ratar svo illa hér í Breiðholtinu. Jón stígur á bremsurnar og segir: Ef þú treystir mér ekki til að rata skaltu bara truntast fótgangandi til þessarar fitubollu hans frænda þíns. Hverjum er um að kenna? Jóhanna vildi að þau kæmust í afmælisveisluna í tæka tíð. Jóni sárnar hvernig hún ýjar að því að hann er sveitamaður og ratar illa í borginni. I bók sinni skilgreinir Tanner hvernig kynin nota orðin út frá ólíkum forsendum. Viðhorf kvenna er að með orðaskiptum sé leitað sameiginlega lausna á ákveðnu viðfangsefni. Menn líta hins vegar á orðaskipti sem fram- lengingu á baráttu eftir öðrum leiðum. Þess vegna hika karlmenn frekar við að stöðva bíl sinn og spyrja til vegar en konur. Mörgum karlmönnum finnst þeir setja nið- ur við að vera áttavilltir. Konur spyrja hins vegar oft, jafnvel þótt þær séu vissar í sinni sök, fyrir ör- yggis sakir. Niðurstaða rannsókna Tanners er að karlmenn þoli ekki að láta segja sér til. „Konan,“ skrifar hún, „heldur áfram að tönnlast á sama hlutnum þar til henni finnst hún búin að koma karlinum í skilning um hvers hún vænti. Karlmaður- inn þolir ekki tilhugsunina um að það sér verið að segja honum fyrir verkum og því bíður hann með að framkvæma hlutinn þar til sú stund rennur upp að honum finnst hann vera að hrinda verkinu í framkvæmd að eigin frumkvæði. Hún nöldrar og hann spyrnir við fótunum. Hannes er með blóðnasir. Edda spyr hvað hafi komið fyrir. - Ekkert. - Víst, ég sé það á þér. - Af hverju heldurðu að eitt- hvað hafi komið fyrir mig? - Af því að skyrtan þín er útötuð í blóði. - Hvað með það? - Heldurðu að það sé eitthvað eðlilegt? - Nú, fyrst þú endilega vilt, þá skal ég skipta um skyrtu. í þessu tilfelli þoldi Hannes ekki tilhugsunina um það að Edda talaði um blóðnasirnar eins og hann gæti ekki ráðið við þær sjálfur. Hannes vildi ekkert ræða sínar einkablæðingar eins og hann þyrfti á hjálp að halda. Með því að bjóðast til að skipta um skyrtu fannst honum hann vera að gera það fyrir Eddu af því að hún þyldi ekki að horfa á blóð. KARLMENN! Eða ef út í það er farið, KONUR! Hvernig datt þeim í hug að rugla saman reitum? SPURNINGAR KVENNA 1970-1975 Með kvenfrelsisvakningunni upp úr 1970 fóru konur í auknum mæli að leita svara við því af hverju karlmenn væru svona og hinsegin. Af hverju hafa þeir engan áhuga á þeim málum sem konur ræða sín á milli? Af hverju er alveg eins hægt að tala við teketilinn og karlmann? Svar: Konur eru tilfinningaverur, einlægar og opinskáar. Það þarf aldrei að biðja konu að fara út með ruslið eða þurrka almennilega af eldhúsborðinu. Á þessum árum fóru yngri konur að ræða opinskáar um hjónabönd sín og eiginmenn. Afleiðingin: aukin tíðni hjóna- skilnaða. Heimurinn væri miklu betri ef konur væru við stjórnvölinn! 1975-1980 Öll þessi jafnréttisumræða er orðin svolítið þreytt. Konur vilja ljúka námi og fá sér gott framtíðarstarf. Ennþá þéna eiginmennirnir mun meira. Konur eru reiðar. Sumar ganga svo langt að ákveða nákvæmlega hvernig verka- skiptingu skuli háttað á heimilinu. -Hættu svo að tala um það að þú sért að passa fyrir mig eða hjálpa mér með þvottinn. Þetta eru þínar nærbuxur! Konur ganga í bómullarbolum án brjóstahalda. 1980-1985 Nú er alvara lífsins tekin við. Konurnar eru komnar út á vinnumarkaðinn af fullum krafti og halda svo áfram þegar heim er komið. Engin hefur tíma lengur til að hóa stelpunum saman og ræða málin. Nema konurnar sem eru að undirbúa framboð Kvennalista fyrir borgarstjórnarkosning- ar. Þegar þær hittast ræða þær um yfirmenn sína. Ógeðsleg karlrembusvín. Þær sem náðu árangri voru grunaðar um að hafa beitt kvenlegum töfrum. Þær sem enn höfðu ekki náð ár- angri voru vongóðar og héldu áfram að ljósrita. 1985-1990 Þingkonum hefur fjölgað. Jafnréttistalið hefur skilað einhverjum árangri. Að vísu eru þó nokkuð margar komnar heim aftur. Það gekk svo illa með dagmömmuna og leikskólann. Æ, starfið er ekki allt. Horfnir eru þeir gömlu góðu tímar þegar konur töluðu saman. Þær sem eru að klífa metorðastigann úti á vinnumarkaðinum hafa hvorki tíma né þolinmæði til að hlusta á sögur úr reynsluheimi hinna heima- vinnandi. Skyldi heimurinn vera betri ef konur stjórnuðu honum? 54 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.