Heimsmynd - 01.11.1990, Side 56

Heimsmynd - 01.11.1990, Side 56
AÐ KRÆKJA I KARLMANN Já, þeir liggja ekkert á lausu ef konan er komin yfir þrítugt, fertugt eða fimmtugt. Eftir það fer hins vegar aftur að birta til og þá er auðveldast að fylgjast með síðum 20 og aftur úr í Mogganum. Þú veist hvað ég meina. Einhvern tíma var stofnað félag makalausra í Reykjavík. Síðan fóru allir í Kjallarann og á Hótel ísland ef þeir voru ekki gengnir í hnapphelduna þá þegar. Ógiftar eða fráskildar, vandinn er sá sami: Hvar finnur maður hann? Og hvernig skal bera sig að? Svörin er að finna í 'sígildum kvennablöðum og má sjóða saman hér í nokkrum punktum ráðleggingar um hvernig eigi að bera sig að og hvað skuli forðast: GÓÐ RÁÐ • Láttu alla vita af því að þú sért á hött- unum eftir manni. • Notaðu hvert tækifæri til að komast út á meðal fólks (já, líka jarðarfarir). • Bryddaðu upp á samræðum við Pétur og Pál út í sjoppu, í biðröðum, við kassann og kjötborðið í Hagkaup svo ekki sé nú talað um samkvæmi. Fylgstu vel með stjórnmálum, kvik- myndum og dægurmálum. • Horfðu f kringum þig ef þú ert að bíða eftir rútunni á Umferðarmiðstöð- inni, eða vélinni út á Leifsstöð eða í hvaða biðstöðu sem þú ert. Vertu bara ein augu. Hann gæti staðið hin- um megin við borðið í efnalauginni. • Vertu ánægð með þig þótt þú sért ekki ungfrú ísland. Mundu það að þær laglegu njóta meiri athygli í fyrstu en karlmenn eru nú einu sinni þannig að þeir þurfa aðdáun og hana fá þeir oft frekar hjá konum sem eiga allt undir að ná í þá. • Vertu jákvæð. Auðvitað er niður- drepandi að fara út helgi eftir helgi án þess að hitta þann rétta. Taktu pásu og haltu síðan áfram leitinni að mark- miðinu. • Vertu félagslynd. Notaðu hvert tæki- færi sem gefst til að fara á helgarnám- skeið, kvöldskóla, líkamsrækt eða taka þátt í stjórnmálabaráttu. Nú eru kosningar á næsta leiti og þá er bara að ákveða hvort vinstri týpur eða hægri höfða frekar til þín. • Hafðu húmor fyrir þessu öllu saman - líka þessum leiðbeiningum. Fátt stenst góðu skopskyni snúning og allra síst riddarinn á hvíta hestinum. ÓRÁÐ • Ekki sitja á rassinum og bíða eftir því að hann nálgist þig. Stattu upp og tal- aðu við hann. Segðu eitthvað sætt eða gerðu einhverja athugasemd sem er viðeigandi á staðnum. • Ekki hefja samræður á neikvæðri at- hugasemd. „Ógeðslega er sjúskað hér inni.“ • Ekki láta hann halda að þig langi til að hefja sambúð. Vertu bara vingjarn- leg og blátt áfram en ekki eins og þú sért að búa þig undir bónorðið. • Ekki hoppa upp í rúm með manni sem þú ert að hitta í fyrsta sinn. Undir þetta tæki Landlæknisembættið heils- hugar. Hinkraðu við, skoðaðu hug þinn og hans. • Ekki hanga í hópi með öðrum konum. Annaðhvort drífurðu þig ein eða mannar þig upp í að vera sjálfstæð. Það þorir enginn lifandi karlmaður að nálgast konu sem er inni í miðjum kvennaf ansi. • Ekki rugla saman augljóslegum kyn- ferðislegum áhuga karlmanns á þér og raunverulegri væntumþykju. • Ekki breyta þér til að þóknast karl- manni. Ef hann hefur ekki áhuga á þér eins og þú ert (ef þú ert góð manneskja) hefur hann ekki áhuga á þér einhvern veginn öðruvísi. • Ekki iáta leiðinlega karlmenn draga úr þér kjarkinn. Flestar konur lenda í einhverri reynslu sem þær hefðu betur viljað vera án. En það eru fleiri fiskar í sjónum. 56 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.