Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 88
m
inn herra á aungvan vin,“ sagði Jón Guð-
mundsson Grindvíkingur þegar ógæfan hellt-
ist yfir þá Arnas Arneus.
Frá upphafi hefur vináttan skipað stóran
sess í lífi manneskjunnar. Hún er á vissan hátt örlagavaldur
og flestallar hókmenntir sem skrifaðar hafa verið fjalla um
hana á einn eða annan hátt. Íslendirígasögurnar sjna hve
forfeður okkar litu vináttuna alvarlegum augum, en þar seg-
oft frá því er menn innsigluðu vinskapinn með því að
ir
ganga í fóstbræðralag'. Það heit mátti ekki svíkja.
En það er misjafnt hye menn taka orðið vinur hátíðlega.
Sumir telja alla viðhlæjendur sína til vinahóps en aðrir eiga
sér einungis einn vin eða engan, eins og Arneus. En hvers
vænta menn af vináttunni?
Sumir vænta trausts og trúnaðar, aðrir leita
fyrst ogfremst að félagsskap, enn aðrir safna um
sig eins konar hirð til að hafa liðsöfnuð til varn-
ar ef á móti hlæs.
Nokkrir einstaklingar hafa orðið við þeirri bón
að segja frá viðhorfi sínu til vináttunnar og
nefna einhvern tiltekinn góðan vin. Fyrir engum
þeirra var komið eins og Arneusi að eiga aungv-
an vin, þvert á móti áttu þeir, að eigin sögn,
marga góða vini og áttu í erfiðleikum með að
velja einn úr þeirra hópi.
Það þekkja það sjálfsagt flestir, sem átt hafa
vin, að ýmislegt getur ógnað vináttunni. Oft
spillir öfundin vinskapnum eða þá að orð eða gjörðir komast
upp á milli vina. En þegar um sanna vináttu er að ræða
virðist sem gróið geti um heilt.
„Vinur er sá er til vamms segir,“ segir í Hávamálum. Ein-
lœgni og væntumþykja eru ef til vill hornsteinar vináttunnar
og lengra verður naumast komist en að elska náunga sinn
eins og sjálfan sig.
Til er stutt kínversk saga um væntumþykjuna. Kristinn
trúboði hittir litla kínverska stúlku sem rogast með strákanga
á bakinu. Trúboðinn gefur sig á tal við telpuna og segir: „Þú
hefur aldeilis þunga byrði að bera.“ En stúlkan svaraði að
bragði: „Þetta er engin byrði, þetta er bróðir minn.“
eftir GUNNAR HARALDSSON