Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 90

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 90
„Hún hefur svo fallegan smekk hvort sem um er að ræða skoðanir, fðlk eða hluti. “ Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Dóra Hafsteinsdóttir, skrifstofustjóri Alþýðuflokksins. etta er sú vinkona sem ég er búin að eiga lang- lengst, alveg sleitulaust. Sá vinskapur sem mynd- aðist í barnaskóla flosnaði upp þegar börnin flutt- ust úr hverfinu, en Dóru kynntist ég í Hagaskóla. Við fundum það alveg um leið og við sáum hvor aðra og byrjuðum að spjalla saman, að við vorum á sömu bylgjulengd. Eg held að við höfum alltaf þótt voðalega skrýtnar. Við vorum engar pæjur, áttum enga kærasta eða neitt svoleiðis. A Hagaskólaárunum vorum við auðvitað alveg eins og samlokur. Við gistum hvor hjá annarri eða ég aðallega hjá henni, því að það var svo þröngt heima þar sem við erum svo mörg systkinin. Við vorum eitthvað að basla við landspróf og á endanum fór ég í Menntaskólann í Reykjavík en hún í Menntaskól- ann við Tjörnina. Þá komu auðvitað nýir vinir til sögunnar og við sáumst ekki í dálítinn tíma. En það var alltaf eins og það gerst hefði í gær. Þegar við tókum upp tólið var ekkert gil eða gljúfur komið á milli okkar. Svo fóru menn að koma í spilið hjá okkur, sem eru eig- inmennirnir í dag, en þeir náðu mjög vel saman svo það var allt í fínu lagi. Þrátt fyrir að hún væri erlendis um skeið og ég færi í langt nám til Englands, erum við bestu vinkonur enn þann dag í dag. Við höfum ekki samband daglega, en engu að síður er þetta mjög náið vináttusamband. Hún er svo heilsteypt persóna og hefur svo fallegan smekk, hvort sem um er að ræða skoðanir, fólk eða hluti. Það er sama hvert hún hefur farið eða hvað hefur gerst, hún er alltaf eins. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef svo- lítið tekið mér hana til fyrirmyndar. Hingað til hef ég ekki þurft að leita til hennar, en til dæmis þegar ég varð ófrísk þá var hún sú fyrsta, fyrir utan manninn minn, sem fékk að vita það. Eins þegar ég vissi að þetta voru tvíburar, tók ég upp tólið en þá var hún ein- mitt að fljúga upp í loftið svo að mamma hennar fékk að vita það fyrst allra. Það sem einkennir góðan vin er að geta gengið að hon- um vísum hvenær sem er og hvar sem er. Á tímabili var ég hrædd um að hún myndi hafna mér. Sérstaklega þegar það reyndi á það í fyrsta sinn að fara að umgangast annað fólk eftir að við kynntumst. Til dæmis þá vini sem ég eignaðist þegar ég fór í menntaskóla og músíkina, en þá kynntist maður fullt af fólki og átti vinkonur einhver tímabil. Það var þá sem ég fann að ég gat alltaf komið að henni eins og hún er. Hún er sama persónan og þegar ég kynntist henni fyrst. 90 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.