Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 92

Heimsmynd - 01.11.1990, Síða 92
„RAX er mjög djarfur en lítillátur. Myndir hans hafa verið birtar í þekktustu blöðum heims en það skiptir hann ekki öllu. “ Árni Johnsen blaðamaður og Ragnar Axelsson Ijósmyndari. ið RAX kynntumst á Morgunblaðinu, hann ljós- myndari og ég sem blaðamaður. Honum verður ekki lýst í fáum orðum. Við höfum unnið mikið saman og farið í ýmsa leiðangra tengda vinnunni, til dæmis til Grænlands, Indónesíu, Færeyja og víðar er- lendis en þó mest innan lands. Hann er mjög listrænn ljósmyndari og kappsfullur, vill framkvæma þær hugmyndir sem hann fær og er tilbúinn til að leggja mikið á sig til að það takist. Sumir myndu segja að hann væri nokkuð sérvitur. Hann getur bitið í sig eitthvað sem hann ætlar að gera og þá snýst allt í kringum það eitt. Ef það koma tillögur um eitthvað annað, getur hann haft allt á hornum sér. Eitt sinn vorum við með Land- og Holtamönnum í smöl- un og við vissum sem var að reka þurfti féð yfir Rangá. Við biðum eftir því að geta tekið mynd af rekstrinum yfir ána en bíllinn, sem við vorum á, var að verða bensínlaus. Þrátt fyrir að RAX væri því mjög mótfallinn ákvað ég að fara á næsta bæ og ná í bensín. Pað var alveg upp á það knappasta en gekk samt. Þegar við komum aftur var féð farið að nálgast vaðið svo við þurftum að haska okkur. Þótt við slyppum þarna fyrir horn hafði RAX allt á horn- um sér og röflaði og röflaði, meira að segja þótt ég lánaði honum skóna mína til að vaða út í Rangá og ég klæddi hann að auki í þá. En hann tók frábæra mynd af Kristni í Skarði að sundríða Rangá með rollu í togi. Það sem mér líkar einna best í fari hans er hve hispurs- laus hann er. Auk þess er hann duglegur og gamansamur og því gaman að vera með honum. Hann er fljótur að svara fyrir sig. Ég hef gaman af sams konar stfl, léttum skotum og eins og hjá mörgum vinnufélögum mínum er það eiginlega orðið sjálfvirkt að svara fyrir sig og grípa tækifærin til að gera létt gaman úr hlutunum. Ef maður skýtur einhverju á RAX getur hann svarað fyrir sig um hæl og sagt við þann sem maður er að tala við: Þú áttar þig náttúrlega á því að það er ekki bara hlægilegt að hlusta á hann. Þegar við erum saman, til dæmis á ferðalögum, tölum við um allt milli himins og jarðar og það sem upp á kemur. Þannig held ég að það sé hjá þeim sem þekkjast vel og þar sem vinátta hefur skapast, að þeir geta talað um hvað sem er. Það er ekkert endilega nauðsynlegt að tala. Það geta verið eðlilegar þagnir sem kalla ekki á neitt tal. Við hittumst ekki mikið utan vinnutíma, en það má segja að vinnutími okkar, eins og hjá öðrum blaðamönn- um, sé endalaus. RAX er að mínu mati mjög snjall ljósmyndari. Hann er listamaður af guðs náð. RAX er mjög djarfur en lítillátur. Myndir hans hafa ver- ið birtar í þekktustu blöðum heims en það skiptir hann ekki öllu. Fyrir honum er aðalatriðið að taka góða mynd og gildir þá einu hvort hann gefur myndina einhverjum áhugasömum einstaklingi eða fær hana birta í víðlesnasta blaði heims. 92 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.