Heimsmynd - 01.11.1990, Page 98

Heimsmynd - 01.11.1990, Page 98
Flughætta. . . framhald af bls. 66 sjónarmenn í Evrópu öfunda þó banda- ríska starfsbræður þar sem hálfu færri flugumsjónarstöðvar en eru í Evrópu sjá um fjórum sinnum meiri umferð með færri töfum en þar gerist og í kjallara Flugmálastjórnar má fylgjast með á tröllauknum skjá ferðum hverrar einustu áætlunarflugvélar í landinu. Tölvurnar í 22 mismunandi flugumsjónarstöðvum (ATC) í Evrópu eru ófærar um að hafa beint samband sín á milli og flugumsjón- armenn verða að treysta á símann til að koma boðum áleiðis, nema hvað bein fundalína tengir London, París, Frank- furt, Brussel og Madrid. Ákvörðun, sem var tekin fyrir 25 árum um samræmt flugstjórnarkerfi fyrir Vestur-Evrópu, hefur ekki komist til framkvæmda þar sem mörg lönd, Bretland og Frakkland fremst í flokki, neituðu að gefa upp stjórn á eigin lofthelgi, með landvarnir að yfirvarpi. Kannski kemst nú skriður á þetta mál við endalok kalda stríðsins. Laurie Taylor, fyrrverandi flugstjóri á Boeing 747, er höfundur bókarinnar Air Travel - How Safe Is It? (Flugferðir - hversu öruggar eru þær?). Hann er íhug- ull og kyrrlátur maður, frábitinn allri æsifréttamennsku, en hefur þó ekki þá bjartsýnu trú á almennu flugöryggi sem flugstjórnaraðilar og áætlunarflugfélög láta stöðugt í veðri vaka. Hann bendir á að þótt slysatíðni jafnist á við það sem best hefur gerst í sögu flugsins, muni að minnsta kosti eitt þúsund farþegar láta lífið ár hvert eftir að farþegar eru orðnir tveir milljarðar árlega. Flann er langt frá því að vera vongóður um að hægt sé að ná þeirri tölu, sérstaklega ef slakað er á öryggiskröfum í leit að auknum ágóða - en það telur hann vera hina almennu til- hneigingu í dag. Hertar reglur og aukið eftirlit telur hann aftur komið á dagskrá. Og minni lágmarkskröfur megi ekki gera um vinnutíma þess starfsfólks, sem er í þeim störfum sem skipta sköpum í lofti og á jörðu niðri, en við gerum til vöru- bifreiðastjóra, strætisvagnastjóra og langferðabílstjóra. Margoft hafa menn þá ofurtrú á nýrri tækni að hún leysi alla mannlega veikleika af hólmi. Titanic átti að vera ósökkvandi. Annað kom í ljós.D Hætta. . . framhald af bls. 66 stoðarflugmaður tók við stjórninni og vakti flugstjórann sem þá tók við sjón- flugi til lendingar. Það er komið meira en nóg af þessu. Flugmálastjórn verður að setja reglur um hversu lengi við megum fljúga á þeim tíma sem innri klukkur líkama okkar segja okkur að við ættum að vera sofandi. Þetta var ekki einangrað atvik. Ég hef orðið vitni að mörgum tilfellum, þar sem frammistaða áhafnar hefur jaðrað við hættumörk í slíku næturflugi. Það verður að neyða flugfélögin - með lögum - til að haga slíku næturflugi þannig að engri einni áhöfn sé ætlað að fljúga nema nokkra klukkutíma í senn á þeim tíma sem er eðlilegur svefntími alls venjulegs fólks.“ Eins og áður segir er ísland þannig staðsett á hnettinum að tiltölulega lítil hætta er á að atvik sem þessi hendi á ís- lenskum flugleiðum. Hins vegar eru eng- ar opinberar reglur hér um vinnutíma flu- gáhafna. Hann er samningsatriði milli flugfélaganna og flugmanna og í hverjum samningum er stíft sótt af hálfu flugfélag- anna að gera vinnutímann sveigjanlegri. Það er skiljanleg afstaða flugfélaganna að kjósa helst að sama áhöfnin skili vél- inni heim til heimavallar, fljúgi fram og til baka. Þannig er unnt að spara dýr áhafnaskipti og uppihald flugliða með hótelkostnaði og dagpeningum erlendis. Þetta hefur til dæmis komið fram við sól- arlandaflug nýju Boeing 757 flugvéla Flugleiða, sem stundum hafa þurft að millilenda ( Glasgow vegna þess að vinnutímaskylda flugáhafna er búin. Leggurinn er þá stuttur, sem eftir er, og freistandi að Ijúka fluginu án millilending- ar og áhafnarhvíldar. Ungir, frískir og lágt launaðir flugliðar geta freistast til að selja öryggisþáttinn fyrir auknar tekjur með þessum hætti, þar sem hinireldri, reynd- ari, betur lauquðu (og ef til vill þreyttari) standa fast á því að öryggiskröfum sé undir engum kringumstæðum teflt í hættu. Því er nauðsynlegt frá farþegans sjónarmiði - og allt snýst þetta um að koma honum heilu og höldnu milli staða - að hámarksvinnutímaákvæði séu fast sett í lögum, en ekkí uppboðsatriði milli aðila í samningum. ísland er að því er best er vitað eina Vestur-Evrópulandið, sem þannig er ástatt um.D Vincent. . . framhald af bls. 72 sjúklingi. Á hinn bóginn gerði hann sér grein fyrir að öll mikil og frumleg list verður til í einrúmi. Mánuðina áður en hann veiktist af flogaveikinni fór hann í gegnum eitt mesta sköpunargos sem nokkur listamaður hefur komist í. Slíkt samanþjappað sköpunaræði væri ef til vill nóg til að æra sérhvern meðalsterkan mann. Og auðvitað tókst Vincent að sýna okkur líðan sína myndrænt. Þaö gerði hann best í sjálfsmyndunum sem málaðar eru undir áhrifum frá depilmál- verkum Seurat. Deplamálverkið (pointil- lism) var síð-impressionistísk stefna sem var vinsæl meðal nokkurra málara á Parísarárum Vincents. Stefnan er eins konar vísindaleg útfærsla á litablöndun þar sem milljónir lítilla punkta, í öllum gerðum af hreinum litum, þekja mál- verkið. Síðan er það auga áhorfandans sem sér um að blanda litina saman. Lita- blöndunin fer þá ekki fram á litaspjaldi áður en tekið er til við að mála. Ein þekktasta mynd Seurat, hugmynda- smiðsins bak við þessa kenningu, er Sunnudagseftirmiðdagur á Grand Jatte. SJÁLFSMYNDIR Skömmu áður en Gauguin fluttist til Vincents í Gula húsið stakk Vincent upp á því við hann og málarann unga, Emile Bernard, að þeir skiptust á sjálfsmynd- um. Bernard og Gauguin gerðu myndir þar sem þeir höfðu hvorn annan í bak- grunni sjálfsmynda sinna. En Vincent var að sjálfsögðu miklu frumlegri. Hann málaði mynd af sér sem munki er bíður meistarans. Meistarinn var Gauguin. Aðra táknræna mynd í svipuðum dúr málaði Vincent, þegar Gauguin var flutt- ur inn í Gula húsið, af stóli Gauguins þar sem logandi kerti í stólnum táknar upp- lýsingu þá og kennslu sem Vincent varð aðnjótandi í samfélaginu við Gauguin. Rökkurbirta ríkir í þessari mynd sem táknar meðal annars það að Gauguin var konungur næturinnar. Hann var nautna- belgur mikill, afar tvöfaldur í roðinu og sérlega frekur til kvenna. Andstæða hans var Vincent sem var maður dagsins og birtunnar (hreinskilninnar). Þess vegna er málverk Vincents af eigin stóli umvafið dagsbirtu. Á stólnum eru tákn róseminnar: pípa og tóbak. Ef ganga á lengra í táknatúlkun má hugsa sér að Vincent geti nýtt sér kertalogann á stóli Gauguins til að kveikja í pípunni sinni. Ein af þeim hugmyndum sem Gauguin kveikti hjá Vincent var að mála sam- kvæmt ímyndunaraflinu en ekki eftir fyr- irmyndum. Vincent málaði eina slíka mynd undir þessum áhrifum frá Gauguin og er sú mynd einstæð, ekki lík neinni annarri mynd sem Vincent málaði, hvorki í litum né byggingu. Þetta er myndin Minningar frá Etten. EMILE BERNARD Áður en Gauguin kom til Vincents í Ar- les, og fór að búa hjá honum í Gula hús- inu, bjó hann með hinum unga og efni- lega málara Emile Bernard. Um það leyti sem deplamálverkið var hvað mest umtalaða nýjungin í málaralistinni, voru Bernard og Gauguin að gera tilraunir með það sem kallast cloisonismi eða smeltistefna. Stefnan sú var talsvert und- ir japönskum áhrifum en meginhug- myndin var fengin frá glerlist eins og hún tíðkast í kirkjugluggum. Það má líkja smeltistefnunni að nokkru leyti við teiknimyndir nútímans: Allar útlínur í málverkunum voru skírt dregnar, öfugt við það sem tíðkaðist hjá impressionist- um, og stórir fletir voru fylltir með sama litnum. 98 HEIMSMYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.