Heimsmynd - 01.11.1990, Side 111

Heimsmynd - 01.11.1990, Side 111
The WorldPaper LÍFTÆKNI Miklir peningar, lítil furðuverk Heilsuiðnaðurinn væntir gjöfulla markaða Eftir Joe Edelman í New York, Bandaríkjunum Nú telja menn sig vera í þann veginn að lyfta hulunni af þeim leyndardómi sem varðveitir forrit mannlegra eiginleika. Markaðsöflin bíða hungruð á jaðri leik- vallarins með væntingar um stóra hluti frá hinum litla innra heimi frumunnar. Innan læknisfræðinnar bjóða afurðir líftækninnar - mótefni, lyf og hjálpar- tæki til sjúkdómsgreininga - upp á stór- kostleg viðskiptatækifæri. í Bandaríkj- unum einum, stærsta markaði líftækn- innar hingað til, er áætlað markaðsverð afurða, sem hlotið hafa opinbert sam- þykki, metið á 4 milljarða dala. Alpha interferon, erfðatæknilega framleiddur hvati fyrir ónæmiskerfið, er sláandi dæmi um viðskiptalegan árangur líftækninnar. Gefin var heimild til notk- unar lyfsins til meðferðar á tiltölulega sjaldgæfu formi krabbameins á árinu 1986. Síðan hefur notkun alpha interferons verið leyfð til 18 mismunandi nota, þar með talin meðferð við alnæmi. Nú eru allar horfur á að þessi markaður, sem árið 1986 var álitinn geta velt í mesta lagi 50 milljónum dala, geti náð millj- arðs dala veltu fyrir árið 1995. Joe Edelman er varaforseti Labé, Simpson & Company, Inc., rannsóknafyrirtæki í veröbréfageir- anum fyrir hátækni- og líftæknifyrirtæki. Líftæknin hefur innleitt nýja tíma í uppbyggingu lyfja, sem mun hafa djúp- tækar breytingar í för með sér fyrir framleiðslu lyfja, tækja til sjúkdóms- greininga og mótefna. Nærtækustu áhrif líftækninnar varða framleiðslu sömu kemískra efna og okkar eigin líkamar framleiða með náttúrlegum hætti. Mannlegur vaxtarhormón var fyrsta líftækniafurðin markaðssett af Genent- ech, stærsta líftæknifyrirtæki í heimi, og hefur gert fjölda barna, sem skortir vaxtarhormón, kleift að vaxa tiltölulega eðlilega. í grein, sem birtist í New England Journal of Medicine nýlega, var lýst nið- urstöðum rannsókna á notkun tuttugu og eins eldri manns á vaxtafhormónum. Árangurinn kom gersamlega á óvart. Meðferðin minnkaði fitu sjúklinganna um 14,4 prósent, jók vöðvamassa um 8,8 prósent og bætti þykkt húðarinnar um 7,1 prósent. Mörgum mannanna fannst þeir yngjast um tuttugu ár. Rann- sóknin gefur í skyn að vaxtarhormón geti snúið aldurshnignun við - markaðs- möguleikarnir gætu verið ótæmandi. Líftækninni hefur líka verið beitt við framleiðslu mjög lofandi afurðar, tPA, (tissue plasminogén actiVator), efni sem leysir upp blóðkekki og er mikið notað í sambandi við hjartaáföll til að leysa upp kekki sem áfallinu valda. Nýlega kom hins vegar í ljós, að tPA var mjög áþekkt miklu ódýrara lyfi, sem framleitt er án líftæknilegra aðferða. Þetta er ein hættan sem steðjar að líftæknivörum - að loknum löngum þróunarferli getur komið í ljós að varan er alls ekki lengur ódýrasta og skilvirkasta afurðin á mark- aðnum. Erythropoietin (EPO) örvar fram- leiðslu rauðu blóðkornanna í líkaman- um og getur ráðið bót á blóðleysi, sem á sér ýmsar orsakir, þar á meðal nýma- sjúkdóma, krabbamein og alnæmi. EPO gæti í framtíðinni náð árlegri sölu upp á 1 milljarð dala. EPO er líka gott dæmi um hinn gífur- lega kostnað sem fylgir notkun líftækni- afurða. Meðferð á sjúklingum með nýmasjúkdóma í Bandaríkjunum getur kostað frá 4 þúsund til 8 þúsund dollara árlega. Með sívaxandi kostnaði við heilsugæslu í flestum löndum verður háa verðið á líftæknilyfjum veruleg hindrun í vegi fyrir almennri notkun þeirra. Síðasta meiriháttar líftækniafurðin, sem fram hefur komið, er sjúkdóms- greinir við lifrarbólgu. Þar eð fólk fram- leiðir náttúrlega andefni við veirunni, má nota þennan greini til að bera kennsl á sýkt blóð. Greinirinn er nú notaður til að skanna blóð í nær öllum þróuðum löndum. Um miðjan næsta áratug ætti veruleg- ur árangur að hafa náðst í meðferð krabbameins, smitandi sjúkdóma og annarra þátta sem ógna lífi og heilsu. Á næstu öld getum við vænst nýrrar með- ferðartækni við heilatruflunum eins og Alzheimer-sjúkdómnum og arfgengum sjúkdómum eins og cystic fibrosis (alvar- leg truflun á starfsemi lungna og melt- ingarfæra). Einhvern tíma kunnum við að ná svo langt að geta „slökkt“ á slæmu geni eins og kabbameinsvaldandi geni og „kveikt“ aftur á góðum genum. Vonandi verður það vald sem í líf- tækninni felst alltaf notað til að hafa já- kvæð áhrif á líf okkar og gert öllum jafnaðgengilegt. Fruma, fruma, fruma! Afurð Markaðsmætti (í milljónum) Mannlegt insúlín US$ 1100 Mannlegt vaxtarhormón 400 Álpha interferon 600 Orthoclone OKT-3 60 Lifrarbólgumótefni 300 Örvi (tPA) 400 Erythropoietin (EPO) 850 Lifrarbólgugreinir 400 HEIMILD: JOE EDELMAN HEIMSMYND 111
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.