Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 32

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 32
FJÖLSKYLDAN HJÓNABANDIÐ í HÆTTU Það er viðkvæði ungs fólks að halda að heiti þau hvort öðru eilífri ást og trausti sé köttur úti í mýri, úti sé ævintýri. Enda er sífellt ver- ið að gefa ungu fólki þá glansmynd af lífinu. hvað er að baki brostins hjóna- bands? Er það einföld staðreynd? Sú einfalda staðreynd að þegar fólk er orðið leitt í hjónabandinu nennir það hreinlega ekki lengur að leggja rækt við það. Eða eru ástæðurnar margslungnari? Það orð hefur farið af kynslóðinni sem gekk í hjónaband eftir 1970 að hún sé of lin við sjálfa sig, nenni hreinlega ekki að leggja það á sig sem kynslóðin á undan gerði til þess að halda hjónabandinu saman. En er það raunin? Skortir kannski íslendinga það sem ef til vill er komið inn í sálartetur margra annarra þjóða, að hafa alltaf einhvern á vakt- inni þegar hriktir í stoðum hjónabandsins, jafn- vel einhvers konar sálfræðing á læknavakt? Tölur frá því snemma á áttunda áratugnum sýna að þriðja hvert íslenskt hjónaband endar með lögskilnaði. Árið 1990 voru 1.154 hjóna- vígslur og 479 lögskilnaðir. Þróunin hefur verið hægt og sígandi í þá átt að hjónavígslum fækkar en lögskilnuðum fjölgar. Sama ár voru skráðar 1.916 sambúðir en 749 sambúðum var slitið. Þess má þó geta að flestir þeir sem ganga í heil- agt hjónaband hafa verið í óvígðri sambúð áð- ur. Rúmlega níu þúsund óvígðar sambúðir eru skráðar í landinu. Hefur þeim því fjölgað um fjögur þúsund frá því 1986. Árið 1981 áttu sér stað 1.357 hjónavígslur og 463 lögskilnaðir. Flestir lögskilnaðir verða eftir sex til níu ára hjónaband. Tíðastur er lögskilnaður hjá konum á aldrinum tuttugu og fimm til tuttugu og níu ára og körlum frá þrjátíu til þrjátíu og fjögurra ára. Fleiri en tvö börn virðast treysta hjóna- bandið því eftir að þriðja barnið kemur í heim- inn snarfækkar skilnuðum og þeir verða sárafá- ir þegar hjón hafa getið af sér fjögur eða fleiri börn. Langflestar hjónavígslur sem eiga sér stað hér á landi fara fram í kirkjum, raunar níu af hverjum tíu vígslum. Borgaralegum hjónavígsl- um hefur fækkað frá því á fyrri hluta áttunda áratugarins, úr einni af hverjum sex hjónavígsl- um en eru nú ein af hverjum tíu. Þetta setur ís- lensku prestastéttina í mikla ábyrgðarstöðu því hvert brostið hjónaband sem hefur verið inn- siglað af prestum þarf að ganga sömu leið til baka. Fólki sem slítur óvígðri sambúð er einnig ráðlagt að tala við prest, sérstaklega ef börn eru komin til sögunnar. Það er lögboðin skylda presta að vera til ráðgjafar og hjálpar þegar vandi steðjar að í hjónabandinu. Hingað til hefur mörgum þótt ýmislegt skorta á að kirkjan axlaði þessa ábyrgð. Það hefur hins vegar verið í umræðunni innan kirkj- unnar í marga áratugi að koma á fót sérstakri stofnun þar sem hjón og börn gætu leitað sér aðstoðar eða upplýsinga. Ekkert hefur orðið af því fyrr en nú um síðustu áramót er kirkjan kom á fót Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Forstöðumaður hennar er vígður guðfræðing- ur, séra Þorvaldur Karl Helgason, sem lagði utan til framhaldsnáms og tók meistarapróf í fjölskyldur- áðgjöf, í því hvernig halda megi hjónabandinu saman. Honum eins og mörgum öðrum hefur fundist vanta fræðslu um hjónabandið sjálft í þjóðfélaginu. „Það má þó ekki vanmeta það sem prestar hafa verið að gera því þeir hafa aðstoðað fólk í byrjun og þá sem átt hafa í erfiðleikum í hjónabandi mun meira en ég held að almenning- ur geri sér grein fyrir. Það þekki ég af reynslu minni sem sóknarprestur í Njarðvík." Fjölskylduþjónusta kirkjunnar er sú eina sinnar tegundar hér á landi. Þorvaldur segir hana ekki hafa verið mikið auglýsta en nóg hafi verið að gera frá því hún hóf starfsemi sína, þar sem sóknarprestar um land allt hafi verið tengi- liðar þessar stofnunar, að auki hafi dómsmála- ráðuneytið vísað mörgum málum til þeirra, til að mynda forræðismálum sem reynst hefur erf- itt að sætta. Hlutverk fjölskylduþjónustunnar er þrenns konar: fyrirbyggjandi fræðslustarf, þar með tal- ið hvers kyns námskeiðahald fyrir hjón og fjöl- skyldur, almenn ráðgjöf sem opin er fyrir hvern sem er og einnig aðstoð við fólk samkvæmt til- vísun frá prestum, og meðferðarvinna. „Þetta starf er því hugsað sem útvíkkun á því mikilvæga sálgæslustarfi sem prestar inna af hendi“, segir Þorvaldur Karl. Hver er munurinn á sálfræðingum og geð- læknum annars vegar og svo presti í þinni stöðu hins vegar? „Þetta er spurningin um tungutak. Auðvitað erum við að fást við sömu vandamálin og sál- fræðingar og geðlæknar en ég myndi telja guð- fræðina sjá frekar hlutina í heild sinni. Kirkjan hefur öðruvísi lífssýn. Sálfræðingar og geðlækn- ar myndu orða hlutina þannig að um hjónaerj- ur eða sambúðarvanda væri að ræða en við inn- an kirkjunnar tölum um vanda mannsins, að maðurinn sé ósáttur við sjálfan sig og líði því illa, þess vegna eigi hann í vanda. Maðurinn þarf að takast á við þetta h'f sem hann lifir. Hlutverk tímamót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.