Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 78

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 78
/ A Mikið er rætt um hinn alvarlega vanda sem staf- ar af eiturlyfjaneyslu hér á landi sem annars staðar. Hitt gleymist þó að hér er alls ekki um nýtt vandamál að ræða. Flestir kannast við sögur Arthurs Conan Doyle um Sherlock Holmes, en sá síðarnefndi reykti ópíumpípu og lá stundum dögum saman í ópíumvímu. Sumir kynnu að ætla að íslendingar hefðu verið svo saklausir á dögum Sherlocks Hol- mes að neysla á hættulegum fíkniefnum hefði verið þeim víðs fjarri og þeir látið brennivínið duga. En það var öðru nær. Þeir drukku ekki einungis svo hraustlega að útlendingar, sem komu til landsins, töldu ofdrykkju eitt af þjóðareinkennum íslendinga heldur var ópíumneysla algeng, einkum meðal höfðingja sem neyttu þessa efnis undir því yfirskyni að það væri lækningameðal. Sigurður Thoroddsen verkfræðingur getur þess í ævisögu sinni að faðir hans, hinn þjóðkunni Skúli Thoroddsen, alþing- ismaður og ritstjóri, hefði jafnan haft ópíumglas á skrifborði sínu og var litið á það sem allsherjarmeðal við magakveisu. Þórður Thoroddsen læknir segir í bréfi að hann hafi áhyggjur af ópíumneyslu Skúla bróður síns. Sigurður segir að hann hafi oft séð föður sinn taka inn óp- íum og taldi hann þá ávallt 20 dropa í teskeið og tók þá inn. Það var haft á orði að Skúli hafi verið ákaflega þungur í lund og oft lokað sig inni. Var hann þá kannski í ópíum- vímu? ÓPÍUMDAUÐI SVEITA- KLERKS Atvik sem varð í Dómkir- kjunni í Reykjavík 8. júlí 1884 kann einnig að varpa ljósi á eiturlyfjavímu og áfengissýki höfðingjastéttar íslands. Þá var Benedikt Ásgrímsson gullsmiður að gifta sig öðru sinni, en hann hafði misst fyrri konu sína í mislingasótt 1882. Benedikt var afi Birgis ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra. Þegar athöfnin fór fram hafði sveitaprestur einn, séra Brandur Tómasson á Ásum í Skaftártungu í Vestur-Skaftafellssýslu, verið nokkra daga í bænum og rann ekki af honum. í miðri giftingarathöfninni slangraði séra Brandur inn í Dómkirkjuna og settist innarlega. Fór hann síðan að grípa fram í fyrir dóm- kirkjuprestinum og var þaggað niður í honum um stund. Allt í einu stóð hann upp, gekk upp að altarinu og fór að tóna upp úr eins manns hljóði eins og hann vissi hvorki í þennan heim Fylliraftur úr stétt almúgamanna vaknar úr drykkjudái við höfnina í Reykjavík árið 1901. né annan. Lá við að hjónavígslan færi út um þúfur. Loks gripu svaramenn brúðhjónanna til þess ráðs að handsama klerk, færa hann út úr guðshúsinu og læsa hann inn í kolageymslu kirkjunnar. Var hann látinn dúsa þar inni þar til löngu síðar að honum var hleypt út. Mun ekki hafa verið sjón að sjá þenn- an fróma klerk er hann hann leit dagsbirtuna á ný allur svart- ur af kolaryki og „rykaður“ í óeiginlegri merkingu í þokkabót. Nú kann að vera að séra Brandur hafi einungis verið öld- rukkinn, en frásögn af dauðdaga hans sjö árum síðar ýtir undir grun um að hann hafi ef til vill verið í ópíumvímu einnig. Frá- sögnin birtist í ísafold 8. ágúst 1891 og hljóðar svo: „Síra Brandur Tómasson, prestur á Ásum í Skaftártungu, andaðist sunnudag 19. fyrra mánaðar nær hálf sextugur að aldri. Hann hafði á laugardaginn áður riðið að næsta bæ, Flögu, til að gjöra fólki aðvart um að messað yrði að Ásum á sunnudeginum. Þegar hann kom heim hafði hann verið nokk- uð ölvaður, en þó ekki fram úr hófi. Hann var syfjaður og vildi geta sofnað, tók því inn ópíum, jafnvel 30 dropa fyrst, sofnaði svo, að sagt er, vaknaði aftur og tæmdi þá það sem var á tveggja lóða glasi af ópíum. Tilraun var gerð með að láta hann selja þessu upp, en það heppnaðist ekki. Á sunnudags- morguninn var hann vakinn og borinn út í kirkju, óskaði þá, að heimilisfólkið væri kallað til sín og var það gjört; kvaddi hann síðan fólkið; eftir það var hann borinn inn aftur. Hann hafði sagt að hann gæti ekki embættað, en ef fólk kæmi til kirkju, vildi hann að lesið væri fyrir því í Vídalín- spostillu. Eftir það féll hann í fastan svefn svo hann varð varla vakinn. Læknir var sótt- ur; kom hann hér um bil klukkan eitt til tvö, en lífgun- artilraunir allar urðu árang- urslausar. Á sunnudagskvöld- ið eftir miðaftan, að teknum andvörpum, sem glögglega sást, andaðist hann.“ Þess skal getið að séra Brandur var vel látinn í sókn sinni og þótti góðmenni og síljúfur „hvort sem hann var við öl eða ódrukkinn", eins og segir í ísafold. Séra Brandur átti margt barna og er fjöldi þekktra afkomenda af honum kominn. Meðal þeirra var Guðbrandur Magnússon, fyrsti ritstjóri Tím- ans og síðar lengi forstjóri Áfengisverslunar ríkisins. Hann var dóttursonur séra Brands. Þegar lesnar eru æviskrár íslenskra embættismanna á síð- ustu öld og fram á þessa má sjá að það er nánast undan- tekning ef þeir áttu ekki við áfengisvandamál að stríða. Um 78 HEIMSMYND eftir GUÐJÓN FRIÐRIKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.