Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 27

Heimsmynd - 01.06.1992, Síða 27
KONA MÁNAÐARINS, LISTIR, TÍSKA, MATUR, MENN OG MÁLEFNI í JÚNÍ1992 Hvar og hvernig býrðu? Ég bý í níutíu fermetra húsasmiðjuhúsi uppi í Mos- fellsdal. Hver er nýjasta upp- götvun þín? Hversu mikið íslenska þjóðin virðir og dáir illa inn- rætta menn, líkt og ástin á störum og mávum. Svoleiðis fuglar eru orðnir allsráðandi hvert sem litið er. Hvað er siðleysi fyrir þér? Það er siðleysi að lifa á rík- inu en þykjast um leið berjast fyrir einkavæðingu og vera frjálshyggjumaður. Hvað ergir þig mest í íslensku þjóðfélagi? Það er fólkið sem kosið hefur verið á þing undanfarið og virðist í engu sambandi við íbúa þessa lands. Hvar vildir þú helst búa? Ég vildi helst búa hér á ís- landi. Næsti kostur væri Suð- ur-England, þar er svo bú- sældarlegt. Hver er besta bíó- myndin sem þú hefur séð nýlega? Það er til dæmis myndin Once Around í leikstjórn Lasse Helströmm, sem gerði myndina Mit Liv som Hund. Ég hef því miður ekki séð nýjustu mynd Ettore Scola. Hver er uppáhalds- bókin þín? Það rís úr djúpinu eftir Guðberg Bergsson. Á hvernig tónlist hlustar þú? Núorðið yfirleitt á klass- íska tónlist. Þessa dagana er fiðlukonsert eftir Tsjaj- kovskíj í miklu uppáhaldi. Svo hlusta ég á Stuðmenn þegar ég er í stuði. Hver er uppáhalds- flíkin þín? Svarta sparipilsið sem var grátt einu sinni. Ég lét lita það. Áttu eitthvað sem þú eða aðrir álíta stöðu- tákn? Brúnan Landroverjeppa dísel. Þar er pláss fyrir tólf og ég er mjög öfunduð af hon- um. í hverju vildiröu helst fjárfesta? í trjárækt. Hvaða hæfileika vildir þú helst vera gædd? Ég vildi að ég gæti dansað suðurameríska dansa hnökralaust. Þá öfunda ég mjög góðar söngkonur og hef gert mér far um að sitja á milli Röggu Gísla og Didd- úar, svo allir haldi að röddin komi frá mér. Burtséð frá núverandi starfi, hvernig vildir þú helst afla þér tekna? Ég myndi vilja reka hótel einhverstaðar á Islandi eftir mínu höfði, sérstaklega ætlað þreyttum Islendingum. Og ég vildi vera fornleifafræð- ingur. Hvaða manneskju í þínu fagi dáirðu mest? ítalska kvikmyndaleik- stjórann Ettore Scola og kon- una hans, en hún hjálpar honum með handritin. Ef þú hefðir lifað áður hver hefðir þú viljað vera? Ætli ég hefði ekki viljað vera Guðný Klængsdótttir, amma mín. Mér skilst að hún hafi lifað þægilegu lífi, látið hverjum degi nægja sína þjáningu og ekki gert mikið veður út af hlutunum. Hvers iörast þú helst? Að hafa byrjað að reykja sem barn. Við hvernig kringum- stæður missir þú helst stjórn á skapi þínu? Það er þegar fólk er að tuða, smátuða og er lengi að. Þá missi ég stjórn á skapi mínu því ég vil að fólk segi hlutina hreint út og hratt, helst í einni setningu í stað þess að tuða í sífellu. Hvað kemur þér helst til að hlæja? Bara djúpstæður hallæris- brandari. Ertu trúuð? Nei. Hverju langar þig helst að koma í verk? Búa til nytjaskóg umhverf- is húsið heima hjá mér. Hverju vildir þú breyta í fari þínu? Gasprinu. Ég gaspra svo mikið. Með hverjum vildir þú snæöa kvöldverð fyrir utan maka? Ég verð að öfundast við ritstjóra blaðsins og segi bara: Yoko Ono. Ef þú værir alveg á kúpunni fjárhagslega hvaða munað þætti þér erfiðast að neita þér um? Lindubuff. Annars hef ég ekki vanið mig á mikinn munað. Ég borða að meðal- tali fjögur til fimm Lindubuff á viku. Stykkið kostar um fimmtíu krónur. Hverju berðu helst virðingu fyrir? Gömlu fólki. Hvað er fegurð? Einstaklingsbundið. Mér finnst ekkert jafnfallegt og minn einkadalur að kvöldlagi þegar sólin er að setjast og horft er í vestur undir söng mófuglanna.B VIÐ SPYRJUM SPURNINGANNA GUÐNÝ HALLDÓRSDÓTTIR kvikmyndagerðarmaður hefur verið viðloðandi kvik- myndagerð síðan 1976 og leikstýrði síðast Kristnihaldi und- ir jökli eftir sögu föður síns. Guðný, eða Duna eins og hún er jafnan kölluð, fékk nýlega styrk úr Kvikmyndasjóði til að gera kvikmyndina Karlakórinn Hekla en það fram- lag er 17 prósent af heildarkostnaði myndarinnar sem einn- ig er fjármögnuð af Þjóðverjum og Eurimage kvikmynda- sjóðnum. Guðný er 38 ára gömul, gift Halldóri Þorgeirs- syni kvikmyndagerðarmanni. Sonur þeirra Halldór er sjö ára. Nýja myndin sem fyrirtæki Guðnýjar og Halldórs, Umfoi framleiðir en Guðný leikstýrir er tekin upp í Hveragerði og Mosfellssveit, á Skáni í Suður-Svfþjóð og í borginni Blankenberg, suður af Köln í Þýskalandi. Hluti myndarinnar gerist einnij; á sjó. Tökur hefjast 15. júní og þeim lýkur í lok ágúst. I aðalhlutverkum eru Ragnhildur Gísladóttir, Kristján Jóhannsson óperusöngvari, Þórhallur Sigurðsson, Egill Olafsson, Sigurður Sigurjónsson, Örn Arnason og fleiri. Þema myndarinnar: Karlakór sem fer ( ferðalag til útlanda. Guðný hefur unnið að handritinu und- anfarin tvö ár. Þetta er gamanmynd, sem hún segist vona að komi til með að skemmta fólki um leið og það fái tæki- færi til að hlusta á fallega tónlist.H HEIMSMYND 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.