Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 33

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 33
mannsins er ekki að flýja raunveruleikann. Af þessum ástæðum erum við með fjölskyldumeð- ferð en ekki einstaklingsmeðferð.“ Þorvaldur segir mörg mál komin á ystu nöf þegar til þeirra sé leitað en þó alls ekki öll. I mörgum tilfellum sé hægt að sætta fjölskyldur en í öðrum sé ekki hægt að bjarga sökkvandi skipum. „Það kemur yfirleitt fram eftir nokk- urra tíma meðferð hvort hjónabandinu sé við- bjargandi eða ekki. í þeim tilfellum sem ^ ekki gengur að sætta hjónin er það ekki síður í okkar verkahring að hjálpa fólk- inu að skilja. Við fáum hingað inn mörg alveg gríðarlega erfið mál sem eru orðin að miklum flækjum vegna til dæmis drykkju, framhjáhalds eða fjárhagsörð- ugleika.“ Mikið hefur verið talað um linkind kynslóðarinnar, sem nú er innan við fer- tugt, í að takast á við hjónabandið. Lin- kind að því leyti að hún nenni hreinlega ekki að vera í leiðinlegu hjónabandi heldur gefist strax upp. Hvernig snýr þetta að ykkur? „Ef menn hefðu spurt fyrir fjörutíu til fimmtíu árum: af hverju skildu hjónin? Þá var venjulega hægt að svara því þann- ig: það var annar aðilinn sem hélt fram- hjá. Þá var það borðleggjandi að hjóna- bandið væri búið. Á þessum tíma voru svo margir ytri þættir sem héldu hjóna- bandinu saman að menn hugsuðu um það allra síðast að slíta því. En það segir okkur hins vegar ekki að fólk hafi verið hamingjusamara hér áður fyrr. í dag eru aðrar kröfur. Þessir ytri þættir eru alls ekki eins. Það er til að mynda miklu auðveld- ara að fara og finna sér húsnæði nálægt vinnustað. Af þessum ástæðum og öðrum verður ekki eins mikil uppstokkun þó skilnaður eigi sér stað. Eg tel þetta hafi meira með fleiri tækifæri að gera en linkind fólks.“ Þorvaldur segir að einnig sé alltaf að koma betur og betur í ljós að fólk á í mikilli tilfinngakreppu. En það sé oft erfitt að greina hvað er orsök og hvað afleiðing. „Það er því hægt að segja yfirborðskennt að ef fólk er orðið leitt í hjónabandinu nenni það þessu ekki lengur. Það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir að þess- ari stofnun var komið á legg að margir eru alls ekki sáttir við að málin séu svona ein- föld. Þeir eru ekki sáttir við það að annar aðilinn geti hlaupið burt þó eitthvað smávegis bjáti á.“ Þrátt fyrir verulega við- horfsbreytingu til hjóna- bandsins og hjónaskilnaðar á síðari árum þá er skilnaður STAÐREYNDIR íslendinga vantar sálfræð- inga á læknavakt þegar hriktir í stoðum hjóna- bandsins. Rúmlega þriðja hvert hjónaband og þriðja hver sambúð á Islandi fer í vaskinn. Það vantar almenna fræðslu um hjónabandið á íslandi. Mörg hjónabönd enda bara af því að fólk nennir þessu ekki lengur. Fjölskylduþjónusta kirkj- unnar er eina stofnun sinn- ar tegundar hér á landi. íslendingar eiga í tilfinn- ingakreppu. Kirkjan lítur á fjölskylduna sem heild en sálfræðingar og geðlæknar á einstakl- inginn. Menn eru að verða þreyttir á eftirsókn eftir vindi. Þetta er ekki spurning um lengd sambúðarinnar eða aldur fólks, heldur hvað er að gerast í lífi fólks. hvorki einfaldur né sársaukalaus atburður. Hann er í flestum tilfellum afleiðing langrar og óheillavænlegrar þróunar, og oftar en ekki síð- asta úrræðið sem fólk vill grípa til. Hjónaskiln- aður er áfall. Hann veldur verulegu tilfinning- aróti þar sem togast á ólíkar tilfinningar og kenndir. Sársauki, vonbrigði, angist, reiði, bit- urð og örvænting, jafnvel sektarkennd og von- leysi, einmanaleiki og viss léttir. É£ VAR SVO VITLAUS eg vildi frekar sjá á eftir honum í gröfina heldur en að þurfa horfa upp á hann kominn með aðra konu“, sagði tveggja barna fráskil- in kona í samtali við HEIMSMYND. Forsaga þessarar konu er sú að eftir fimm ára hjónaband og tvö börn fór hún fram á skiln- að. Samband þeirra hjóna var orðið leiðinlegt eins og við getum kallað það. Þó hjónabandið hafi verið fimm ára gamalt höfðu þau búið saman í sjö ár. Þegar skilnaðurinn átti sér stað voru bömin orðin sex og þriggja ára og langt og strangt nám hjónanna að baki. Þau voru orðin leið á hvort öðru. Hún vildi skilja, ekki hann. Að lokum var skilnaðurinn ákveðinn og þau kom- ust að samkomulagi um að börnin myndu búa hjá henni í íbúðinni þeirra. Þau reyndu að valda börnunum sem minnstri röskun. Málið gekk nokkuð þrauta- laust fyrir sig. Bæði reyndu þau að vinna sem best úr skilnaðinum barnanna vegna. Þar sem það var hún sem vildi skilnaðinn var hún sáttari við lífið, að minnsta kosti til að byrja með. Hún hitti karlmenn, fleiri en einn en fann sig aldrei. Hann var hins vegar einn í langan tíma þar sem hann saknaði hennar ógurlega. Hann sá ekki aðrar konur. En þar sem hún átti alltaf í einhverjum samböndum reyndist henni auðvelt að gleyma honum að minnsta kosti um tíma. Hún hafði líka ung hitt barnsföður sinn og henni fannst hún þurfa að rasa út. Þegar þau höfðu verið skilin í nærri þrjú ár hittir hann konu sem hann verður hrifinn af. Við þessar aðstæður áttar hún sig og dauðsér eftir fyrrum eiginmanninum. En þarna var það orðið of seint. í meira en eitt ár hefur hún nagað sig í handarbökin yfir að hafa verið svona vitlaus eða eins og hún orðar það sjálf: „Ef ég hefði verið upplýstari á því tímabili sem við vorum að skilja, um hve erfitt er að standa frammi fyrir því að faðir bamanna minna og mað- urinn sem ég í raun og veru elska og vil eyða ævi minni með, sé kominn með aðra konu, hefði ég viljað reyna bjarga hjónabandinu með einhverjum hætti, fara í einhvers konar meðferð til að reyna að átta mig á sjálfri mér, til þess að vita hvað ég í raun og veru vildi. Nú er ég að upplifa þessa höfnunartilfinningu sem hann er búinn að ganga í gegnum. Eg held að ég eigi aldrei eftir að kom- ast yfir það að hafa farið svona illa að ráði mínu.“ „Þetta er frekar spurning um hvað er að ger- ast í lífi fólks þegar skilnaður á sér stað en spurning um aldur sambúðarinnar, hjónabands- ins eða fólksins. Hjónin eru oftast komin yfir það skeið að vera með ungu börnin, rómantík- in er farin og hversdagsleikinn tekinn við. Hann reynist oft svo þungur. Fólk er að ljúka námi og peningaörðugleikar geta verið miklir. I brauðstritinu gleymist oft að sinna hvert öðru innan fjölskyldunnar." Við höfum verið á hátindi í eftirsókn eftir lífsgæðum en samkvæmt nýjustu fregnum erum við á hraðri niðurleið. „Menn eru að verða þreyttir á eftirsókn eftir vindi. Ég held að tímarnir séu að breytast til hins betra. Það sáust til dæmis ekki margir í sundlaugunum, úti að skokka eða uppi í Blá- fjöllum fyrir 10 til 15 árum. Fasteignasalar hafa tjáð mér að menn leggi ekki lengur upp úr því að eiga þessar stóru húseignir sem voru reistar fyrir tíu árum. Þeir segja að nú vilji fólk selja stóra húsnæðið og eiga fremur athvarf uppi í sveit. Samkvæmt heimildum frá stéttarfélögum er löngu bókað í öll orlofshús. Menn eru þreyttir á skarkalanum og streitunni í bænum og fara því frekar upp í sveit með fjölskyldu sinni.“B HEIMSMYND 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.