Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 83

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 83
ynferðisleg misnotkun barna er hrikalegur glæpur, sem jafnvel harðsvíruðustu afbrotamenn hafa við- urstyggð á. Engu að síður sýna tölur frá nágrahna- löndum okkar og Bandaríkjunum að kynferðisleg áreitni gagnvart börnum er tíðari en flesta grunar. ítrekaðar rannsóknir gerðar í Bandaríkjunum sýna að á milli tíu og tuttugu prósent stúlkna undir átján ára aldri hafa orðið fyrir kynferðislegri mis- notkun. Því miður er fátt sem bendir til þess að ástand hér á landi sé að einhverju Ieyti betra en annars staðar. Til að gefa hugmynd um hversu geigvænlegur þessi vandi er má benda á að þegar litið er yfir hóp barna í skólastofu í íslenskum grunnskóla er ekki fjarri lagi að ætla að eitthvert þeirra eða systkina þeirra hafi orðið að þola eða búi við kynferðislega áreitni. Enn sem komið er hefur athyglin fyrst og fremst beinst að stúlkum því reynslan hefur sýnt að þær eru þolendur í langflestum tilvik- um. Hins vegar hefur þeim tilfellum fjölgað á undanförnum árum þar sem komið hefur verið upp um misnotkun á drengj- . um. Það er staðreynd að hér á landi hafa kornung börn, allt niður í tveggja til þriggja ára, verið misnotuð gróflega, þving- uð til samræðis og þátttöku í kynlífi fullorðinna. Aðeins hluti þessara mála kemur nokkurn tímann til kasta yfirvalda og þá þykir ýmsum sem refsingar við glæpum sem þess- um séu ekki nægilega þungar. En skaðinn er skeður burtséð frá því hvað verður um afbrotamanninn. Barn sem verður fyrir kynferðislegri misnotkun hefur verið niðurlægt og svipt æskunni. Börn sem verða fyrir ofbeldi sem þessu bera þess sjaldnast bætur, þau hafa verið misnotuð, sum jafnvel í áraraðir. Sú staðreynd grefur um sig og veikir sjálfsmynd þeirra. Það er þó alrangt að ætla að viðbrögð þessara barna séu öll á sama veg. Þvert á móti virðast þau afskaplega einstaklingsbundin, en öll eru þau döpur og vonsvikin. Sum hella sér út í nám eða íþróttir og skara jafnvel fram úr meðan önnur missa smátt og smátt kjarkinn, baráttuþrek þeirra veikist, þau einangrast frá félaga- hópinum, þunglyndi getur tekið að gera vart við sig og svo kann jafnvel að fara að lífsleiði sæki að þeim. Börnum sem svo er komið fyrir er hættara við að dragast út í notkun vímu- efna en þeim sem hlotið hafa ákjósanlegar uppeldisaðstæður. í augum barns, sem hefur þurft að búa við þá kúgun sem kyn- ferðislegri misnotkun fylgir, kunna vímuefni að opna leið til að minnka þann sársauka sem grafið hefur um sig í sálu þess. Barn sem hefur grafið þessa hrikalegu lífsreynslu með sér get- ur orðið svo hjálparvana og beygt að það sér enga aðra leið færa út úr sorg sinni en þá að svipta sig lífi. Tilraun til sjálfs- vígs getur verið nokkurs konar kall á hjálp og kann að verða til þess að ástæðan komi í ljós. Það þarf hins vegar alls ekki alltaf að vera. Fremji barn eða unglingur sjálfsmorð eru yfir- gnæfandi líkur til þess að orsök hinnar örlagaríku ákvörðunar komi aldrei í ljós. arn sem verður fyrir ofbeldi sem þessu bregst oft við á þann hátt að það telur sig ekki geta sagt frá hörmungum sínum og oft hefur ofbeldismaðurinn í hótunum við það. En ástæður þess að barn leynir slíku geta verið margslungnar og átakanlegri en tárum taki. Barni getur jafnvel fundist að það þurfi að vernda foreldri sitt. Þannig leit til dæmis ung íslensk stúlka á málin en hún var misnotuð af yfirboðara móður sinnar. Hún taldi sig ekki geta sagt frá af ótta við að móðirin missti vinnuna. Stúlkan vissi af miklum fjárskuldbindingum ein- stæðrar móður sinnar og ákvað því að bera harm sinn í hljóði en hringdi nafnlaust símtal til sálfræðings til að létta á hjarta sínu og lauk samtalinu með þeim orðum að hún sæi enga leið út úr erfiðleikum sínum aðra en þá að fyrirfara sér. Vandi þessarar stúlku er enn óleystur, hún gaf hvorki upp nafn né símanúmer. Barn eða unglingur sem er í þvílíkri klemmu sér oft fáar útgönguleiðir, það þarf hjálp en þorir ekki að leita hennar. Hún leiðir sjálfshjálparhóp hjá Stígamótum, samtökum sem berjast gegn kynferðislegri misnotkun og veita þolendum og aðstandendum stuðning. Saga hennar sýnir að lækningaferlið er langt og getur varað alla ævi. Sem barn varð hún fyrir ítrek- aðri kynferðislegri misnotkun af hálfu afa síns. Hún á erfitt með að tímasetja nákvæmlega hvenær misnotknunin hófst eða hvenær henni lauk, en segist halda að það hafi byrjað þegar hún var sex ára og staðið þar til hún var ellefu ára. „Það byrj- aði hægt og rólega en hann fikraði sig stöðugt lengra eftir því sem tíminn leið.“ Það er enn erfitt fyrir hana að rifja upp hvernig henni var innanbrjósts á þessum stundum. „Ég lá stíf á meðan þetta gekk yfir og reyndi að hugsa um eitthvað ann- að. Þegar það var afstaðið gat ég farið að sofa eða haldið áfram að leika mér ef þetta gerðist að degi til.“ Það grunaði engan hvernig í pottinn var búið og aldrei hvarflaði annað að henni en að hún væri ein í þessum sporum. Þegar hún hins vegar gekk til liðs við sjálfshjálparhóp og tók að vinna úr þeim skaða sem hún hafði hlotið kom í ljós að afi hennar hafði einnig misnotað þrjár af fjórum systrum hennar og nokkrar frænkur þeirra. Hún er hávaxin og glæsileg, klædd í stutt svart plíserað pils, svartan rúllukragabol og hvíta peysu þegar við hittumst að kvöldlagi í íbúð hennar í útjaðri Reykjavíkur. Þegar líður á viðtalið segir hún að það hafi tekið sig einna lengstan tíma að sætta sig við útlit sitt. „Mér fannst ég vera skítug og ljót. Ég held að mér hafi reynst einna erfiðast að sætta mig við líkama minn og sjá hann í réttu ljósi. Sjálfsmynd mín var svo veik.“ í dag telur hún sig hafa lært að lifa með þeirri staðreynd að hún hafi verið misnotuð kynferðislega sem barn þótt hún geri sér grein fyrir því að fortíðin verði aldrei afmáð og setji mark sitt á líf hennar og viðhorf með einhverjum hætti. „Hann skemmdi ekki bara mitt líf heldur líf allra þeirra sem eru í kringum mig. í dag er ég ein með tvö börn og ég efast ekki um að æska mín hefur haft sitt að segja um að hjónaband mitt gekk ekki upp. Erfiðleikum barns sem hefur þurft að búa við kynferðislega misnotkun lýkur ekki þótt áreitnin hætti, heldur skemmir áfram út frá sér árum og jafnvel áratugum saman ef ekkert er að gert.“ Hún nær í meira kaffi og hellir í bollana þar sem við sitjum í eldhúsinu á meðan börnin hennar tvö leika sér inni í stofu. „Það er ekki hægt að lifa lífinu með inni- birgða reiði, það er svo mannskemmandi. En ég verð að við- urkenna að á tímabili, meðan allt var sem erfiðast þá hataði ég afa. Hann dó þegar ég var þrettán ára. Ég gleymi aldrei þeim degi. Ég var úti í garði í sólbaði þegar pabbi kallaði á mig inn og sagði mér frá því að afi væri dáinn. Ég fór aftur út í garð og ég man að ég hugsaði, sólin hefur aldrei verið svona skær. Þegar hann var jarðaður þurfti ég að halda á kransi og í staðinn fyrir að leggja hann á kistuna henti ég honum eins og „Frisbee-diski“ inn í bílinn á eftir kistunni. Ég var húðskömm- uð fyrir, en enginn vissi hvers vegna ég gerði þetta.“ Hún Hér á landi haía kornung börn, allt niður i tveggja til þriggja ára, verið misnotuð gróílega, þvinguð til samrœðis og þátttöku í kynlífi íullorðinna. HEIMSMYND 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.