Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 77

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 77
Fólk virðist ekki enn haía áttað sig á því að sá hópur sem smitast við kynmök karls og konu vex hraðast. þeir sem komið hafa fram í sviðsljósið eru gott dæmi um. Hins vegar hafa hommar í fámenninu hér verið í felum, átt í erfið- leikum með að viðurkenna kynhneigð sína og takast á við þau vandamál sem henni kunna að fylgja. Vegna dulúðarinnar hefur ekki verið hægt að ræða samkynhneigðina, hvað þá sjúkdóminn fyrir opnum tjöldum. Pví ber á talsverðri van- þekkingu hjá þessum hópi um eðli og hegðun þessa sjúkdóms. Á hinn bóginn er hinn dæmigerði HlV-sýkti einstaklingur, bæði í Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum betur upp- lýstur enda hefur umræða um samkynhneigð verið mun opn- Þ' áðfélögum heldur en okkar.“ etta er ein ástæðan fyrir því að alnæmissjúk- dómurinn sætir enn slíkum fordómum í ís- lensku þjóðfélagi. í huga margra er þetta ein- göngu sjúkdómur homma og dópista. Og því telja þeir sig lausa allra mála og þurfi ekki að hafa af þessum sjúkdómi neinar áhyggjur. „Fólk virðist ekki enn hafa áttað sig fyllilega á því að sá hópur sem smitast við kynmök karls og konu fer hraðast vax- andi. Þeir eru þó til sem hafa áhyggjur. Til lækna leita með reglubundnu millibili venjulegir gagnkynhneigðir karlmenn, konur í mun minna mæli, sem hafa áhyggjur af smiti. Oft eru þetta menn sem hafa farið á skemmtistaði og hitt þar konu sem þeir þekkja ekki eða menn sem lagt hafa lag sitt við vændiskonur. Enn aðrir hafa í reynd enga raunhæfa ástæðu til að óttast sjúkdóminn, en koma samt og þjást af því sem á ensku er nefnt afraids. Þetta eru jafnvel menn sem hafa sofið hjá gömlu æskuvinkonunni úr sveitinni sem aldrei hefur mátt vamm sitt vita og hefur ef til vill enga aðra rekkjunauta átt ár- um saman. í þessum hópi eru líka þeir sem hafa aðeins kysst konu, stolist í glas, sem þeir áttu ekki á veitingastað eða verið í næsta sturtuklefa við homma í sundlaug Vesturbæjar eða far- ið í göngutúr með hundinn sinn í Öskjuhlíð, sem sögð er al- gengur fundarstaður fyrir homma“, segir Sigurður. Varðandi smitleiðir segir Sigurður: „Sem betur fer hefur ekkert komið fram sem styður það að sjúkdómurinn geti smit- ast við venjuleg samskipti fólks. Smitleiðirnar eru tiltölulega einfaldar, kynmök, blóðblöndun við fíkniefnaneyslu og enn fremur getur sjúkdómurinn smitast frá móður til barns, bæði í móðurkviði og með brjóstamjólk." Sýkist maður mælist mótefni gegn veirunni í fyrsta lagi eftir fjórar til sex vikur og hjá langflestum eftir hálft ár. „Mótefna- próf eru með öruggustu líffræðilegu greiningarprófum sem við þekkjum. Fyrst er notað skimpróf og síðan staðfestingarpróf reynist upphaflega prófið jákvætt eða grunsamlegt. Komi til okkar einstaklingur sem hefur greinilega sett sig í hættu, til dæmis sprautað sig, en reynist ekki jákvæður á prófi er engu að síður fylgst grannt með honum í hálft til eitt ár.“ Sigurður Guðmundsson bendir á að alnæmi sé ekkert mjög smitandi. Hafi einhver kynmök við sýktan aðila eru innan við eitt prósent líkur á að hann smitist við ein mök. Hins vegar eru líkurnar enn minni eða um það bil 1 á móti 250 ef maður stingur sig á nál með blóði alnæmissjúklings, eins og henti Sig- urð Guðmundsson sjálfan fyrir fjórum árum. Þetta hefur hent þrjá aðra starfsmenn á Borgarspítalanum en enginn þessara fjögurra hefur smitast. „Jafnvel þó að þessar líkur séu litlar sem betur fer“, segir Sigurður sem stakk sig á sprautu fullri af blóði alnæmissjúkl- ings, „þá eru þær mjög miklar í eigin huga þegar maður bíður eftir því að fá endanlega úr því skorið hvort maður hafi sýkst eða ekki. Sú bið tekur um ár. Þetta slys henti mig fyrir fjórum árum og ég átti erfitt. Það er einungis nýlega sem ég hef getað talað um þetta við einhverja aðra en mína nánustu. Ef til vill vegna eigin ótta við fordóma og hræðslu um að viðhorf fólks til mín breyttist. Eftir á sé ég auðvitað að þessi ótti var ekki ígrundaður en þetta hefur orðið til þess að ég held að ég skilji betur þann mikla ótta, sem hver sá hlýtur að bera, sem smitast í raun og veru.“ Sigurður segir viðbrögð fólks við vitneskju um smit í byrjun vera mjög mismunandi. „Sumir sýna veruleg líkamleg við- brögð, hlaupa jafnvel á vegg. Aðrir sýna stóíska ró. Allir finna þó fyrr eða síðar fyrir þeirri ógn sem þessum sjúkdómi fylgir, ótta, kvíða og þunglyndi. Enda er fátt erfiðara heldur en að horfa upp á ungt og efnilegt fólk verða þessum sjúkdómi að bráð. Þetta er einn andstyggilegasti sjúkdómur sem hægt er að hugsa sér að leggist á ungt fólk í blóma lífsins, að horfa upp á unga og hrausta menn breytast á fáum árum, tærast upp og verða örvasa. Þetta er bæði andlegur, líkamlegur og félagsleg- ur sjúkdómur.“ Karlmenn smitast líklega síður af konum en konur af körl- um. Gæti fólk varúðar, virðist fæst það fólk sem flokkast undir afraids hópinn, þurfa að vera hrætt. Sjúkdómurinn virðist ein- faldlega ekki hafa náð út fyrir áhættuhópinn enn sem komið er. „Við héldum að árið 1992 yrðu mun fleiri sýktir en raun ber vitni“, segir Sigurður Guðmundsson. „Útbreiðslan er minni hér miðað við forspár sem tóku mið af útbreiðslunni annars staðar.“ Sigurður bætir við að þrátt fyrir það forvarnarstarf sem unnið hefur verið á vegum heilbrigðisyfirvalda og aukna upp- lýsingu til almennings sé ekki víst að það sé eingöngu því að þakka að útbreiðslan hefur orðið minni en spáð var. „Við vitum ekki með vissu hvaða árangri hefur verið náð. Það er hugsanlegt að þessar tölur sem við höfum um smitaða séu falskar. Hér gæti verið heil neðanjarðarsveit af sýktum einstaklingum án þess að við eða þeir vissu um það. Það er vitað mál að margir óttast það að fara í mælingu. Hins vegar leynir það sér ekkert ef fólk er komið með einkenni og þá þegar er það tilneytt til að leita læknis þótt það þekki kannski ekki einkennin sjálft.“ Iæknar hér vona að sjálfsögðu að sjúkdómurinn sé ekki útbreiddari hér en raun ber vitni. „Hér eru hinir ýmsu áhœttuhópar minni en annars staðar og útbreiðslu- möguleikar sjúkdómsins þess vegna minni. Útbreiðsla HlV-sýkingar í heiminum á sér fyrst og fremst félags- legar skýringar. Hópar eiturlyfjaneytenda sem sprauta sig reglulega eru mjög litlir á íslandi. Flestir hér lesa blöð og fylgjast með fréttum. Líklega eru landsmenn þrátt fyrir allt sæmilega vel að sér og kann það að vera meginskýringin á hlutfallslega minni útbreiðslu heldur en sums staðar annars staðar. Margir hommar eru í sambúð. En um leið og ljóst var að hommar voru einn helsti áhættuhópurinn, segir Sigurður Guðmundsson að margir ungir menn hafi komið og rætt mál- in, „jafnvel íhugað þann möguleika hvort þeir gætu hætt að vera hommar. Menn óttast ekki bara hörmulegar afleiðingar sjúkdómsins heldur einnig fordómana. Alnæmissjúklingurinn framhald á bls. 96 HEIMSMYND 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.