Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 85

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 85
„Eg lá stíí meðan þetta gekk yíir og reyndi að hugsa um eitthvað annað. Þegar það var afstaðið gat ég íarið að soía eða haldið áíram að leika mér eí þetta gerðist að degi til. “ eðlilegu kynlífi. í mínum augum var kynlíf það versta sem ég gat hugsað mér. Þegar ég og maðurinn minn, fyrrverandi, vor- um saman sá ég oft afa fyrir mér og fann lyktina af honum.“ Foreldrar vilja verja börn sín fyrir reynslu líkri þeirri sem þessi Ícona hefur orðið að þola en spurning- unni hvernig það verði best gert er erfitt að svara. Þegar við eigast eins ójafnir einstaklingar og kyn- ferðisafbrotamaður og óharnað barn sem á sér einskis ills von þarf ekki að spyrja að leikslokum. Fátt virðist geta stöðvað þann sem ætlar sér að mis- nota barn. „Það er ekki hægt að tiltaka einhverja ákveðna staði eða stundir og segja þær hættulegri en aðrar. Það er til dæmis allt eins líklegt að barn sé misnotað þótt móðirin sé heima. Afi gerði mér þetta til dæmis inni í herbergi í fjölskylduboðum. Það býst enginn við þessu þannig að þess vegna finnst engum athugavert þótt barn hverfi inn í herbergi með afa sínum eða öðrum skyldmennum." Sjálf hefur hún verið mjög á varð- bergi vegna dóttur sinnar og kveðst lengi hafa verið mjög hrædd um hana. Hún gætti þess til dæmis að maður hennar baðaði dóttur þeirra aldrei einn og sömuleiðis að enginn fengi að halda á henni bleyjulausri. „Fyrstu viðbrögð barna sem verða fyrir kynferðis- legri áreitni eru yfirleitt að reyna að fela það sem erðist. En þau senda engu að síður fullt af skilaboð- um en það er ekki hægt að gefa neina eina lýsingu á því hvernig þau eru því hvert barn hefur sinn hátt á. Eg man til dæmis eftir barni sem lamdi stöðugt í hendi mannsins sem hafði misnotað það, en eng- um datt annað í hug en að þetta væri óþekkt í krakkanum. Sjálf reyndi ég að forðast heimsóknir til afa, maldaði í. móinn þegar ég átti að fara til ans en það var náttúrulega ekki mikið mark tekið á því.“ Hún, líkt og fleiri starfskonur Stíga- móta, bendir á mikilvægi þess að hlusta á börn- |n. Vilji barn alls ekki fara á einhvern stað, segi þennan eða hinn vondan eða að það hati ein- ■ hvern, þá er eitthvað að. í stað þess að af- greiða slíkt sem óþægð í barninu ætti að setj- ast niður með því og reyna að ræða málin. Þau viðbrögð sem barnið fær þegar það reynir að segja frá skipta miklu máli. „Ef það er rengt á einhvern hátt og jafnvel skammað eða flengt fyrir ósannsöglina þá hefur það oft mjög slæmar afleiðingar og gerir barninu erfiðara að segja frá aftur. Ég að ég reyndi að trúa vinkonu minni fyrir en næst þegar ég hitti hana vildi hún bara heyra framhaldið, hvort eitthvað meira hefði gerst.“ Þau börn sem verða fyrir kynferðislegri áreitni svipt barnæskunni. „Um leið og barn hef- ur verið misnotað einu sinni hefur æsk- an verið tekin frá því að eilífu. Hvort það segir frá eða ekki breytir ekki þessari staðreynd, það auðveldar aðeins að vinna með vandann ef það segir frá. Én maður er samt sem áður að tala við barn sem er miklu eldra en aldur þess segir til um.“ Til þess að reyna að koma í veg fyrir að eitthvað þessu líkt geti gerst er að sögn hennar mikilvægt að brýna fyrir börnum að líkaminn sé þeirra eign og að enginn megi koma við hann nema þau sjálf vilji það. Brjóti einhver gegn þessu þá verði þau að segja frá því og þá skipti engu hvort þeim sjálfum finn- ist það asnalegt eða ekki, þau verði samt að geta sagt frá því. Hún leggur ríka áherslu á að kynferðisleg misnotkun barna sé ekki stéttbundið fyrirbæri hvorki er varðar gerendur né þol- endur. „Þetta getur verið heimilisvinur, faðir, stjúpi, afi eða einhver sem barnið þekkir og treystir. Ofbeldismennirnir geta verið á öllum aldri. Ég man til dæmis eftir tilfelli þar sem þrettán ára drengur hafði misnotaði yngri systur sína. Þegar síðan móðirin fór með stúlkuna til sálfræðings á eftir sagði hann að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa af henni, hún væri í alla staði eðlileg. Manni finnst oft ótrúlegt hvað það fólk sem vinnur við þessi mál er oft í raun og veru vanhæft, hefur hvorki kunnáttu né skilning til að fást við málin.“ Almenningur er oft mjög dómharður og óvæginn í garð aðstandenda, sérstaklega mæðra barna sem hafa orðið að þola sifjaspell. Hún hefur meðal annars leitt sérstakan sjálfshjálparhóp mæðra og hefur þar af leiðandi haft kynni af þeim miklu raunum og harmi sem mæður upplifa, fullyrðir að engin þeirra hafi vitað hvernig málum var komið. „Ég man eftir konu sem sjálf var að gagnrýna mæður þar sem hún var gestur í boði og fullyrti að þær hlytu að vita hvað væri að gerast. Hálfum mánuði seinna var maðurinn hennar kominn í fangelsi vegna þess að hann hafði misnotað dóttur hennar í tíu ár án þess að hana hafi nokkuð grunað. Önnur móðir uppgötvaði hvað var að gerast þegar hún tók eftir blóði í sængurfötum dóttur sinnar, þá hafði maðurinn haft samfarir við telpuna.“ Hún segir að það sem fari einna mest í taugarnar á sér í um- ræðunni um kynferðislega misnotkun sé að fólk vilji heyra hryllingsögur eins og þá að maður hafi lamið sjö ára barn, kýlt það og haft samfarir við það svo að blæddi. „Þukl og káf á beru barni er kynferðisleg misnotkun. Barnið líður því ein- hver er að nota líkama þess til að fullnægja eigin þörfum. Það fer ofsalega í mig þegar ég heyri fólk segja, maður þorir bara ekki lengur að vera góður við barnið sitt. Ef einhver þorir ekki að vera góður við barnið sitt, þá er eitthvað að.“ Sjálf er hún dæmi um konu sem tekist hefur á við skugga fortíðar sinnar með farsælum hætti. Hún hefur lært að lifa með þeirri staðreynd að hún var misnotuð sem barn. „Ég held að ég sé komin á endastöð, ég get sagt, ég varð fyrir kynferðis- legu ofbeldi sem barn, án þess að skammast mín.“ ■ HEIMSMYND 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.