Heimsmynd - 01.06.1992, Page 8

Heimsmynd - 01.06.1992, Page 8
FRA RITSTJORA Áttavillt fólk Umræðan í þjóðfélaginu er að breytast. Dagblöð, sem hingað til hafa þótt málsvar- ar íhalds- eða hægri stefnu hamra á vaxandi stétta- og eignaskiptingu, fátækt og félagslegum ójöfnuði. Þessi umræða er víða á döfinni nú enda stendur hinn vestræni heimur á tímamótum. I kjölfar hruns kommúnismans börðu margir vestrænir leiðtogar sér á brjóst og töluðu um sigur kapítalismans. Nú fáum árum síðar er eins og flestir skynji að kommúnisminn var eins og dauðadæmdur sjúklingur með óviðráðanlegt innanmein. Eins og sagt var um Blóð-Maríu, drottn- ingu trúarofstækisins, þá dó kommúnis- minn rétt eins og hún og með þeim allt sem þau lifðu fyrir. En aðrir urðu ekkert heilbrigðari fyrir vikið. Sjúkdómseinkenni vestrænna ríkja urðu aðeins augljósari þeg- ar kerfi kommúnismans voru hrunin. I kjölfar óeirðanna í Bandaríkjunum nýverið sló óhug á al- menning víða um heim. Og þegar mestu látunum linnti fóru margir að útskýra vandamálið með tilvísun í vandamálið sjálft. Tímaritið Economist segir til dæmis að meginþáttur vandans sé stjórnmálalegur og félagslegur fremur en efnahagslegur. Blaðið vísar í blökkumannaleiðtogann Malcolm X sem á sín- um tíma sagði að rót vandans lægi í þankagangi svartra en ekki hvítra. Bent er á hvernig þorri blökkumanna í stórborg- um býr undir fátæktarmörkum, hvernig ofbeldi og eiturlyf haldast í hendur við sundruð gildi þar sem siðferðið er í götu- ræsum gettóanna. Fimmtungur fjölskyldna þar sem hjón eru á heimilinu er undir fátæktarmörkum en rúmlega sextíu prósent þeirra fjölskyldna þar sem móðirin er einstæð. Börnum sem fæðast inn í þetta umhverfi eru nánast allar bjargir bannaðar. Þau eru ekki aðeins firrt aðgangi að hinum veraldlegu gæðum heldur einnig andlegum verðmætum svo sem menntun, upp- lýsingu og samfélagsþroska. Þau eru nánast dæmd til að verða ónýtir þjóðfélagsþegnar. Það er annað hvort byssan, sprautan, dauðinn eða allt þrennt sem bíður þeirra á unga aldri. Hagfræðingurinn Paul Krugman hefur vakið athygli fyrir rannsóknir sínar á tekjuskiptingu í Bandaríkjunum á síðasta áratug en hann fullyrðir að sjötíu prósent tekjuaukningar hafi orðið hjá einu prósenti þeirra ríkustu en kjör fimmtungs hafi versnað um tíu prósent. Eignaskiptingin 1989 var orðin ójafn- ari en fyrir kreppuna miklu en nú eru um 37 prósent af þjóð- arauðnum í höndum eins prósents. Og fólkið í gettóunum hef- ur áreiðanlega ekki hugmynd um að tekjuhæstu forstjórar Bandaríkjanna þéna tæpa fjóra milljarða króna í árslaun eða hátt í 100 milljónir dala! Tekjur þessara forstjóra hafa meira að segja aukist þótt fyrirtækin skili minni hagnaði og standi höllum fæti í samkeppni við erlend stórfyr- irtæki. I samanburði við stjórnendur jap- anskra og þýskra stórfyrirtækja eru banda- rískir fyrirtækjastjórnendur þeir best laun- uðu í heimi. Og þeir gráðugustu. Fyrir síðustu kreppu sagði hagfræðingur- inn John Maynard Keynes að eðlislægur munur hefði verið á fjárfestum í Bretlandi annars vegar og Bandaríkjunum hins veg- ar. Bretarnir fjárfestu með langtímasjónar- mið og arðsemi fyrirtækjanna í huga en Bandaríkjamenn létu verð hlutabréfa ráða og fjárglæfrastarfssemi setti svip sinn á við- skiptalífið þar. Slíkur þankagangur hefur verið allsráðandi þar sem annars staðar undanfarinn áratug og er ein meginfor- senda aukinnar eignaskiptingar. Þegar hagkerfið er aðeins sniðið að þörf- um fámenns hóps en ekki út frá almennri neysluþörf er hætt við hruni. Mörgum þeim sem heimsækja New York, miðstöð bandarískra fjármálaviðskipta, blöskrar þær öfgar sem þar blasa við. En hvað er að gerast í íslensku þjóðfélagi? Við vitum að tekju- og eignaskipting fer vaxandi. En getur verið að samkenndin minnki í öfugu hlutfalli við þá þróun? Við höfum lengi stært okkur af því að búa í stéttlausu samfélagi, enda fá og návígi mikið. En þegar harðnar á daln- um verða öfgarnar augljósari. Við kennum versnandi ytri skil- yrðum um margt en stoðir okkar kerfis, þótt ungt sé, eru samt æði fúnar. Pilsfaldakapítalisminn hefur lengi sett mark sitt á íslenskt atvinnulíf. Ríkisbáknið er skuldum vafið og óhag- kvæmt og almennt viðskiptasiðferði er á lágu plani. Þegar Economist fjallaði um vanda bandarískra blökku- manna (sem verður auðvitað ekki aðskilinn frá vanda samfé- lagsins í heild) sagði blaðið að blökkumenn gettóanna yrðu að læra gildi sjálfsaga, framtaks og ábyrgðar. Við segjum ekki við vegalaus börn að nú þurfi þau að taka sig á, þau skorti aga, ábyrgð og framtak. Það er okkur hin sem skortir samkennd, rétt eins og milljarðaforstjórarana í Bandaríkjunum, sem sum- ir kvarta samt undan því að fá ekki nóg. 8 HEIMSMYND

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.