Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 38

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 38
HEILSA TIMAKLUKKA MANNSLÍKAMANS - SVEFN - VAKTA VINNA Sagt er að allt í heiminum stjórnist af ákveðinni hrynjandi hvort sem það eru plánetur er snúast um sólir hinna ýmsu sólkerfa eða hin líffræðilega klukka okkar sjálfra. Hin dularfulla tímaklukka mannslíkamans, þessi stjórnstöð líkamans sem verður fyrir áhrifum sólarupprás- ar og sólseturs, birtu og myrkurs sem stjórnar lífi okkar og setur því tímamörk. Hún stjórnar því hvenær okkur syfjar, hungrar eða þyrstir, hefur áhrif á skaplyndi okkar og huglæg við- brögð og alla líkamsstarfsemi. A síðustu árum hefur áhugi manna l'yrir þessum lífssveiflum aukist og læknavísindin hafa látið til sín taka við rannsóknir á svefnin- um. Svefninn, þessi andstæða vökunnar hefur alltaf þótt svo sjálfsagður að honum var lengi enginn sérstakur gaumur gef- inn þangað til að nú er svo komið að svefnleysi er eitt stærsta vandamál nútíma- mannsins. Hérlendis sést þetta vandamál best á gífurlegri neyslu svefnlyfja. I vissum til- fellum eiga svefnlyf rétt á sér tímabundið, til dæmis í kjölfar sorgar eða kvíða sem skapast vegna veikinda. Pó er alltof algengt að fólk lendi í þeim vítahring að ætla sér of mikið á hinum tuttugu og fjórum klukkustundum sól- arhringsins. Yfirskipulagning tímans veldur því að menn verða fórnarlömb streitu, gefa sér of lítinn tíma til að hvílast. Pegar svo loks er lagst á koddann hrannast upp áhyggjur, ef til vill af verkefnum sem ekki tókst að ljúka þann daginn og svo af verkefnum morgundagsins. Andvökur og aftur andvökur. Menn fara lítið sofnir, jafnvel ósofnir til vinnu að morgni, örþreyttir. Þeir drekka kaffi til að vakna betur, taka svefnlyf til að sofa betur, út- litið versnar stöðugt, svo og árekstrar við þá sem menn umgangast, þeir verða stöðugt ön- ugri og pirraðri. Utkoman er ofstreita, menn missa sjónar á forgangsverkefnum. Hræra öllu saman, lífsnautnin verð- ur lítil. Aðeins áhyggjur, amstur, kvíði og streita. Sumir reyna jafnvel að sefa áhyggjurnar með áfengisneyslu. Grikkir til forna áttu sér svefnguð, sá var kallaður Hypnos. Hann sveif yfir jörðinni og jós svefni úr horni sínu til mannanna. Okkur Vesturlandabúum nútímans hefði líklega ekki veitt af að eiga okkar Hypnos. En nútímamað- urinn dýrkar ekki svefnguðinn. A tímum hraða, gífurlegra tæknibyltinga og framfara, enda- lausra krafna um síaukin lífsgæði fá menn sér bara svefnpillu við svefnleysi og það er Mamm- on karlinn sem er dýrkaður, peningaguðinn sjálfur. Til að ná jafnvægi og öðlast vellíðan verða menn sjálfir að átta sig á vandanum og brjóta upp vítahringinn. Við megum ekki rjúfa stöð- ugt hinn eðlilega rythma, þessar innbyggðu dægursveiflur líkamans. Pá brennum við lífs- kertið í báða enda og missum heilsuna á miðj- um aldri. Oftar en ekki liggur rót vandans í vinnuálagi einstaklingsins, álagi sem viðkomandi getur oft ekki breytt. Allur þorri fólks vinnur reglulegan vinnudag, það er að segja vinnur á dag- inn og sefur á nóttunni eða ætti í það minnsta að geta látið sólarhringsrythmann falla vel að vinnu og hvíld.I heimi markaðs- og efnishyggju hafa atvinnurekendur tekið völdin og eru farnir að stjórna lífi fólks meira en góðu hófi gegn- ir. tímamót Einn af heimspekingum samtímans segir að vaktavinna, sú uppfinning, sé helvíti nú- tímamannsins. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að vakta- vinnuformið hefur óæskileg áhrif á heilsufar fólks, vellíðan og starfshæfni. Fólk vinnur all- an sólarhringinn á óregluleg- um vöktum sem rugla tíma- klukkuna. Vaktavinna í formi kvöld- og næturvakta er löngu orðin viðtekinn hluti atvinnu- hátta. Hvers vegna velur fólk vaktavinnu? Ef- laust liggja þar margar ástæður að baki. Senni- legt er þó að fólk kjósi vaktavinnu vegna hærri launa, menn selja heilsu sínu fyrir vaktavinnuá- lag og taka svo gjarnan aukavaktir til að hækka krónutölu launanna enn frekar. Atvinnurek- endurnir sjá fjárhagslega hagkvæmni í rekstri fyrirtækja með því að bjóða starfsmönnunum vaktavinnu og oft eiga menn ekki valkost. A allra síðustu tímum munu atvinnurekend- ur og stjórnendur fyrirtækja þó vera að átta sig á því að streita og þreyttir starfsmenn eru alls ekki góður kostur. Styttri vinnudagur, sveigjanlegur vinnutími og tölvuvæðing bjóða upp á nýja tilhögun og löngu tímabært endurmat á mannlegum þörf- um. Því ættu þessi málefni að skipa hærri sess í kröfugerð stéttarfélaga en sífelld barátta fyrir hærra vaktavinnuálagi. Auðvitað munu alltaf verða til störf sem þarf að inna af hendi á nóttu jafnt sem degi svo sem störf heilbrigðisstétta og lögreglu. Miklar rannsóknir hafa að undanförnu verið 38 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.