Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 81

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 81
arftaki Jóns Sigurðssonar forseta sem leiðtogi þjóðfrelsisbar- áttunnar. Hann hneigðist til hóflausrar áfengisneyslu. Meðan hann var Iandsyfirréttardómari í Reykjavík bjó hann á Elliða- vatni og varð því að fara ríðandi á milli. Mun hann oft hafa verið hætt kominn á þeirri leið. Saga í þjóðsagnasafni Ólafs Davíðssonar sýnir vel ástandið á þessum ástsæla og dáða leið- toga: „Pá er Benedikt Sveinsson var yfirdómari við landsyfirrétt- inn í Reykjavík bjó hann að Elliðavatni, en átti oft ferð til Reykjavíkur eins og eðlilegt er. Jafnan hafði hann fylgdar- mann og var það oftast einn vinnumaður hans. Benedikt var drykkjumaður um þessar mundir og gekk vinnumanninum því stundum illa að koma honum heim. Einhverju sinni voru þeir á heimleið sem oftar, og var Benedikt fullur. Hann fór af baki á miðri leið og gat vinnumaður ekki fengið hann til þess að fara á bak aftur, hvorki með blíðu né stríðu. Eftir því sem hann herti meira að húsbónda sínum, eftir því varð Benedikt þráari. Seinast lagðist hann þversum yfir götuna og leit út fyrir að hann myndi sofna þar. Vinnumaður vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka, en loksins kom honum ráð til hugar. Stóð svo á að vetrinum áður hafði maður komið til sauðamanns Benedikts þar sem hann stóð yfir fé í tvísýnu veðri og beðið um tókst ekki að sitja fundinn til kvölds vegna ofdrykkju. Það var þá sem Hannes Hafstein orti í háðstón: Öxar við ána árdags í ljóma upp rís hann Pétur og Þjóðliðið allt. Fylfull er Grána, falskt lúðrar hljóma, fullur er Gauti og öllum er kalt. Gauti var uppnefni á Jóni en Pétur var sonur hans. Drykkjuskapur Jóns varð honum loks að fjörtjóni, rúmlega sextugum að aldri. Hann var þá að ríða til þings og fór dauða- drukkinn frá Akureyri áleiðis yfir Öxarárheiði. Slóst Arnljót- ur á Bægisá í för og drukku þeir fast á leiðinni. Sofnaði Jón og datt af baki en var fastur í ístaði þannig að hesturinn dró hann á eftir sér í grjóti. Slasaðist Gautlandabóndinn illa og var tjaldað yfir hann þar á staðnum og vakað yfir honum í kalsa- veðri í tvo daga. Síðan var hann fluttur að Bakkaseli og þar lést hann. Aðrir mektarmenn urðu líka áfenginu að bráð. Talið var að ofdrykkja og slark hefðu flýtt mjög fyrir dauðdaga Jóns Thor- Jón Sigurðsson á Gaut- löndum, einn glæstasti foringi íslendinga á síð- ustu öld, datt af baki dauðadrukkinn og lét þar lífið. Séra BrandurTómasson í Ásum í Skaftafellssýslu var forfailinn ópíumisti og lést að lokum vegna of stórs skammts. Benedikt Sveinsson, sem talinn var arftaki Jóns Sigurðssonar forseta í þjóðfrelsisbaráttunni, hneigðist til hóflausrar áfengisneyslu. Benedikt Gröndal skald var settur af vegna drykkjuskapar. Þegar hann fór á túra klæddist hann í sína verstu larfa og drakk þá með „dón- unum“ í Svínastíunni. Halldór Guðmundsson skólakennari lá jafnan afvelta á götum Reykja- víkur á sunnudögum eftir því sem Jónas Jónassen læknir segir f dagbók sinni. hann að fylgja sér á leið til bæja, en sauðamaðurinn hafði neit- að því. Hríð hafði brostið á og hafði maðurinn orðið úti. Líkið fannst og var grafið, en orð lék á að maðurinn lægi ekki kyrr. Þetta hafði borist til Benedikts og var hann mjög hræddur við draug þennan því honum þótti sem hann hefði orðið úti af völdum fólks síns. Þá er vinnumaður Benedikts sá að engar skynsamlegar for- tölur hrifu á hann tók hann að líta í kringum sig og sagði svo: „Nú hann er þá á kreiki hérna, þessi.“ Benedikt spurði hvern hann ætti við, en vinnumaðurinn svaraði að maðurinn, sem hefði orðið úti í fyrravetur, væri þar á ferli. Jafnskjótt og Benedikt heyrði þetta spratt hann upp úr götunni, hljóp á bak og reið í einum spretti heim að Elliðavatni, en vinnumaður hrósaði happi yfir ráðkænsku sinni.“ FULLUR ER GAUTI OG ÖLLUM ER KALT Verr fór fyrir Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum, sem var einn af helstu foringjum þjóðfrelsisbaráttunnar á síðustu öld, lang- afi Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra. Jóni á Gautlöndum þótti gott að fá sér í staupinu og átti það til að drekka sig ófæran, stundum þegar mest lá við að hann stæði sig. Svo var á Þingvallafundi 1885. Jón boðaði til þessa fundar og hann var að mörgu leyti hápunkturinn á stjórnmálaferli hans. En hon- oddsens, sýslumanns og skálds, föður fyrrnefnds Skúla Thor- oddsens. Sama má segja um Pétur Havsteen amtmann, föður Hannesar Hafsteins ráðherra og skálds. Með tíðum drykkjum og slarki færðust mjög í aukana skapgallar hans sem lýstu sér í einræðishneigð, hroka og skapofsa. Hann tók að refsa hrepps- stjórum og sveitarstjórnarmönnum fyrir alls konar ávirðingar og ef þeir létu sér ekki segjast æstist hann upp, rauk á þá og löðrungaði, oftast undir áhrifum áfengis. Var hann hvað eftir annað kærður og send undirskriftaskjöl gegn honum. Fór svo að lokum að hann var settur af með skömm og litlum eftir- launum og settist þá að í lágu koti í Skjaldarvík fyrir utan Ak- ureyri ásamt konu sinni og börnum og bjó þar í sárustu fátækt þau ár sem hann átti eftir ólifuð. DAUÐDAGI í KERÖLDUM OG BRUNNUM nú til dags er oft talað um hörmulegan dauðdaga eiturlyfjasjúklinga sem finnast inni á salernum með sprautuna sér við hlið. Á seinni hluta síð- ustu aldar var ástandið engu betra og menn hlutu hinn háðulegustu endalok ævi sinnar vegna ofneyslu á áfengi. Þannig dó Ari Pétursson úr ofdrykkju framhald á bls. 96 HEIMSMYND 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.