Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 22

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 22
TÍSKA ÁTTUNDA ÁRATUGARINS að var það sem við óttuðumst en erum farin að sætta okkur við: Endurkoma stíllaus- asta áratugarins í tískunni eftir stríð. Litasjónvarpið var að hefja innreið sína. Jimmy Car- ter var forseti Bandaríkjanna, Geirfinnsmálið var í algleymingi og allir gengu í platformskóm. Þegar árið 1980 gekk í garð með uppum, Thatcher, Reagan og Vigdísi, hlógum við okkur máttlaus að platformskón- um, skyrtum með stórum krögum, mönnum með barta og öllu því sem kennt var við Karnabæ. En nú er þetta allt komið aftur. Tími Jimmy Carters er hafinn til vegs og virðingar í Bandaríkjunum, sál- fræðingar og heimspekingar eru inni, markaðsfræð- ingar og viðskiptafræð- ingar geta étið það sem úti frýs. Fölsk augnahár ^ blakta. þröngur fatnað- V. smáfréttir ur er kynæsandi og það er í góðu lagi að vera svolítið hallærislegur. Þegar konungur hátískunnar, Karl Lagerfeld. fær áhuga á platformskóm og notar þá við Chanel- fatnað er ljóst að fyrirbærið verður ekki umflúið. Að frátaldri hinni léttgeggjuðu Vivienne Westwood hafa hönnuðir hátískunnar barist gegn platformskón- um. Manolo Blahnik. skóhönnuðurinn frægi blæs á þetta fyrirbæri og segir enga siðfágaða konu koma til með að stíga í svona skó. „Ég hannaði svona skó á áttunda áratugnum og ætla ekki að gera það aftur. Mér finnst þeir . . . ógeðslegir“, segir hann. Karl Lagerfeld hjá Chanel er ekki sömu skoðun- ar. Honum finnast þessir skór tákn fram- sýni. Hann segir skó af þessu tagi henta mjög vel við nýjustu pilsa- tískuna, síð og þröng pils. Vivienne West- wood hlær bara. Hún vissi sínu viti þegar allir hlógu sig máttlausa á sýningu hjá henni 1986 en þar lét hún fyrirsæt- urnar þramma um á þykkbotna skóm. Hug- myndin var sú að þær litu út eins og gamlar gleðikonur sem langaði aftur til að vera táning- ar. Og Vivienne lét gagnrýnina engin áhrif hafa á sig. Hún hefur sýnt þykkbotna skó allt frá 1986 og gengur aldrei í öðruvísi skóm sjálf. Sá hlær best sem síðast hlær. Nú sýna allir þykk- botna skó. Yves Saint Laurent notaði þá á sýningum síðasta árs en þeir sem fylgdust með vonuðu að fyrirbærið næði engri fótfestu. Þeim varð ekki að ósk sinni. Sígildir hönnuðir á borð við Jil Sander og Karl Lagerfeld eru staðráðin í að halda í þetta fyrirbæri. Boðorðið frá París núna: Síð pils og þykkbotna skór. Þær lágvöxnu kunna að gleðjast við þessi tíð- indi en ekki endilega þær hávöxnu og alls ekki þær sem eru að nálgast fertugt. Til- hugsunin er álíka skemmtileg og að vera boðið á hljómleika hjá Pelikan ■ Vivienne Westwood, til vinstri, sýnir þykkbotna skó fyrir nokkrum árum. Chanel og Jil Sander notuðu bæði þykkbotna skó á síðustu sýningum. Sandali frá áttunda áratugnum, sem Manolo Blahnik hannaði, korksólar frá Alaia og skór hannaðir af Ferragamo. 22 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.