Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 96

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 96
Sá sem ekki. . . framhald af bls. 70 sem hefur hjálpað okkur þremur í gegn- um tíðina er að við höfum staðið svo vel saman. Maður hefur heyrt dæmi þess að „ein- stæðar" mæður sem eignast sína ástvini hafi orðið fyrir afbrýðsemi af hálfu barn- anna. I því hef ég aldrei lent, sem betur fer. Það er kannski vegna þess að ég hef alið þau upp í þeim anda að þau treysta mér, þau vita það að ég myndi aldrei taka einhvern utanaðkomandi fram yfir þau. Það hefur jafnvel verið svo að þegar ég hef átt mína erfiðu tíma, verið í ástar- sorg eða átt í einhvers konar öðrum erf- iðleikum þá hafa börnin mín staðið með mér. Maður er óendanlega ríkur að eiga svona heilbrigð börn frá náttúrunnar hendi.B Alnæmi. . . framhald af bls. 77 hrökklast oft úr starfi, vinirnir hætta að umgangast hann og jafnvel fjölskyldan bregst. Þessir sjúklingar fá oft engan annan stuðning en þann sem við veitum þeim hér á spítalanum", segir Sigurður. Svo mikil leynd hvílir yfir þessum sjúkdómi að jafnvel læknar og hjúkrun- arfólk ræða sjúklingana ekki sín á milli. „Við verðum að nota dulnefni á blóð- prufunum þegar þær eru sendar í rann- sókn. Sjúklingarnir tengja jafnvel nafn- leyndina fordómunum þó að þeir óttist á sama tíma að „flett sé ofan af þeim.“ Þeir sem smitast af HlV-veirunni nú horfa upp á allt aðra framtíð en áður eft- ir tilkomu AZT lyfsins, sem veitt er ókeypis hér. Þetta lyf getur seinkað því um nokkur ár að einkennin komi fram og þar af leiðandi lengt líf sjúklings um fimm til tíu ár. Þegar einkennin koma fram þróast sjúkdómurinn hins vegar hratt og fólk deyr oftast innan tveggja til þriggja ára. „Það er sjöfaldur munur á farnaði þeirra hópa sem annars vegar sýktust fyrir 1983 og síðan 1987 og fengu lyfið. Það er því spurning hvort AZT lyf- ið geti keypt okkur tíma til að finna lækningu. Einstaklingur sem smitast í dag getur búist við því með hjálp þessar- ar lyfjameðferðar að lifa einkennalaus næstu tíu árin og læknavísindunum fleyg- ir fram.“ Sigurður bendir á hið flókna ferli al- næmisveirunnar. „Flókin kerfi er oft auðveldara að eyðileggja“, segir hann og bendir til samanburðar á tölvuna á skrif- borðinu sínu og rjómakönnu úr stáli. Það er auðveldara að gera tölvuna óvirka en rjómakönnuna. Ialmennri umræðu í Bandaríkjun- um hefur borið á því nýlega að fólk óttast nýjar smitleiðir. Talað er um að heilbrigðisyfirvöld hafi leynt almenning sannleikanum og ekki varað fólk nægilega við hættum al- næmis. Sigurður vísar þeirri staðhæfingu á bug að smitleiðir séu aðrar og fleiri en þær sem nú er varað við. En það þýðir ekki að gagnkynhneigðir einstaklingar sem hafa hvorki haft mök við tvíkyn- hneigt fólk eða notað sprautur séu ekki í hættu. „Dæmi um þetta er belgískur karlmaður sem hafði smitast í Kinshasa. Hann smitaði sjö til átta konur þar og helming þeirra, sem hann hafði mök við í Brussel og nokkrar þeirra smituðu síð- an maka sína. Á Vesturlöndum er samt enn ljóst að hommar og dópistar eru enn í mestri hættu en aukning er mest meðal kvenna og þar af leiðandi barna þeirra. Þessar konur smitast flestar af mökum við tvíkynhneigða karlmenn, eiturlyfja- neytendur eða vegna þess að þær hafa sprautað sig sjálfar. Það eru sjötíu pró- sent líkur á að barn sem smituð kona gengur með sýkist og börn smitast einnig við brjóstagjöf. Smitað barn fæðist oft með greinileg einkenni alnæmis, sjúk- dómurinn leggst illa á börn og þau deyja oft með miklum harmkvælum.“ Á árunum 1990-91 var aukning á tíð- nihraða smitaðra kvenna þreföld milli ára. „Þetta þýðir að ef kúrfan var skáhöll áður var hún allt að því lóðrétt á þessu tímabili. Þessi þróun vekur upp þá spurningu hvort þróunin hér muni verða sú sama og í Afríku“, segir Sigurður. „í Afríku eru jafn margar konur smitaðar og karlar og meginsmitleiðin eru kyn- mök karla og kvenna. Er þetta hugsan- lega spurning um tíma? Við tölum um þrjú mynstur útbreiðslu: Afríkumynstrið, þar sem vitað er um tíu milljónir smit- aðra í Mið-Afríku og aðalsmitleiðin er kynmök gagnkynhneigðra; Vesturlanda- mynstrið en þar er helsta smitleiðin kyn- mök við homma eða tvíkynhneigða, mök við eiturlyfjaneytendur eða notkun sprauta; Asíumynstrið en þar hefur sjúk- dómurinn ekki enn skotið rótum (nema í Tailandi).“ Upptök alnæmis má rekja til Afríku en enginn veit hvað veiran hefur verið lengi við lýði. „Hugsanlega hefur þessi veira verið lengi til staðar og fólk gengið með hana án þess að vita það. Ef til vill var meðgöngutíminn lengri í upphafi og fólk dó úr einhverju öðru áður en ein- kenni alnæmis komu fram. Alnæmis verður fyrst vart í Afríku upp úr 1970. Skýringin kann að vera sú að veiran hafi breyst, stýrikerfi eða genamynstur henn- ar, og hún orðið virkari. Það sem styður þessa tilgátu er að upp úr 1960 var bólu- sett gegn mislingum í Kinshasa í Zaire og nálægum þorpum. Blóðið var geymt og kom í ljós að tveir af hverjum hundr- að voru HlV-smitaðir. Mörgum árum síðar var aftur safnað blóði á sama svæði og þá kom í ljós að í þorpinu voru enn aðeins tvö prósent smituð en þrjátíu af hundraði í sjálfri borginni. Fólkið sem flyst frá þorpinu til borgarinnar hefur aukið og fjölbreyttara samneyti við ann- að og fleira fólk, sem hraðar útbreiðslu sjúkdómsins. En það veit enginn með vissu um uppruna alnæmis fremur en svo marga aðra sjúkdóma. Hin ógnvekjandi staðreynd alnæmis, ólíkt öðrum plágum, er hversu lengi hinn smitaði er í aðstöðu til að smita aðra.“ Spurningin nú er hvort eitt mynstrið gangi yfir í annað og á Vesturlöndum verði Afríkumynstrið ráðandi eftir tíu til fimmtán ár. „Sé svo er ekki hægt að kalla þennan sjúkdóm annað en tíma- sprengju. Og hvernig aftengir maður slíka sprengju? Fyrst og fremst með þekkingu.“B S Opíum og ofdrykkja. . . framhald af bls. 81 í Reykjavík sumarið 1865 og lá hann dauður með hausinn inni í stóru keri í garði Guðmundar Lambertsens kaup- manns í Austurstræti er að var komið. Ekki fór betur fyrir Elínborgu, konu Guðmundar Erlendssonar. Hún dó ofan í brunni sínum á Vesturgötu 18. Fannst hún þar með brennivínsflöskuna á sér, en hún hafði þá verið drykkfelld og óráðssöm um margra ára skeið. Guðrún Borgfjörð segir að þau hjón hafi stöðugt verið að rífast og slást enda gekk hús þeirra undir nafninu Rimma. Árið 1896 féll einn af menntamönnum Reykjavík- ur, Ásmundur Sveinsson cand. phil., of- an í Lækinn við brúna neðan við Amt- mannsstíg og drukknaði þar. Hann hafði þá um alllangt skeið hneigst til ofdrykkju og mun hafa verið blindfullur á leið heim til sín er hann féll í Lækinn, hafði ekki hitt á brúna. VAKNING OG VÍNBANN Iljósi þessa sem hér hefur verið sagt var ekki furðulegt þó að Góðtemplarareglan fengi mikinn hljómgrunn þegar hún barst til landsins. Hún var vakning fyrir 96 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.