Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 72

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 72
ÁHUGALEYSl Á BARNI MANNS DREPUR HREINLEGA HEITUSTU ÁST hún er komin yfir þrítugt. Hann er að verða tólf ára. Pau hafa búið tvö saman í 10 ár, móðir og sonur: „Ef ég mætti velja aftur myndi ég vilja vera í hjónabandi með barn fremur en ein með barn, auðvitað góðu hjónabandi. Viljum við ekki öll vera ástfangin í góðu hjónabandi þar sem báðir aðilar sinna börnunum jöfnum höndum og börnin fá að blómstra?“ Þetta er skoðun Guðríðar Haraldsdóttur sem giftist ung æskuvini sínum, átti barn með honum en þau hjónakornin uxu hvort frá öðru og skildu að skiptum þegar sonurinn var tveggja vetra: „Ég hefði gjarnan viljað hafa haft meiri þroska á þessum árum - þroska til þess að sjá hvað ég var að fara út í. Ég sá það ekki fyrir þegar ég skildi fyrir 10 árum hvílíkt basl yrði ^ framundan. Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem ég eignaðist eigið húsnæði. Þangað til þurfti ég að flytja nokkrum sinnum úr einu leiguhús- j næði í annað, reyndar tíu sinnum á a fimm árum. Ég mæli ekki með því fyrir börnin vegna rótleysisins sem það veldur. Sonur minn, Einar i Þór, fann mjög sterkt fyrir því er við fluttum í eigið húsnæði, svo sterkt að hann tók mig á eintal þegar verið var að hreinsa teppin í stigaganginum og sá sem það gerði bað um að fá að stinga snúrunni í ^ samband inni í íbúðinni okkar. Fyrir mér var það auðvitað ekkert mál en hann sagði alveg brjálaður: Þetta er okkar rafmagn, við eigum þessa íbúð!“ Guðríður eða Gurrí, eins og hún er kölluð, hef- ur þrátt fyrir þetta komist áfram í lífinu af eigin ramm leik og aldrei gefist upp þó oft hafi vindarinir blásið hressilega á móti henni. Hún starfar nú sem skrifstofustjóri hjá Búseta auk þess að sjá um vikulega annálaða bókmenntaþætti á Aðalstöð- inni: „Ég hef alltaf unnið mikið og auðvitað hefur það bitnað á syni mínum en þetta hef ég þurft að gera. Vegna þessa er ég sár- ust út í það hve umtalið um einstæðar mæður er niðrandi á þá lund að þær hafi það svo gott, mjólki beinlínis ríkið. Vissulega hef ég það orðið betra nú eftir að ég komst í eigið húsnæði en oft fór helmingurinn af laununum mínum í leigu. Það var ekki fyrr en hjá tveimur síðustu leigusölunum mínum að ég fór að sjá fram úr peningamálunum enda leigðu þeir mér mjög ódýrt.“ Hún segir frá því að eitt sinn er lítið framboð var á húsnæði hafi hún ekkert fengið nema fokdýra tveggja herbergja íbúð sem myndi kosta á núvirði um það bil 45 þúsund krónur: „íbúðin var svo dýr að ég þorði ekki að segja samstarfsfólki mínu frá því hve mikið hún kostaði. Ég var meira að segja svo græn á þessum árum að ég fór að leita eftir því hvort ekki væru borgaðar leigubætur hér á landi en ég hafði þá frétt af því að íslenskir námsmenn á Norðurlöndunum fengju greidd- ar leigubætur ef þeir leigðu dýrt. Það er vissulega kerfi sem þyrfti að koma á hér á landi. Gudríður: • Eg er sárust út í þad hve umtalvö um einstœdar mæöur er nidrandi. • Ég myndi hiklaust öskra í dag. • Ég slœ hendinni ekki á móti ást- inni ef hún kviknar. • Hann skildi ekkert í því af hverju ég þurfti að flytja svona oft, af því ég stóö alltaf í skilum og var aldrei með lœti. Ég hefði getað farið í íbúð á vegum bæjarins en þá hefði mér fundist eins og ég væri búin að gefast upp. Maður hefur sitt stolt. Mér finnst svo einkennilegt að bera mig saman við móður mína sem stóð uppi ein með fjögur börn, eftir að hafa lent í skilnaði. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur úti á landi og þrátt fyrir að hún væri ein með fjögur börn átti hún alltaf eitt- hvað afgangs af laununum sínum. í dag býr hún ein í skuld- lausri íbúð og ég fæ ekki séð að hún hafi það nokkuð betra. Kannski er dæmigerðast fyrir ímyndina sem „einstæðar“ mæður hafa það samtal sem ég átti við leigusalann minn fyrir nokkrum árum en hann hrósaði mér mikið fyrir það hve góður leigjandi ég væri, þrátt fyrir að ég væri einstæð“ móðir, ég stæði alltaf í skilum og væri aldrei með læti. Hann skildi ekkert í því af hverju ég hefði þurft að flytja svona oft.“ L Og Gurrí hefur frá þessu að segja um niðrandi ímynd þessa þjóðfélags- hóps: „Einnig man ég eftir hve kona I ein, er gætti sonar míns á skóladag- heimili, fór taugarnar á mér. Hún | var sífellt að tala um þessi blessuð börn „einstæðra“ mæðra sem ekk- ert væri hugsað um. Sú manneskja hefði ekki haldið vinnunni nema af f því að þessi „blessuð" börn eru til, á skóladagheimilinu voru aðallega börn einstæðra foreldra. Mig langaði stundum að öskra á þessum árum en ég þorði það ekki. En ég myndi hiklaust öskra í dag enda komin í ágætis jafnvægi. Það er helst að mér finnist ég stundum of bundin, hluti af skýringunni á því er fjárhagslegs eðlis því ég hef mjög gaman af því að ferðast og það kostar peninga. Ég vildi heldur hafa meira frelsi til að velja mér mína eigin fjötra. Hugmyndin á bak við barnbæturnar og mæðralaunin finnst mér einkenni- leg, maður fær talsvert meira en helmingi meiri bætur með tvö börn heldur en eitt. Maður hefði ætlað að það væri hlutfalls- lega dýrara að halda uppi einu barni en tveimur.“ Og eins og aðrar konur hefur hún átt í sínum ástarsambönd- um á þessum tíu árum. Ég hef verið svo lánsöm að Einar Þór hefur nánast aldrei verið nein fyrirstaða en það er kannski vegna þess að áhugaleysi á barni manns drepur hreinlega heit- ustu ást. Ég reyndi einu sinni að vera í sambandi við mann sem ekki var nógu góður við strákinn minn, eða sýndi honum ekki nógu mikinn áhuga. Það var bara eins og við manninn mælt, áhuginn á þessum manni dofnaði mjög fljótt. Ég er ekki hér að segja að eiginmaður yrði í öðru sætinu heldur myndi ég setja þá báða í fyrsta sæti ef svo bæri undir. Ég er hins vegar ekki í dauðaleit að riddaranum á hvíta Porsinum. Það gerist bara ef það gerist og ég slæ ekki hendinni á móti ástinni ef hún kviknar.B 72 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.