Heimsmynd - 01.06.1992, Side 63
liÍÍHWfifcjv.*. ■■
á heimili hennar í Los Angeles fyrir nokkrum árum til að taka
upp þætti fyrir Stöð 2 um Islendinga erlendis. I þessum þætti,
sem hún á eintak af sjálf, segir hún blákalt við Hans Kristján
að hún myndi aldrei selja húsið sitt. Það vefði hana verndar-
örmum. Hún liti á það sem Bergþórshvol og myndi heldur
brenna inni í húsinu en að selja það: „Ég sagði þetta sennilega
vegna þess að eftir að Hal Linker dó breyttist líf mitt mjög
mikið á einu ári.“ Móðir hennar og stjúpfaðir höfðu einnig bú-
ið í Los Angeles. „Aðeins nokkrum mánuðum áður en Hal
féll frá dó Stefán stjúpfaðir minn og móðir mín tók þá ákvörð-
un að flytja til íslands. Þessi litla fjölskylda sem ég hafði haft
mér við hlið leystist upp á aðeins 10 mánuðum.“ Sonur hennar
var þá þegar fluttur til Noregs. Hún var því orðin ein eftir.
Húsið var það eina sem ekki hafði breyst í lífi hennar: „Það
var ástæðan fyrir því að ég vildi ekki láta það af hendi. Þrátt
fyrir að ég hreinlega týndist í því.“
hana óaði einnig við því að láta allt safnið frá sér
sem þau Hal höfðu sankað að sér á ferðum sín-
um um heiminn: „Þetta var ekki neitt túristarusl.
Þetta voru verðmætir munir. Það sem ekki síst
vakti fyrir mér var hvað ég ætti að gera við allt
filmusafnið. Ég þurfti að koma öllum þessum
munum í verð.“
Halla sagðist í lok bókar sinnar bjartsýn á að geta unnið við
og aflað sér tekna af filmusafni sínu. Þegar Hal dó voru þau
hjónin orðin atvinnulaus og jafnframt tekjulaus. Nokkrum ár-
um áður var þeim Hal sagt upp á sjónvarpsstöðinni þar sem
þau höfðu komið fram,
Dagurínn 1
lííi HöUu
Linker minnir
mann
óneitanlega
á líí ríku
kvennanna í
bandarískum
bíómyndum.
Halla, Hal og Davíð með
vikulega ferðaþætti í 18
ár. Halla vissi að þessi
tímamót væri óumflýjan-
leg en Hal þrjóskaðist við
og vildi koma þeim aftur
inn í sjónvarpið. Það
gekk ekki. Tímarnir voru
breyttir. Til að hafa eitt-
hvað í bakhöndinni
reyndu þau fyrir sér í
ferðaskrifstofubransan-
um, það gekk aðeins í tvö
ár. Þau fengu ekki svim-
andi há laun hjá sjón-
varpsstöðinni og áttu því
engar innistæður í bönk-
um þegar komið var að
þessum tímamótum, að-
eins fasteignir. Þau áttu
fjallakofa sem þau gerðu
upp og seldu áður en Hal dó og draumahúsið sem þau bjuggu
í. Hún varð að sjá sér farborða. Halla reyndi fyrir sér í gerð
myndbanda en sá fljótt að það gaf lítið í aðra hönd: „Mikið af
ungu og vel menntuðu fólki er að reyna að feta sig áfram í
kvikmyndagerð í Bandaríkjunum en fær enga vinnu. Hví ætti
rúmlega sextug kona að reyna fyrir sér þar sem vonlaust er að
fá atvinnu?“ Hún segist finna fyrir miklum bölmóði í Banda-
ríkjunum: „Það er ægilega mikil svartsýni ríkjandi hjá ungu
fólki í Kaliforníu og ekki að ástæðulausu. Þessari svartsýni er
maður búinn að finna fyrir í tvö ár", segir hún áhyggjufull.
„Þetta er raunveruleiki því flugvéla- og hergagnaiðnaðurinn í
Kaliforníu hefur verið háður hernaðarbrölti Bandaríkjanna.
Eftir að kalda stríðinu lauk lokar hvert fyrirtækið af öðru, sér-
staklega minni fyrirtækin sem framleiddu hluta úr flugvélum
og hergögnum. Það er sagt að það eigi enn eftir að segja upp
tvo hundruð þúsund manns í þessum iðnaði í Kaliforníu.
Margt af þessu fólki er hámenntað og kann ekkert annað en
sitt fag.“
Það er ljóst að sama ástand ríkir í Kaliforníu og hefur ríkt á
Islandi.
Draumahús Höllu, sem þau Hal bjuggu sem lengst í, er hátt
framhald á bls. 91
HEIMSMYND 63