Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 89

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 89
sem misnotaði það. Dóttir mín er bara lítið barn sem eins og við, foreldrarnir, treysti þessum manni.“ Móðirin segist vantreysta rétt- arkerfinu og vera orðin svartsýn á að maðurinn sem misnotaði dótt- ur hennar fái makleg málagjöld en málið verður ekki dómtekið fyrr en að ári. „Ég er reiðust inni í mér yfir því hvað þessir menn virðast fá væga dóma sem oft eru að mestu skilorðsbundnir. Mér finnst það mikil niðurlæging fyrir íslenskt þjóðfélag að ekki skuli vera tekið harðar á svona málum. Hér á íslandi geta menn nánast leikið sér að börnum eins og þeir vilja, setið inni nokkra daga og haldið svo áfram. Mér fannst barnaverndarnefnd ekki heldur hafa staðið sig nógu vel í mínu máli því þótt formlega sé það hún en ekki við sem kærum málið þá þurfti ég að berjast sjálf fyrir máli dóttur minnar til að halda því gangandi.“ etta hefur haft mikil áhrif á heimilislífið og samband þeirra hjóna. „Kynlíf var al- veg út úr myndinni, okkur fannst það bara eitthvað ljótt. Við þurftum að setj- ast saman í ró og næði og byrja á því að halda utan um hvort annað. Maður verður að byrja á grunni eftir svona lag- að. Það ruglast allar tilfinningar, hatrið og reiðin verða svo rosa- leg. Nú orðið þori ég hvergi að skilja dóttur mína eftir nema hjá mömmu. Maður hefur heyrt svo ótrúlega ljótar sögur, eftir að hafa orðið fyrir þessu sjálfur. Ég veit ekki hvar ég hef verið til þessa, ég hafði ekki hugmynd um hversu hrikalegir hlutir geta gerst. Ódæðismennirnir eru svo hundr- að prósent vissir um að börnin muni ekki segja frá. Það þarf jafnvel ekki að hóta þeim eins og þessi maður gerði við dóttur mína. Börn vita að þetta er rangt en hafa verið niðurlægð þannig að þeim finnst þau ekki geta sagt frá. Litlar stelpur sem verða fyrir kynferðislegri áreitni árum sam- an, en segja ekki frá, geta liðið hrikalegar sálarkvalir og leiðast oft út á rangar brautir í lífinu. Til- finningalíf þeirra er í rúst. Sumar reyna að segja frá en það er ekki hlustað á þær. Ég held að það sé mjög erfitt að komast yfir slíka höfnun. Dóttir mín hefði sjálfsagt aldrei sagt frá nema vegna þess að hún fór að ræða þessi mál við níu ára vinkonu sína sem hafði „Þarna sátu allir saman en samt gat harm gert það sem hann vildi án þess að hún þyrði að segja írá. “ Hann haíði misnotað hana í þrjú ár, síðan hún var íimm eða sex ára. líka orðið fyrir áreitni, þó ekki eins alvarlegri. Það var hins vegar ekki fyrr en hálfu ári síðar að vin- konan sagði móður sinni frá því sem hún hafði orðið fyrir og lauk frásögninni með því að segja að það hafi miklu verra komið fyrir vinkonu sína. Móðir stúlkunnar talaði við dóttur mína og sagði henni að hún yrði að segja mér frá þessu en hún þorði það ekki og vildi að mamman hringdi í mig.“ Mæður barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi finna oft fyrir gagnrýni í sinn garð og þær raddir sem halda því fram að mæðurnar hljóti að gruna eitt- hvað ætla seint að þagna. „Hvaða eðlileg móðir myndi láta slíkt við- gangast ef hana grunaði eitthvað? Það er svo mikill barnaskapur að segja svona. Ég var til dæmis mjög reið móður minni því henn- ar fyrstu viðbrögð þegar ég sagði henni hvað hafði gerst voru að spyrja mig hvernig í ósköpunum ég gæti látið þetta koma fyrir og hvort mig hafi ekkert grunað. Þetta var mikil ásökun í minn garð, en hún sagði þetta í algjöru hugsunarleysi og við höfum rætt þetta síðan.“ „Það sem skiptir mestu máli er að hjálpa dóttur okkar til að verða hún sjálf aftur en það er langt í land. Það er svo skrítið, að ef hún sæti hérna með mér þá væri hún svo eðlileg, ánægð og kurteis, en um leið og við gengj- um út og hún væri orðin ein með mér myndi slokkna á henni. Þá verður hún svo döpur, hugsi og alltaf svo hrædd. Við verðum að vera mjög vakandi yfir henni í framtíðinni. Hún á eftir að kom- ast á gelgjuskeiðið og þá vaknar þetta allt upp aftur og þá þarf hún að fara aftur til sálfræðings." að hefur gengið á ýmsu í lífi þessarar ungu telpu og fjöl- skyldu hennar undan- farna mánuði. Hún er að því leyti heppnari en mörg börn í hennar sporum því hún sagði frá og hefur auk þess mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni. Því miður eru enn börn sem ekki hafa getað létt á hjarta sínu og fengið þá hjálp sem þau þurfa og án efa þrá. Hversu stór þessi hópur er er ómögulegt að segja til um. Kynferðisleg misnotk- un barna er samfélagslegt mein sem ekki verður upprætt nema með sameiginlegu átaki og því að hver og einn taki ábyrgð á börnum og ungmennum í umhverfi sínu.M HEIMSMYND 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.