Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 76

Heimsmynd - 01.06.1992, Blaðsíða 76
Hommar í íámenninu hér haía verið í íelum, átt í eríiðleikum með að viðurkenna kynhneigð sína og takast á við þau vandamál sem henni kurma að íylgja. alnæmisóttinn fór að hríslast um Vesturlönd í byrjun níunda áratugarins. Upphaflega var hann að mestu bundinn við homma, dópista og blóðþega. Hin dáða kvikmyndastjarna eftir- stríðsáranna, Rock Hudson, var eitt fyrsta, fræga fórnarlambið en fram að þeim tíma vissu fæstir aðdá- enda hans að hann var hommi. Upp frá því fór Elísabet Tay- lor að leggja baráttunni lið og hefur ekki linnt því síðan. Strax upp úr miðjum áratugnum fóru blöð að birta myndir af fórn- arlömbum alnæmis. Þar var um að ræða áberandi fólk úr heimi lista, tísku og fjölmiðla. í Evrópu hefur frægt fólk einnig lagt baráttunni lið. Díana prinsessa af Wales missti náinn vin sinn úr alnæmi og í Frakklandi berjast þekktar kvikmynda- stjörnur gegn fordómum gagnvart þessum ógnvaldi nútímans. Nýverið voru haldnir tónleikar til minningar um hið dáða poppgoð, Freddie Mercury, söngvara hljómsveitarinnar Queen en hann dó úr alnæmi síðastliðið haust. Freddie var hommi en fréttir um að íþróttahetjan Magic Johnson, einn snjallasti körfuboltamaður heims, væri smitaður af HlV-veir- unni komu eins og reiðarslag. Magic er hvorki hommi né dóp- isti, nýkvæntur og á von á barni. Hann hafði smitast af konu. Nýlega komu einnig fréttir um að tennisstjarnan Arthur Ashe væri smitaður. Hann er heldur ekki hommi né dópisti en smit- aðist við blóðgjöf. Þessi fórnarlömb hafa verið dáð og dýrkuð af þúsundum manna um víðan heim og sú staðreynd að þau koma fram í sviðsljósið hlýtur að draga úr fordómum gagnvart þessum ógnvekjandi sjúkdómi. Hér á Islandi kom nýlega fram á sjónarsviðið ungur maður, Einar Þór Jónsson en hann hefur, eins og sagt var réttilega í sjónvarpsþætti, gefið alnæminu andlit. „Þessi geðþekki og vel gefni ungi maður hefur gengið fram fyrir skjöldu í baráttunni við fordómana“, segir Sigurður Guðmundsson læknir og bætir við: „Hann á mikla virðingu skilið fyrir að hafa gert þetta. Eins og umræðunni um alnæmi er háttað í landinu er fátt eins mikilvægt og að fólk með sjúkdóminn geti rætt hann opinskátt og svipt dulu fordómanna frá þannig að loksins sé hægt að ræða um alnæmi eins og aðra langvinna sjúkdóma.“ Að vísu hafa þeir verið fleiri sem komið hafa fram í fjöl- miðlum eins og Sævar heitinn Guðnason, sem birtist á forsíðu HEIMSMYNDAR fyrir fimm árum. Hann er nú látinn en bjó árum saman í Kaupmannahöfn. Hann var hommi og hafði smitast í Kaupmannahöfn þar sem hann barðist hetjulega, einn og yfirgefinn við sinn sjúkdóm. Um það leyti sem Sævar heitinn birtist í viðtali hér var því spáð að alnæmið ætti eftir að ná hrikalegri útbreiðslu. Þá voru þegar nokkrir látnir úr sjúkdómnum og aðrir komnir með ein- kenni á háu stigi. Fyrsti alnæmissjúklingurinn sem vitað er um á Islandi kom fram árið 1983 með einkenni sjúkdóms síns enda þótt alnæmið greindist ekki fyrr en síðar. Fyrsti sjúkling- urinn lést úr alnæmi hér á landi 1985. í ársbyrjun 1987 skrifaði Óskar Arnbjarnarson læknir grein í HEIMSMYND þar sem hann leiddi líkur að því að alnæmi hefði í upphafi breiðst hratt út á Vesturlöndum, en hæsta tíðni tilfella er í Bandaríkjunum, en svo virtist sem sjúkdómurinn væri að ná mettun innan ákveðinna hópa. A þessum árum sem síðan eru liðin hefur Landlæknisemb- ættið beitt sér fyrir öflugu forvarnarstarfi en lítið hefur farið fyrir annarri umræðu. Síðdegis- og vikublöð hafa slegið upp greinum, sem að margra mati auka fremur fordómana en hitt, þar sem umfjöllunarefnið hefur verið óreglusamt ógæfufólk, sem haldið er sjúkdómnum. Mörgum er enn í fersku minni fréttaflutningurinn af hinni alræmdu alnœmiskonu og svaðil- förum hennar. Af slíkum fréttaflutningi mótast að hluta við- horf almennings. Sigurður Guðmundsson læknir á Borgarspítalanum hefur nú meðhöndlað alnæmissjúklinga frá því hann kom heim úr sérfræðinámi frá Bandaríkjunum 1985. Sigurður skrifaði grein í HEIMSMYND ári síðar undir fyrirsögninn: Kynlífsbyltingin étur börnin sín. Þar ræddi hann meðal annars hinn þá enn lítt þekkta sjúkdóm en fyrsta þekkta tilfellið í Bandaríkjunum kom fram 1981. Hann ræddi fordómana og þann vanda sem hjúkrunarfólk og félagsráðgjafar stæðu frammi fyrir, óttann, skort á innsæi í hugarástand sjúklinga vegna lítillar reynslu og fordómana úti í þjóðfélaginu. Nú sjö árum síðar hafa sjötíu íslendingar greinst með al- næmisveirusmit og læknar þeirra og hjúkrunarfólk þurft að horfa á eftir ellefu þeirra í gröfina. Flestir þessara hafa verið hommar en 47 af 71 HlV-smitaðra hafa verið úr þeirra hópi. Níu smitaðra eru fíkniefnaneytendur, tveir voru úr báðum áhættuhópunum. Átta þessara einstaklinga hafa smitast við kynmök karls og konu og þar af eru fjórar konur. Fjórir smit- uðust við blóðgjöf og það eru allt saman konur. Konur og börn eru sá hópur sem alnæmi kemur til með að herja á í auknum mæli nú á næstunni en á Vesturlöndum hef- ur tíðniaukningin verið einna mest í þeim hópi. Sigurður hefur litla trú á nýjum fréttum þar sem leiddar eru líkur að því að HlV-veiran þurfi ekki endilega að valda sýkingu, eins og kom meðal ann- ars fram í fréttum nýverið. Allar rannsóknir sem birst hafa hingað til benda mjög eindregið til þess að orsök alnæmis sé HlV-veiran og hún þurfi yfirleitt lítillar hjálpar við til að valda sýkingu og þeim usla sem við þekkjum. „Sú staðreynd að stærsti hópur smitaðra eru hommar virðist hafa dregið úr ótta almennings á íslandi gagnvart alnæmi. Hin almenna umræða hefur koðnað niður og kynhegðun fólks virðist hafa lítið breyst ef marka má útbreiðslu venjulegra kynsjúkdóma eins og klamydíu“, segir Sigurður. „íslenskir alnæmissjúklingar eru öðruvísi hópur en annars staðar. í Bandaríkjunum og víða á Vesturlöndum hefur frægt fólk orðið fyrir barðinu á þessum sjúkdómi og það kannski öðrum fremur auglýst sjúkdóminn upp og orðið til þess, eins og Magic Johnson, að fordómar gegn alnæminu hafa farið minnkandi þar. Á íslandi hefur enginn úr hópi hins svonefnda þekkta fólks eða þotuliðs fengið þennan sjúkdóm og almenn- ingur virðist enn þeirrar skoðunar að þetta sé bundið við fá- menna hópa í einhverjum sérstökum áhættuhópum“, segir Sigurður Guðmundsson. „Það er útbreidd skoðun að alnæmis- smitaðir séu fyrst og fremst einstaklingar með áfengis- og fíkniefnavandamál. Vissulega finnast í þessum hópi slíkir ein- staklingar og sú óregla hefur veruleg áhrif á viðhorf þeirra til sjúkdómsins. Þeir eiga í erfiðleikum með að fylgja meðferð og eftirliti sem ráðlögð er og lenda því oft í líkamlegum og fé- lagslegum vandamálum, taka ekki lyfin sín og hundsa sjúk- dóminn. Áfengis- og fíkniefnavandinn er þess vegna oft miklu, miklu meira vandamál fyrir þessa einstaklinga en HlV-sýking- in sjálf. Meginþorri íslendinga sem fengið hafa þennan sjúk- dóm eru hins vegar ábyrgir og venjulegir einstaklingar eins og 76 HEIMSMYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.